Hleður batteríin við brimgnýinn í Brimurð

Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir á fjölbreyttan feril að baki og var meðal annars bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, varaþingmaður, stjórnarformaður opinberra stofnana, verkalýðsforingi, blaðamaður, fiskverkakona, framreiðslumaður, verslunarmaður, lagasmiður, söngkona og tónleikahaldari. En hvað af þessu stendur hjarta hennar næst? „Í dag er það tónlistin,” segir Guðrún. Hún lærði á gítar í Eyjum einn vetur þegar hún […]
Tímamót í sögu UMFÍ

„Allar hendur voru uppréttar og tillagan var samþykkt samhljóða,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV). Tímamót voru á ársþingi bandalagsins í gær þegar samþykkt var samhljóða umsókn ÍBV um aðild að UMFÍ. Með samþykktinni lýkur vegferð sem hófst fyrir meira en aldarfjórðungi enda eru nú öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ í gegnum […]
Framkvæmdir við lundakofann í Höfðanum

Félagar í Lions-klúbbnum í Eyjum nýttu blíðviðrið í gær til að steypa í Stórhöfða. Þeir félagar hafa haft veg og vanda af byggingu og viðhaldi á lundakofanum vinsæla í hlíðum Höfðans. Að þeirra sögn eru þeir nú að byggja við pallinn auk þess að ditta að kofanum. Lundakofinn er vinsælt fuglaskoðunarhús á Stórhöfða. Óskar Pétur […]
Jafnrétti í íþróttastarfi

Á Íslandi er staða jafnréttis í íþróttastarfi góð í alþjóðlegum samanburði en enn er verk að vinna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar spurningakönnunar um jafnrétti í íþróttum og greint er frá í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Staðan er góð borið saman við önnur þátttökuríki þrátt fyrir að ekki sé mikið um sértækar aðgerðir til […]
Terra svarar til um sorpið

Í síðastliðnum mánuði kynnti fyrirtækið Terra breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. En Terra tók við rekstri og umsjón með sorphirðu í Eyjum í byrjun árs. Davíð Þór Jónsson er framkvæmdastjóri fjármála og tækni hjá Terra. Eyjafréttir ræddu nýverið við hann um reksturinn og gjaldskránna í Eyjum sem hefur verið töluvert í umræðunni. Tekið […]
Framkvæmdum miðar ágætlega við Hásteinsvöll

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli. Fram kom að framkvæmdum miði ágætlega áfram og er fjaðurlag komið á meirihluta vallarins. Framkvæmdastjóri sendi tvo tölvupósta á ÍBV íþróttafélag og upplýsti þau um tafir vegna hitalagna og nýja framkvæmdaáætlun. Þar kemur helst […]
Fyrsti maí – Tónlistarveisla í boði Tónlistarskólans

„Tónlistarskólinn hefur séð um tónlistarflutning í 1. maí kaffi verkalýðsfélaganna um langt árabil. Í dag er það stéttarfélagið Drífandi sem sér alfarið um kaffið og hefur samstarf skólans og Drífanda verið farsælt og með ágætum,“ segir Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans sem stóð fyrir mikilli tónlistarveislu í AKÓGES þann 1. maí sl. „Það er frábært tækifæri […]
Hvíta húsið býður upp á steinamálun

Hvíta húsið býður upp á skapandi steinamálun um helgina fyrir börn og fullorðna laugardag og sunnudag (10. og 11. maí) milli klukkan 13 og 16. Þetta er tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta samveru og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Aðgangseyrir er 1500 kr (allt efni innifalið á staðnum). Börn þurfa að […]
Herjólfur til Þorlákshafnar í dag

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30, 15:45, 18:15, 19:30 og 23:15 falla niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að […]
Samið um endurbyggingu Gjábakkabryggju

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudag var farið yfir tilboð sem bárust í endurbyggingu Gjábakkabryggju. Fram kemur í fundargerðinni að þann 29. apríl hafi verið opnuð tilboð í endurbyggingu Gjábakka, í stálþilrekstur. Jafnframt segir að engar athugasemdir hafi borist um framkvæmd útboðsins. Eftirfarandi tilboð bárust: Kranar ehf. 199.583.169 kr. Sjótækni ehf. 225.884.500 kr. Hagtak […]