Vinningshafa vísað frá sölustað

Hann þurfti aðeins að hafa fyrir hlutunum rúmlega sjötugi maðurinn sem var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti vinningsmiðann á N1 við Borgartún en lét athuga á öðrum sölustað, nokkrum dögum seinna, hvort vinningur leyndist á miðanum. Þegar Lottókassinn sendi frá sér vinnings-fagnaðarlætin sem alla spilara dreymir um að […]

Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]

Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]

Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]

Ljóðleikar Þórhalls Barðasonar

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. september kl. 20:00 í Einarsstofu mun Þórhallur Helgi Barðason bregða á leik ásamt hljómsveit, Karlakór, organista og tveimur atvinnu upplesurum. Lesið verður upp úr verkum Þórhalls, þar á meðal úr nýjustu bók hans: Um yfirvegaðan ofsa. Bókin verður til sölu á staðnum og verður árituð fyrir hálft orð. Þetta er útgáfu hóf. […]

Frá Herjólfi yfir til Laxey

Hörður Orri Grettisson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri Laxey. Hörður Orri er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið meistaragráðu í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja sem forstöðumaður hagdeildar, […]

Borað eftir sjó og eigin vatnsframleiðsla

Allur úrgangur nýttur sem áburður Í Viðlagafjöru eru risin fjögur af átta lokuðum kerjum sem verða  klár í lok október. Öll verða sandblásin að innan og er sú vinna hafin. Loks verða kerin húðuð að innan með til þess gerðu efni. Byrjað er á minni kerjum  sem seiðin eru í stuttan tíma áður en eldið hefst […]

Árgangur 1958 kann að skemmta sér

Árgangur 1958 í Vestmannaeyjum er að sjálfsögðu besti Eyjaárgangurinn frá upphafi. Hittust á árgangsmóti um helgina og hófst fjörið í Zame krónni á föstudagskvöldið. Þar skemmtu sér allir eins og enginn væri morgundagurinn. Lundapysja gerðist boðflenna og að sjálfsögðu vakti hún mikla athygli. Seinni partinn á laugardeginum hittust þau á Brothers Brewery og þaðan var […]

Breytt skipulag staðfest þrátt fyrir mótmæli nágranna

Tolvun Ads 24

Erindi um breytt deiliskipulag miðbæjar, 2. áfanga vegna uppbyggingar við Strandveg 51 var lagt fram til samþykkis á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Eitt athugasemdabréf barst vegna málsins. Lögð var fram greinargerð vegna athugasemda við tillögu að breyttu deiliskpulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi við Strandveg 51. Eftirfarandi samantekt tilgreinir viðbrögð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar við […]

Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli

Sandsili Ads Hafro

Þann 30. ágúst lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár var mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi (mynd 1), en sandsíli hefur verið vaktað frá árinu 2006. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða. […]