Þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum

Image0 (6)

Árlegur fundur strandgæslna á Norðurlöndum fer fram í dag í Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er fundurinn haldinn á Íslandi að þessu sinni. Fundað var í Finnlandi í fyrra og í Noregi á næsta ári. „Það þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni enda er saga Landhelgisgæslunnar tengd […]

Afkomendur Guðlaugar Pétursdóttur gefa til Hollvinasamtaka Hraunbúða

HH IMG 6234

Í gær afhentu systkinin Pétur, Guðrún og Jóhann – fyrir hönd afkomenda Guðlaugar Pétursdóttur – Hollvinasamtökum Hraunbúða gjafabréf að upphæð 1.700.000,-. Gjafabréfið er gefið til minningar um Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ og eru gefendur Guðrún Rannveig, Jónas Sigurður, Pétur Sævar og Jóhann Þór Jóhannsbörn auk maka, barna og barnabarna. Halldóra Kristín Ágústsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Hraunbúða […]

Hann var sjómaður af líf og sál

Anna Lilja segir af fósturföður sínum – Jóhanni Friðrikssyni – Einstakur liðsandi á Breka – Valinn maður í hverju rúmi – Góður þjálfari Jóhann Friðriksson fósturfaðir minn, kallaður Jói, var netamaður á togaranum Breka. Sævar Brynjólfsson, mikil aflakló, var þá skipstjóri og sama áhöfnin á Breka frá 1980 til 1994. Samheldnin var svo mikil að líkja […]

Skammta vatn norðan við Strandveg

HS_veitur_24_20240226_144125

Í dag kom upp bilun í vatnsveitu HS Veitna. Að sögn Ívars Atlasonar, svæðisstjóra vatnssviðs í Vestmannaeyjum varð bilunin í dælustöðinni Landeyjarsandi. Hann segir að búið sé að gera við. „Við erum samt sem áður í vatnsskömmtun norðan við Strandveg. Mjög mikil vatnsnotkun er í bænum og vatnsveitan ræður illa við þetta, með laskaða vatnslögn […]

Að vöruflutningar með strandsiglingum verði efldir

Fraktari Tudra

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur falið Vegagerðinni að greina möguleika og móta aðgerðir til að efla vöruflutninga á sjó meðfram ströndum landsins í stað flutninga á þjóðvegum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Langstærstur hluti vöruflutninga hér á landi fer fram með bifreiðum um þjóðvegi. Álag á vegi hefur aukist hratt á undanliðnum árum, […]

Matur frá Suður-Ameríku, Mexíkó og Bretlandi í brennidepli

:: Hátíð sem skilur eftir sig í markaðssetningu fyrir Vestmannaeyjar til lengri tíma :: Konur í framlínunni – Salka Sól Örvarsdóttir – salka@eyjafrettir.is Frosti Gíslason, verkefnastjóri MATEY Seafood Festival, er hæstánægður með vel heppnaða sjávarréttahátíð sem haldin var í þriðja skiptið dagana 5. til 7. september. Allt hafi gengið að óskum og hann ánægður með þátttökuna. „Við […]

Listaréttir sem Herjólfur hefði notið með sínu fólki

Saltfiskveisla í boði verðlaunakokka í Herjólfsdal: Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta, glampandi sól, iðagrænar brekkur og hamraveggir sem saman mynda það djásn sem Dalurinn er. Þar kom saman hópur föstudaginn 6. september til að smakka á saltfiski sem verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni buðu upp á. Það var fátt sem minnti á okkar hefðbundna saltfisk […]

Makríllinn vonbrigði en góður gangur í síldinni

Enn eru óveidd um 30.000 tonn af 120.000 tonna heildarkvóta Íslendinga í makríl þetta árið. Ekki hefur veiðst makríll síðan í ágúst og nú hefur flotinn snúið sér að veiðum á norsk-íslensku síldinni og hafa veiðar gengið vel. „Makrílinn endaði þannig að við veiddum tæp 10.000 tonn og áttum eftir um 5500 tonn. Veiðin var […]

Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]

Herjólfslundur og haustskammdegið

20240801_221926

Fyrir liggur að Lundaballið og litlu jólin í Barnaskólanum hafa verið sameinuð og allir fá epli og annað góðgæti í veislunni. Haustið færist nú yfir og þá er mikilvægt að lundin sé létt. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Með tilmælum ÍBV íþróttafélags og veglegum fjárstuðningi bæjaryfirvalda hefur nú verið ákveðið að gangsetja […]