Tugir byggðalaga með hærri húshitunarkostnað en í Vestmannaeyjum

HS_veitur_24_20240226_144125

HS Veitur sjá íbúum og atvinnulífi í Vestmannaeyjum fyrir rafmagni, köldu vatni og heitu vatni, en fyrirtækið tók við þjónustunni árið 2002 þegar það sameinaðist Bæjarveitum Vestmannaeyja. Þjónustan í Eyjum sker sig úr innan starfssvæðis HS Veitna þar sem rafmagn og kalt vatn er flutt sjóleiðina til eyjanna auk þess að ekki er heitt vatn […]

Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)

„Nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

lotto

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í tilkynningu frá Getspá segir að hún hafi fengið í sinn hlut rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina […]

Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála. Breytingin var rædd og samþykkt á fundi […]

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í Herjólfsdal

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins, fara fram í Herjólfsdal dagana 9.-10. ágúst. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir geta tekið þátt og sýnt stuðning við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Styrkleikunum ganga þátttakendur með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Gengið er í hring í kringum tjörnina í Herjólfsdal, að gamla […]

Sjötíu keppendur í 16 flokkum

Meistaramót GV fór fram í nýliðinni viku. 70 keppendur voru skráðir til leiks í 16 flokkum, þarf af 11 í meistaraflokki karla og 5 í meistaraflokki kvenna. Veðrið lék við keppendur alla 4 keppnisdagana þó að stundum hafi verið vindasamt. Örlygur Helgi Grímsson, 15 faldur klúbbmeistari GV hóf mótið best allra og kom í hús […]

Skora á stjórnvöld að endurskoða málið

Hofnin TMS 20220630 084235 La 25

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri ákvörðun stjórnvalda að knýja í gegnum Alþingi með fordæmalausum hætti lagabreytingu um stórfellda hækkun á veiðigjaldi, þvert á aðvaranir fjölda fagaðila hjá hinu opinbera, sveitarfélaga, sérfræðinga og atvinnulífsins. Svona hefst ályktun Útvegsbændafélags Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um veiðigjald. Enn fremur segir í ályktuninni að með […]

Forvarnir í forgrunni á Þjóðhátíð: „Er allt í lagi?“

Þjóðhátíðarnefnd hefur síðastliðin ár staðið á bak við forvarnarverkefni á borð við Bleika fílnum, Sofandi samþykkir ekkert og Verum vakandi. Í ár verður engin breyting þar á og mun nefndin standa fyrir átaki undir yfirskriftinni „Er allt í lagi?“. Átakið byggir á einföldum en áhrifaríkum skilaboðum sem hvetja gesti til að sýna ábyrgð, bæði gagnvart […]

Höggin látin dynja á landsbyggðinni

Í ljósi síðustu viðburða í stjórnmálum ætla ég að birta grein sem ég skrifaði í Bæjarlífið í Morgunblaðinu í apríl sl. Allt snerist um tímann sem umræða um hækkun veiðigjalda tók á Alþingi, fréttalið RÚV með skeiðklukku í hendi en aldrei rætt um efnisatriði. Þó forsætisráðherra hafi andstyggð á einhverjum fjórum eða fimm fjölskyldum úti […]

Eyjasýn ehf. á tímamótum

Á aðalfundi Eyjasýnar ehf. í maí sl. var kosin ný stjórn og í henni sitja Guðmundur Jóhann Árnason, Sigurbergur Ármannsson og Sara Sjöfn Grettisdóttir. Í varastjórn eru Ólafur Elísson og Helga Kristín Kolbeins. Guðmundur er verkefnisstjóri mannauðs- samfélags- og umhverfismála hjá Ísfélaginu. Sigurbergur er útgerðarstjóri Bylgju VE og Sara Sjöfn, eigandi Póleyjar þekkir vel til […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.