Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu.  Uppsetning heimila nú innifalin  „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]

Innilauginni lokað vegna viðhalds

Sundlaug Opf 20250320 203232

Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar. Þetta segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að reiknað sé með að framkvæmdir taki um sex vikur og er stefnt að […]

Gamla kertavélin gefst upp – hæfingin fær meira rými

Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun og öryrkja, hefur hætt framleiðslu á ákveðnum tegundum kerta. Stóra kertaframleiðsluvélin, sem lengi hefur verið í notkun, hefur verið tekin úr rekstri. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, staðfestir þetta í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að kertaframleiðslan hafi reynst stofnuninni dýr í rekstri og illa […]

Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]

Nýr samstarfssamningur ÍBV og Vestmannaeyjabæjar

Samst Ibv Baerinn Vestm Is

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu […]

KFS gerir upp tímabilið

Kfs Ads 25 Lokah Cr

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]

Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]

Alfreð tók þátt í List án landamæra

Alfreð Geirsson, tók þátt í List án landamæra, sem haldin er þessa dagana í Gerðubergi í Reykjavík. Alfreð mætti á opnun sýningarinnar ásamt sínu besta fólki og var hann aukalistamaður í hátíðinni. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur sérstaka áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur verið haldin frá árinu 2003. Markmið hátíðarinnar […]

Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]

Tjón í Vestmannaeyjahöfn eftir storminn

Hofnin 20251009 103352

Vestan stormur gekk yfir sunnanvert landið í gærkvöld og nótt, með hviðum sem mældust nær 40 metrum á sekúndu á Stórhöfða þegar mest gekk á. Veðurstofan hafði áður varað við talsverðum sjógangi í kjölfar stormsins, og reyndist það eiga við í Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fóru tveir léttabátar á hvolf í höfninni og sá þriðji […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.