Stelpurnar mæta Val í meistarakeppni HSÍ

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Leiknum verður streymt á Valur TV. (meira…)

Töluvert af fiski innan um síldina

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 82 tonnum í Vestmannaeyjum í fyrradag. Um 37 tonn af aflanum var ufsi en síðan var mest af þorski og ýsu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist í samtali við vef Síldarvinnslunnar vera ánægður með túrinn. „Þetta gekk bara býsna vel. Við byrjuðum á Pétursey og fórum austur á Höfða og síðan var […]

Ársfundur Samtaka þekkingarsetra

Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl.   Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa […]

Herjólfur – Óvissa með Landeyjahöfn

Fréttatilkynning frá Herjólfi:  Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seinnipartinn á morgun að spáð er hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir morgundagsins eru á áætlun en ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Einnig hvetjum við farþega til þess […]

Sveitarfélagið Ölfus stofnar Orkufélagið Títan ehf.

Félagið er rekstrarfélag og er tilgangur þess orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í stjórn félagsins náðu kjöri:  Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og  meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir […]

Meistarakeppni HSÍ í Eyjum

Handboltavertíðin hefst í daga þegar meistarakeppni HSÍ í karlaflokki fer fram í Vestmannaeyjum. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar kl 17:00. Í tilkynningu frá ÍBV er fólk hvatt til að fjölmenna á leikinn og styðja stráka til sigurs. Miðasala fer fram á Stubbi en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á ÍBV TV á […]

Fötin hjá heimilisfólkinu stundum í hættu

Matthilda Tórshamar verður með sýningu á saumuðum myndum á bæjarhátíðinni Menningardögum í Fuglafirði í Færeyjum helgina 1. til 3. september. Fuglafjörður er staðsettur á austurströnd Eysturoy og eru íbúar bæjarins um það bil 1800 manns. Mattilda bjó í Fuglafirði frá 4 ára aldri þar til hún flutti til Vestmannaeyja 25 ára gömul þegar hún fann […]

Gjaldskrá hitaveitunnar mun hækka um 7,39% 1. september

Hitaveitan hefur tilkynnt að hækkun verði á gjaldskrá hjá þeim 1. september í Vestmannaeyjum. Fram kemur að “síðustu misseri hafa verið áskoranir í rekstri hitaveitu í Vestmannaeyjum vegna raunhækkunar á raforkukostnaði og vegna bilana á sæstreng Landsnets og skerðinga í raforkuframleiðslu með tilheyrandi kostnaðaraukningu vegna olíukaupa. HS Veitur hafa þrátt fyrir fyrrgreindar áskoranir tryggt viðskiptavinum […]

Matey á Slippnum

Cúán Greene er írskur kokkur og eigandi ÓMOS á Írlandi. Hann hefur unnið á heimsklassa veitingarstöðum á borð við Michelin stjörnustaðina Norma og Geranium í Kaupmannahöfn. Matey leggur upp úr því að bera fram frábæra sjávarrétti úr staðbundnu hráefni í samstarfi við veitingarstaðina. Cúán mun matreiða glæsilegan fjögurra rétta seðil á Slippnum dagana 21-23. september […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.