Stytting vinnuvikunnar og kjaramál voru á dagskrá bæjarráðs í síðustu viku. Lagðar voru fyrir bæjarráð niðurstöður úr kosningu um fyrirkomulag vinnutímastyttingar stjórnenda og starfsfólks í Kirkjugerði og Víkinni.
Niðurstöður eru þær að það starfsfólk sem er í FSL, Stavey og Drífanda vill taka 13 mínútna lágmarksstyttingu og óskar eftir að taka hana út í uppsöfnuðum heilum dögum skv. samkomulagi við stjórnanda.
Bæjarráð samþykkti í niðurstöðu sinni um málið umræddar óskir um að lágmarksstyttingu verði safnað upp í heila daga sem verða allt að sex dagar á ári. Styttingin verði þá tekin út í samráði við stjórnanda enda leiði það hvorki til kostnaðarauka né þjónustuskerðingar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst