Rísum hærrra

landakirkja_safnadarh.jpg

Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudag 2. október, kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Þar munu  nokkrar konur segja frá því helsta sem þær heyrðu og sáu á ráðstefnu um síðustu helgi, en yfirskrift  ráðstefnunnar var Rísum hærra. Þóranna  er nýkomin heim frá Kirgistan og Úsbekistan og mun hún segja nokkur orð um ferðina, en meira um það seinna. Allar konur eru […]

Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Oli Joi Pn

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]

Sigurgeir og sonardóttirin slá saman

Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur […]

39 umsóknir bárust

Herj 24 IMG 6188

Nýverið rann út umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í auglýsingunni kom fram að farið verði með umsóknir sem trúnaðarmál. Páll Scheving, stjórnarformaður félagsins staðfesti við Eyjafréttir að 39 umsóknir hefðu borist. Hann sagði að ástæða þess að stjórnin byði upp á trúnað til umsækjenda væri sú að það gæti hvatt fleiri áhugasama einstaklinga í […]

Lundasumarið 2024

Lundi

Ég hafði velt því fyrir mér að undanförnu, hvort ég ætti kannski að gera bara upp sumarið með því að setja inn nokkur myndbönd af þúsundum lunda í fjöllum og úteyjum í sumar og með þessu eina orði: Takk. En að sjálfsögðu þarf ég að koma að ýmsu öðru. Lundasumarið var alveg frábært og lundinn […]

Kvenfélagið Heimaey gefur til HSU í Eyjum

hsu_nordan_0322

Nýverið færðu heiðurskonurnar í Kvenfélaginu Heimaey í Vestmannaeyjum sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum blóðtökuvagn. Sagt er frá þessu á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að svona færanlegur vagn létti starfsmönnum vinnuna við nálauppsetningar og blóðtöku m.a. þar sem allt sem til þarf er á einum stað og kemur sér einstaklega vel. Heildarandvirði gjafarinnar er 368.280 kr. […]

Frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Karl Smári Hreinsson Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Útgefandi er þarlent forlag, La Croisée des Chemins. Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á […]

Geðlestin á ferð í Eyjum

DSC 2084

Í tilefni af Gulum september ferðast landssamtökin Geðhjálp um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni. Núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar […]

HS Orka tryggir orku til Eyjamanna

Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur […]

Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyja­menn unnu sannfærandi sig­ur á Fjöln­i, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk,  Sigtryggur […]