Taka Hrekkjavökuna alla leið

Nú er Hrekkjavakan að ganga í garð og margir byrjaðir að skreyta húsin sín með graskerum og ógnvekjandi skrauti til að fagna komandi degi. Það eru þó ekki allir jafn metnaðarfullir og hjónin Íris Sif og Einar Birgir, en segja má að þau taki Hrekkjavökuna alla leið. Þau leggja mikinn metnað í undirbúning og skreytingar og er […]
Samið um vinnslubúnað í sláturhús

Laxey og Baader á Íslandi hafa gert með sér samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxeyjar fyrir landeldislax. Fram kemur í tilkynningu að Baader, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði fyrir laxavinnslu, sé þekkt fyrir lausnir sem hannaðar eru með gæði framleiðslu og dýravelferð í huga. Þessi nálgun gerir […]
Konunglegt teboð og flottir hattar

Það var konunglegt teboðið í Safnahúsinu í dag þar sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gáfu tóninn í söng og tali. Bryggjan í Sagnheimum var þétt setinn og stærsti hlutinn konur sem mættar voru til að komast í örlitla snertingu hátignir í Evrópu, einkum þau dönsku og ensku. Margar konurnar fóru alla leið og mættu […]
Sannarlega komið að endurnýjun flotans

Ólafur Helgi aðstoðarforstjóri – Sameining og hagræðing: Allmiklar breytingar hafa orðið á rekstri útgerðarinnar frá því að ákvörðun var tekin um smíði Sigurbjargar ÁR. Ólafur Helgi Marteinsson er í dag aðstoðarforstjóri Ísfélagsins en var framkvæmdastjóri Ramma áður en félögin sameinuðust: „Upphaflega var nýja skipið hugsað sem bæði humar- og bolfiskveiðiskip og var því ætlað að vera […]
Samstarf á sviði endurhæfingar

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fjallaði um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins á fundi sínum í vikunni. Á fundinum var kynning á samstarfi þjónustukerfa á sviði endurhæfingar og væntanlegum samstarfsamningi milli samstarfsaðila. Óskað er eftir að Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fái umboð til að undirrita samning um samstarf á sviði endurhæfingu á grundvelli yfirlýsingar dags. 15. febrúar […]
Þakka langvarandi stuðning og vináttu

Nú liggur fyrir að ég verð ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember nk. Ég verð heldur ekki á öðrum framboðslistum, þrátt fyrir boð um örugg þingsæti. Eðlilega er ég þakklátur fyrir slík boð, af þeim er heiður og virðing fyrir því sem ég hef staðið fyrir. Ég vil þakka öllum sem […]
Hey. Ekki láta kellinguna ná tökum á þér, vertu dama

Dömukvöld ÍBV handbolta verður haldið í golfskálanum föstudaginn 8. nóvember. Miðasala er hafin. Það var uppselt í fyrra þannig að best er að hafa hraðar hendur. Mætið í Heimadecor og kaupið miða. Þvílíkt flott dagskrá og maturinn, maður lifandi, eins og Káti myndi segja. Karlar, ef þið getið lesið þetta, (Pisa könnun) þá peppið þið […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Miðhálendinu. Á Suðurlandi tekur viðvörunin glildi á morgun, 25 okt. kl. 06:00 – 10:00. Í viðvörunarorðuym segir: Suðaustan 13-20 m/s, hvassast vestantil, t.d. í Grindavík, með vindvhiðum að 30 m/s þar. ATH. Lílkur á snjókomua eða slyddu á Hellisheiði og […]
Allir í bleiku

Bleiki dagurinn er í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu að á Bleika deginum séu allir hvattir til að vera bleik – fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu. Létu sitt […]
M.is er opið öllum! ..eða opinn öllum?

Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Árnastofnun kynna nýjasta skriffærið í pennaveskjum landsmanna: íslenskuvefinn m.is sem er nú opinn öllum eftir fyrsta fasa þróunar. M.is er sérsniðinn að þörfum yngra fólks og þeirra sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Markmið hans er að gera orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri og þá sérstaklega með […]