GRV fær góðar gjafir

Gjof Oddf BV IMG 7123

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk í dag góðar gjafir annars vegar frá Kiwanis og hins vegar frá Oddfellow. Um er að ræða Sensit stóla og skammel. Kiwanis klúbburinn gaf þrjá stóla í Hamarsskóla, á Víkina og í frístund. Vilborgarstúkan gaf tvo stóla í Barnaskólann. „Þessir stólar eiga eftir að nýtast vel fyrir nemendur, stólinn umvefur notanda, bætir […]

Glæsileg tískusýning á kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka bauð gestum og gangandi upp á skemmtilega kvöldopnun í gær. Boðið var upp á afslætti, léttar veitingar frá GOTT, happadrætti, ásamt glæsilegri tískusýningu. Í versluninni ríkti góð og hátíðleg stemning þar sem sýndar voru nýjustu tískuvörurnar fyrir jól og áramót, og ásamt hugmyndum að spariklæðnaði. Í Sölku má finna bæði fallega og stílhreina […]

Ekki orðið við óskum um hitalagnir

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Bæjarráð tók fyrir hitalagnir undir Hásteinsvöll á fundi sínum fyrr í vikunni. ÍBV-íþróttafélag óskaði eftir aukafjárveitingu, 20 m.kr., til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem lagt verður á Hásteinsvöll fyrir næsta sumar. Bæjarráð ákvað að fresta formlegri ákvörðun til næsta fundar bæjarráðs í því skyni að funda með fulltrúum ÍBV til að fara yfir gögn um […]

Gamli Þór seldur til Súðavíkur

Gamli Thor TMS IMG 2228

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur selt Þór hinn eldri, en félagið fékk nýtt björgunarskip afhent haustið 2022. „Nú er staðan sú að björgunarsveitin Kofri í Súðavík hefur staðfest kaup á skipinu og er varðskipið Freyja væntanlegt til Eyja á föstudag og ætlar vonandi að flytja hann fyrir okkur vestur.“ segir Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja í samtali […]

Ís­lenskur út­gerðar­maður, evrópsk verka­kona

Þorsteinn Pálsson, framámaður í Viðreisn var álitsgjafi í þætti á Stöð 2 fyrir stuttu. Þar sagði hann meðal annars: „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir“. Til þessara ummæla hefur víða verið vitnað. En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein […]

Lítil starfsmannavelta eykur stöðugleika

„Félagið er stolt af því að vera Framúrskarandi fyrirtæki. Ástæða þess er fyrst og fremst öflugir og reynslumiklir stjórnendur hjá félaginu. Lítil starfsmannavelta er hjá félaginu og eykur það stöðugleika og ákvarðanatöku til framtíðar. Félagið sinnir nýsköpun og rannsóknum, sýnir samfélagsábyrgð og leitast við að vera eflandi afl í nærsamfélögum sínum,“ sagði Guðmundur Jóhann Árnason, […]

12,5 milljónir til 11 landsbyggðarmiðla

Copy of Fréttamynd - Copy (1)

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að markmið með styrkveitingunum sé að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og […]

Birna valin úr hópi tíu umsækjenda

default

Alls sóttu ellefu einstaklingar um starf þjónustufulltrúa hjá skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Einn dróg umsókn sína til baka, segir í svari Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs til Eyjafrétta. Umsækjendur voru: Alexandra Kristjánsdóttir, Andrea Kjartansdóttir, Ása Helgadóttir, Birna Guðmundsdóttir, Gislný Birta Bjarkardóttir, Hafdís Víglundsdóttir, Hekla Sól Jóhannsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Kolbrún Lilja Ævarsdóttir og Sylvía […]

Vel heppnaðir jólatónleikar í Höllinni

Glæsilegir jólatónleikar fóru fram í Höllinni í gærkvöldi, 6. desember. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var frábær stemning í húsinu og vel mætt. Jónsi úr Svörtum fötum steig á svið, en auk Jónsa komu fram frábærir söngvarar úr Eyjum undir leik hljómsveitarinnar Gosanna. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru þau Guðjón Smári, Eló, […]

Viðvaranir í flestum landshlutum

Veðurstofan hefur gefið úr appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum og á Strandum og norðurlandi vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir á eftirtöldum stöðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austfirðir, Suðausturland og Strandir og norðurland vestra. Asahláka í Suðurlandi Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 8. des. kl. 16:00 og […]