Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli […]
Gjaldfrjáls námsgögn og tvöfalt fjármagn til námsgagnagerðar

Fjárframlag til námsgagnagerðar tvöfaldast og námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema fram að 18 ára aldri. Aðgerðirnar eru liður í heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna og menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Nýtt frumvarp um námsgögn hefur verið samþykkt af ríkisstjórn til fyrirlagningar á Alþingi. Ein af áherslum menntastefnu stjórnvalda er að í boði séu fjölbreytt námsgögn sem […]
Fleiri hús á ljósleiðaranet Eyglóar

Enn bætast við hús á ljósleiðaranet Eyglóar. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að eftirfarandi hús séu nú tilbúin til tengingar á ljósleiðaraneti Eyglóar. Íbúar þessara húsa geta nú haft samband við þá Internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Illugagata 4 Illugagata 6 Illugagata 7 Illugagata 8 Illugagata […]
Öldungar á Þjóðhátíð

„Ef ég hefði verið lengur þá hefði strætó bara hætt að ganga“ Í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi var haldin þjóðhátíð 2. ágúst 1874 í höfuðborginni. Danakonungur kom þá meðal annars í heimsókn og var Íslendingum færð ný stjórnarskrá. Sama dag var lélegt sjólag og Eyjamönnum ekki kleift að komast upp á land og […]
Úlli open: Um 900.000,- til Krabbavarnar

Í gær fór fram styrktar-golfmótið “Úlli open” við frábærar aðstæður á golfvellinum hér í Eyjum. „Þetta er styrktarmót í minningu Gunnlaugs Úlfars Gunnlaugssonar, Úlla okkar. Mótið hefur verið haldið frá 2020, en þá var þetta minningarmót um Úlla, en síðan höfum við haldið það á hverju ári, sem styrktarmót fyrir Krabbavörn í Vestmannaeyjum, í minningu […]
Eftirminnileg Herjólfsferð – myndir

Það var eftirminnileg ferð fyrir erlendu ferðamennina sem fóru frá Eyjum með Herjólfi í gær. Um borð voru 17 lundapysjur sem var sleppt til þeirra frelsis á miðri leið.. Túristarnir stilltu sér upp og fylgdust með af athygli og mynduðu eins og okkar maður, Óskar Pétur Friðriksson. Í bakaleiðinni var Óskari boðið upp í brú […]
Pattaralegar pysjur þetta árið

„Nú hafa 2106 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið. Þar af hafa 745 þeirra verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 310 grömm. Það er mjög góð meðalþyngd, þó að hún hafi farið aðeins niður á við síðustu daga. Endilega skráið pysjurnar sem þið finnið inn á lundi.is. Það tekur örskamma stund og einfaldast að gera það í […]
Saga af Þorsteini Inga bróður og fleirum

-Árni Sigfússon rifjar upp flutning til Reykjavíkur – Hann er höfundur þjóðhátíðarlagsins 1978, Ágústnótt og á textann líka Hér er minning um prófessorinn og bróður minn Þorstein Inga. Hún tengist flutningi okkar frá Eyjum og fyrsta árinu í Reykjavík. Við fjölskyldan fluttum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þegar ég var 12 ára gamall, um sumarið 1969. Þorsteinn Ingi […]
Vísurnar hans Inga Steins

„Það er mér sannur heiður að standa hér með bókina, Vísurnar hans pabba, en textann skrifaði ég sjálfur en ljóð og og vísur eru eftir pabba sjálfan. Inga Stein Ólafsson sem fæddist í Eyjum 22. apríl 1942 og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. desember 2022,“ sagði Friðþór Vestmann Ingason, sonur Inga Steins og Guðnýjar Stefaníu […]
Að nálgast 2000 pysjur

Lundapysjutíminn stendur nú sem hæst og má búast við töluverðum fjölda pysja í byggð næstu nætur. Á facebook-síðu Pysjueftirlitsins er sýnt graf þar sem má sjá fjölda pysja á dag , sem skráðar hafa verið inn í pysjueftirlitið á lundi.is. Einnig sýnir það meðalþyngd pysjanna hvern dag. Þar er líka lína sem sýnir meðalþyngd pysja […]