Lísa lærir lækninn

„Hér sitjum við á einhverju kaffihúsi í pinkulitlum bæ í Norður Slóvakíu. Það hefði örugglega engum Íslendingi dottið í hug að koma hingað ef það hefði ekki verið fyrir þennan skóla“ segir Lísa Margrét Rúnarsdóttir sem leggur stund á læknisfræði við Jessenius læknadeildina í slóvakíska bænum Martin. Hún er dóttir Þórunnar Ragnars og Angantýs bæjarritara, […]
Bætt þjónusta í síma 1700 og netspjalli Heilsuveru

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og annað sérþjálfað starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktarinnar svara símtölum frá […]
Mæta spútník liðinu í dag

Það er heil umferð í Bestu deild kvenna í kvöld. Spútník lið deildarinnar, FH, fær ÍBV í heimsókn en FH hefur unnið þrjá sterka sigra í röð og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Lið FH er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því níunda og næst neðsta en bæði lið hafa leikið […]
Allt um Goslokin á Eyjafréttir.is

Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana […]
Strengurinn kominn um borð í prammann

Viðgerðarstrengnum hefur verið komið fyrir um borð í prammann, Henry P Lading, sem verður notaður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3. Lagt verður af stað frá Rotterdam í Hollandi til Íslands í kvöld og reiknað með að strengurinn verði kominn til Vestmannaeyja fimmtudaginn 29. júní. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Hér má sjá myndband frá […]
Viðbygging við Sóla, framkvæmdir og staðan í dag

Opnuð var ný deild á leikskólanum Sóla í mars síðastliðnum. Á fundi fræðsluráðs í mars 2022 voru skoðaðar leiðir til að mæta þeim áskorunum sem bærinn stóð fyrir varðandi aukna þörf á leikskólaplássi. Ákveðið var í framhaldinu að byggja við Sóla og framkvæmdir við skólann hófust í október 2022. Framkvæmdum er að mestu lokið, þó […]
Mín Heimaey – Goslokalag 2023 eftir Pétur Erlendsson

Goslokalag Vestmannaeyja í ár ber nafnið Mín Heimaey og er eftir Pétur Erlendsson. Hlusta má á lagið hér fyrir neðan og link á Spotify má finna hér. (meira…)
Strætó til Landeyja á 5.700 krónur

Vegagerðin hefur ákveðið að hækka fargjöld í Strætó á landsbyggðinni. Stakt fargjald fer úr 490 kr. í 570 kr., sem er hækkun um 16,3%. Þetta er gert í samræmi við hækkanir á gjaldskrá hjá Strætó bs. og taka breytingarnar gildi þann 1. júlí nk. Í dag kostar 4.900 kr. fyrir fullorðna að ferðast með Strætó […]
Fjölbreytt dagskrá á Goslokum

Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra. Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði […]
„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]