Áherslan á virkni og hæfingu í stað vinnu og hæfingu

Heimaey Kerta

Heimaey – vinnu- og hæfingarstöð var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Silja Rós Guðjónsdóttir, Björg Ólöf Bragadóttir og Þóranna Halldórsdóttir fóru yfir vinnu starfshóps á vegum fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna endurskoðunar á starfsemi Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöð. Markmiðið með endurskoðuninni er að efla Heimaey sem hæfingarstöð með áherslu á starfs- og […]

Árekstur á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar

20250908 125553

Í hádeginu í dag varð umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar þegar tveir pallbílar lentu í nokkuð hörðum árekstri. Á gatnamótunum eru umferðarljós. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að það sem vitað sé á þessari stundu er að talsvert eignatjón er á bifreiðum og minniháttar meiðsli. „Vinna stendur […]

Allskonar fólk

MyndGJÁ

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég  held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar […]

Baldur hefur siglingar á mánudag

Herjólfur IV mun sigla til Hafnarfjarðar næstkomandi sunnudag þar sem hann verður tekinn í slipp. Framundan er reglubundið viðhald og yfirferð á skipinu, sem tryggir áfram öruggar og áreiðanlegar siglingar milli Vestmannaeyja og landsins. Á meðan Herjólfur er í slipp tekur ferjan Baldur við áætlunarferðum og mun hefja siglingar á mánudaginn n.k. (meira…)

Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk íþróttahéraða á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Fundað var í Vestmannaeyjum. Fram kemur í frétt á umfi.is að markmiðið með fundinum hafi verið að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega. „Þetta var fyrsti samráðsfundur íþróttahéraða á […]

Yfir 2000 lundapysjur skráðar

Þegar þessi frétt er skrifuð um klukkan 13.00 er búið að skrá 2079 lundapysjur í pysjueftirlitið á lundi.is. Mikið magn virðist vera að fljúga á bæinn um þessar mundir. Fram kemur á Facebook-síðu eftirlitsins að af 784 pysjum sem vigtaðar hafi verið er meðalþyngd þeirra aðeins 243 grömm. Þar segir jafnframt að ekki sé að […]

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

lotto

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag – rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, valdi sjálfsval og hélt […]

Gott að búa í Vestmannaeyjum þegar árin færast yfir

Ég hef stundum verið að hugsa um það að undanförnu hve þægilegt það er að vera eldri borgari í Vestmannaeyjum. Reyndar var þetta orðalag, „eldri borgari“ aldrei notað hér á árum áður, heldur alltaf talað um gamalmenni og alltaf haldin sérstök skemmtun árlega sem bar heitið Gamalmennaskemmtunin. En svo þótti einhverjum þetta orð niðrandi og þá […]

Tilkynning vegna Lundaballs 2025

DSC_2448

Dagsetning Lundaballsins 2025 er óbreytt þann 27. september n.k.  Borið hefur á því að fölir einstaklingar hafa komið að máli við forsvarsmenn Lundaballsins 2025 og spurt þá hvort þeir hyggist virkilega halda ballið í lok septembermánaðar. Hvort ekki sé öruggara að fresta ballinu í a.m.k. 2 mánuði ef ekki lengur vegna þeirrar gríðarlegu vinnu og […]

Lítil breyting á íbúaþróun í Eyjum í sumar

folk

Í dag, 1.september eru 4762 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4765 talsins. Það var í byrjun júlí. Þær tölur voru byggðar á skráningu Þjóðskrár. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.