Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]
Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra

Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]
Niðurgreiðsla ríkisins hækkar

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur […]
Jóný hannar Hljómeyjarplattann

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. […]
80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]
Stóra Lundaballið

Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og Elliðaey. Það er einlæg ósk […]
Lögreglan – Fjölmenn æfing á morgun

„Kæru íbúar. Á morgun, þriðjudag gætu bæjarbúar orðið varir við aukinn fjölda viðbragðsaðila á ferð um bæinn en það er tilkomið vegna fjölmennrar æfingar,“ segir í nýlegri Fésbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Langoftast verða bæjarbúar ekki varir við þjálfun viðbragðsaðila en reglulega eru haldnir stærri æfingardagar sem er liður í því að vera í stakk búinn […]
Styðja við varðveislu menningarverðmæta

Vestmannaeyjabær og Stóra sviðið hafa gert með sér samstarfssamning vegna Eyjatónleika sem hafa það m.a. að markmiði að halda utan um þau miklu menningarverðmæti sem Eyjalögin eru. Samningurinn var undirritaður 4. október sl. af Guðrúnu Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafi Guðmundssyni fyrir hönd Stóra sviðsins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Kára Bjarnasyni, safnstjóra Safnahúss. Þetta kemur […]
Dýpkun að hefjast í Landeyjahöfn

„Það þarf á fjarlægja milli 5.000-10.000 m³ úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0m.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um hvernig staðan sé á dýpi í Landeyjahöfn. Álfsnes, dýpkunarskip Björgunar hóf dælingu í höfninni í gær en þurfti samkvæmt heimildum Eyjafrétta að hætta dýpkun vegna bilunar og kom […]
Unnu rúmar 5 milljónir

Tveir tipparar gerðu sér lítið fyrir og voru með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Annar tipparinn keypti kerfisseðil með sex tvítryggðum leikjum sem kostaði 390 krónur og skilaði vinningi uppá 5,3 milljónir króna. Hinn tipparinn keypti venjulegan seðil þar sem hann tvítryggði líka sex leiki og kostaði miðinn 832 krónur. Vinningurinn sem […]