Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.  Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang […]

Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

DSC 4101

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]

Sjómannadagurinn: Dagskrá dagsins

Sjómannafjör

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11.00 með dorgveiðikeppni. Á sama tíma opnar bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Eftir hádegi er svo sjómannafjör á Vigtartorgi og um kvöldið færist fjörið upp í Höll. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins. 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar o.fl. 11-15 Akóges: […]

Golfmót, bílasýning og stórtónleikar

DSC_2474

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar heldur áfram í dag. Dagskrá dagsins hófst snemma í morgun með sjómannagolfmóti Ísfélagsins. Klukkan 16.00 verða blóm lögð að minnisvarðanum á Skansinum. Milli klukkan 16-18 verður svo Bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Í kvöld klukkan 21.00 verða svo stórtónleikar í Höllinni þar sem Nýdönsk spilar. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast […]

Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju

Sunnudaginn 8. júní nk. kl. 17:00 heldur Kór Vídalínskirkju úr Garðabæ tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum.  Með á tónleikunum verður Kór Landakirkju og munu kórarnir syngja saman nokkur lög undir stjórn kórstjóranna, Jóhanns Baldvinssonar og Kitty Kovács.  Á efnisskránni verða þekkt íslensk kórlög, m.a. lög úr ferð kórsins til Ungverjalands síðastliðið sumar, en einnig nýrri lög […]

Leikskólastarfsmaður sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Yfir_eyjar_20200727_173620_TMS

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV í dag. Þar segir enn fremur að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og er til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar sem og hjá mannauðsstjóra bæjarins. Haft er eftir […]

Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]

Sumarlesturinn hafinn á Bókasafni Vestmannaeyja

Sumarlestur bókasafnsins hófst formlega síðastliðinn laugardag með heimsókn Gunnars Helgasonar rithöfunds. Gunnar mætti og spjallaði við börn og fullorðna um starf sitt sem rithöfundur, ásamt því að kynna nýjustu bók sína sem er ekki enn komin með titil. Tilgangur sumarlestursins er fyrst og fremst að hvetja börn til að halda áfram að lesa yfir sumarmánuðina, […]

Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nú fer senn að líða að lokun líkamsræktarstöðvarinnar Hressó sem staðsett er á Strandvegi 65 og í íþróttahúsinu. Hressó (Strandvegi) mun skella í lás þann 31. maí og litla Hressó (íþróttamiðstöðinni) þann 30. maí. Í kjölfar þessarar fregna á sínum tíma ákvað Vestmannaeyjabær að auglýsa eftir umsóknum um rekstur nýrrar heilsuræktar ásamt uppbyggingu nýrrar heilsuræktar. Tvær umsóknir bárust um verkefnið, annars […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.