Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna. Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang […]
Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]
Sjómannadagurinn: Dagskrá dagsins

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11.00 með dorgveiðikeppni. Á sama tíma opnar bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Eftir hádegi er svo sjómannafjör á Vigtartorgi og um kvöldið færist fjörið upp í Höll. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins. 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar o.fl. 11-15 Akóges: […]
Golfmót, bílasýning og stórtónleikar

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar heldur áfram í dag. Dagskrá dagsins hófst snemma í morgun með sjómannagolfmóti Ísfélagsins. Klukkan 16.00 verða blóm lögð að minnisvarðanum á Skansinum. Milli klukkan 16-18 verður svo Bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Í kvöld klukkan 21.00 verða svo stórtónleikar í Höllinni þar sem Nýdönsk spilar. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast […]
Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju

Sunnudaginn 8. júní nk. kl. 17:00 heldur Kór Vídalínskirkju úr Garðabæ tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Með á tónleikunum verður Kór Landakirkju og munu kórarnir syngja saman nokkur lög undir stjórn kórstjóranna, Jóhanns Baldvinssonar og Kitty Kovács. Á efnisskránni verða þekkt íslensk kórlög, m.a. lög úr ferð kórsins til Ungverjalands síðastliðið sumar, en einnig nýrri lög […]
Leikskólastarfsmaður sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV í dag. Þar segir enn fremur að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og er til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar sem og hjá mannauðsstjóra bæjarins. Haft er eftir […]
Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]
Sumarlesturinn hafinn á Bókasafni Vestmannaeyja

Sumarlestur bókasafnsins hófst formlega síðastliðinn laugardag með heimsókn Gunnars Helgasonar rithöfunds. Gunnar mætti og spjallaði við börn og fullorðna um starf sitt sem rithöfundur, ásamt því að kynna nýjustu bók sína sem er ekki enn komin með titil. Tilgangur sumarlestursins er fyrst og fremst að hvetja börn til að halda áfram að lesa yfir sumarmánuðina, […]
Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nú fer senn að líða að lokun líkamsræktarstöðvarinnar Hressó sem staðsett er á Strandvegi 65 og í íþróttahúsinu. Hressó (Strandvegi) mun skella í lás þann 31. maí og litla Hressó (íþróttamiðstöðinni) þann 30. maí. Í kjölfar þessarar fregna á sínum tíma ákvað Vestmannaeyjabær að auglýsa eftir umsóknum um rekstur nýrrar heilsuræktar ásamt uppbyggingu nýrrar heilsuræktar. Tvær umsóknir bárust um verkefnið, annars […]