Eyþór Daði genginn í KFS

Eyþór Daði Kjartansson hefur gengið til liðs við KFS. Hann lék sinn fyrsta leik um helgina og skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins í sigri á Ými. Eyþór mun leika með liðinu þar til hann heldur aftur erlendis í nám. KFS er sem stendur í sjöunda sæti 3. deildarinnar. “Þetta er mikill fengur fyrir KFS […]
Nýtt minnismerki um Guðríði Símonardóttur afhjúpað

Tæplega fjörutíu manns tóku þátt í Tyrkjaránsgöngunni í gær undir leiðsögn Helgu Hallbergsdóttur. Sögusetrið 1627 stóð fyrir göngunni, en í ár eru liðin 396 ár Tyrkjaráninu. Gangan hófst við Ofanleiti klukkan 13:00 og endaði rúmum tveimur tímum seinna á Skansinum. Staldrað var m.a. við Hundraðmannahelli og Fiskihella. Á Stakkagerðistúni afhjúpuðu hjónin Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Pétur […]
Páll Magnússon minnist góðs vinar

Vinur minn hann Óli á Hvoli er til grafar borinn í dag. Hann hrapaði til bana í Ystakletti – þeim stað á jörðinni sem honum þótti líklega vænst um. Óli var harðkjarna Eyjamaður. Hertur í þeim eldi að horfa ungur á æskuheimili sitt grafast undir glóandi hrauni; stundaði síðan sjóinn lengi vel – og bjargveiðimennsku […]
ÍBV mætir Keflavík í dag

Einn leikur fer fram í Bestu-deild karla í knattpsyrnu í dag en það er ÍBV sem fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvelli klukkan 16:00. Eyjamenn eru í 8. sæti deildarinnar með 16 stig úr 14 leikjum á meðan Keflvíkingar sitja á botninum með 9 stig. (meira…)
Tyrkjaránsgangan og afhjúpun nýs söguskiltis í dag

Í dag kl. 13 stendur Sögusetrið 1627 fyrir Tyrkjaránsgöngu og afhjúpun nýs söguskiltis. Í ár eru liðin 396 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundrað Eyjamenn til Alsír og seldu þá […]
Deilt um heimgreiðslur á fundi bæjarstjórnar

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag skapaðist mikil umræða meðal bæjarfulltrúa þegar liður sem varðaði umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála lá fyrir. Fram kemur í fundargerð að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að fallið yrði frá áformum um tvöföldun heimgreiðslna til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12-16 mánaða aldri. Fundarhlé […]
Sjötíu fulltrúar ÍBV á Símamótinu

Um sjötíu stelpur frá ÍBV keppa núna á Símamótinu í knattspyrnu sem haldið er ár hvert af Breiðabliki í Kópavogi. Mótið stendur nú sem hæst en það var sett á Kópavogsvelli á fimmtudag og stendur til morguns, sunnudags. ÍBV sendir fulltrúa frá 5., 6., og 7. flokki. (meira…)
Líkur á rafmagnstruflunum á morgun

Í tilkynningu frá Landsneti og HS Veitum er varað við mögulegum rafmagnstruflunum á milli klukkan 10:00 og 15:00 á morgun, sunnudaginn 16. júlí. „Undanfarna viku hefur undirbúningur fyrir viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 staðið yfir á sjó og á Landeyjasandi. Á morgun verður vinna í gangi í Vestmannaeyjum sem mögulega gæti leitt til rafmagnstruflana. Næstu daga […]
Hvetja landsmenn til að njóta þess hlutverks að vera gestgjafar

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí. Þar opnuðu þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. Verkefnið er hvatning til […]
Ríkið greiði að hámarki 800 milljón krónur fyrir vatnslögnina

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var meðal erinda á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag. Þann 3. júlí sl., undirrituðu þau Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, viljayfirlýsingu um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fram kemur í fundargerð að almennt ber sveitarfélögunum skylda til að fullnægja vatnsþörf […]