Meðaltekjur hækka verulega á milli ára

Nítján fyrirtæki í Vestmannaeyjum voru Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Eru það um 5% skráðra fyrirtækja í Eyjum. Fyrirtækin á listanum í ár juku meðaltekjur sínar um 12% milli 2022 og 2023 og um 32% árin þar á undan. Þá jókst meðalrekstrarhagnaður þessara fyrirtækja um 183%. Munar þar mestu um mikla aukningu rekstrarhagnaðar hjá ÍV fjárfestingafélagi […]

Terra tekur yfir sorpið

Þann 1. desember, tók Terra formlega við þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ, sem áður var í höndum Kubbs. Samningurinn nær til þjónustu við heimili og stofnanir bæjarins, auk reksturs móttökustöðvar og þjónustu við grenndarstöðvar. Þetta nýja verkefni markar tímamót og felur í sér fjölmörg tækifæri til að lyfta úrgangsmálum Vestmannaeyja á hærra plan. Fyrirtækið hefur miklar væntingar […]

Bíða af sér veðrið

20221101 121730

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni. „Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við […]

Bestu tölur laugardagsins

Peninga

Margir voru eflaust ánægðir með tölurnar sem litu dagsins ljós síðastliðið laugardagskvöld en tveir miðaeigendur í Lottóinu voru þó alveg sérlega ánægðir þegar þeir sáu að tölurnar sem þeir höfðu á Lottómiðum sínum væru þær sömu og komið höfðu upp í útdrætti kvöldsins. Lottópotturinn, sem var þrefaldur og innihélt fyrsta vinning upp á rétt tæpar […]

Orgelsjóður Landakirkju

Orgel 2020

Fyrsta orgel Landakirkju var gefið af dönskum kaupmanni, Johan Peter Thorkelin Bryde, og var það svokallað harmoníum. En það er orgel sem myndar tón á svipaðan hátt og harmonikka. Það er fótstigið til að mynda loft fyrir raddirnar. Það orgel er að finna á Byggðasafninu í Vestmannaeyjum. Árið 1896 var orgel Sigfúsar Árnasonar, fyrsta organista […]

Gjafasöfnun fyrir jólin

Foreldramorgnar Landakirkju, í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja standa nú fyrir gjafasöfnun fyrir þá sem þurfa á stuðningi að halda yfir jólin. Fólk er hvatt til þess að kaupa aukagjöf fyrir jólin í ár og koma henni fyrir undir jólatréinu á Bókasafninu. Prestar Landakirkju munu í framhaldinu sjá um að koma gjöfunum í hendur þeirra sem […]

Gular viðvaranir í gildi

Gul Vidv 021224

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi.  Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörun frá Herjólfi […]

Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkó – myndir

DSC 3983

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács sungu. Þá sögðu Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur Örn Jónsson prestur nokkur orð. Það kom svo í hlut Móniku Hrundar […]

Nýr orgelsjóður og 100 ára afmæli KFUM

Sunnudaginn 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður nýr orgelsjóður kynntur til leiks í guðsþjónustunni kl. 13.00. Matthías Harðarson formaður sjóðsins mun kynna sjóðinn fyrir kirkjugestum og fólki gefst færi á að skrá sig í áskrift hjá sjóðnum á staðnum, en einnig verður hægt að skrá sig seinna og fá nánari upplýsingar hjá Matthíasi. Þann 30. […]

Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni

Hildur Solv Ads

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að […]