Bjórtjöldin fokin inni í Dal

Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Dal fuku í óveðrinu í Herjólfsdal í nótt. Verið er að vinna að því að koma þeim upp aftur. „Þetta fauk bara til hliðar og annað fjaldið fauk aðeins lengra, en við erum búnir að týna þetta allt saman og erum bara að meta svona hvernig við eigum […]
Stolt siglir fleyið mitt

Í vor tók stjórn Herjólfs ohf. þá ákvörðun að fjölga ferðum Herjólfs úr sjö í átta á tímabilinu 1. Júlí til 11. Ágúst til að svara vaxandi eftirspurn en farþegum og bílum hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár. Dregið úr biðlistavanda Við heimamenn höfum undanfarin ár fundið vel fyrir aukinni sumarumferð með ferjunni með tilheyrandi […]
NovaFest færir út kvíarnar

Undanfarin ár hafa tónleikar Nova farið fram í portinu hjá 900 Grillhúsi og hefur þar skapast skemmtileg hátíðarstemning með tónlist og viðburðum allan daginn. Nú færir Nova út kvíarnar, niður á bílastæðið í eigu Ísfélags við Miðstræti og verða þar settir upp stærðarinnar NovaFest tónleikar ásamt borðum og bekkjum og lokað verður fyrir umferð á […]
Eyjakona nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Breiðablik hefur ráðið Eyjamærina Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Tanja er dóttir þeirra Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur og Tómasar Jóhannessonar. Tanja er lögfræðingur að mennt og hefur undanfarin misseri stundað nám við forystu og stjórnun samhliða vinnu. Tanja kemur frá TM tryggingum þar sem hún hefur starfað frá 2016 meðal annars við lögfræðiþjónustu og viðskiptaþróun. […]
Mikið þjóðhátíðarúrval í Miðstöðinni

Ný og endurbætt verslun Miðstöðvarinnar býður upp á mikið úrval þjóðhátíðarvara. Allt frá gömlu góðu Thermos brúsunum og nammi fyrir börnin, yfir í teppi í tjöldin og kælibox á hjólum fást í versluninni. „Það er búið að vera nóg að gera, sérstaklega í málningunni. Svo erum við selja dúkana í tjaldið og plastið í loftið, […]
Nytsamar þjóðhátíðarvörur í Skipalyftunni

Ómar Björn Stefánsson í verslun Skipalyftunnar fór með okkur yfir þjóðhátíðarúrvalið í versluninni. Fjölmargar vörur fást þar fyrir tjaldið, svo sem grasteppi í tveimur breiddum og nóg af tjaldhælum. Veðurstofa Íslands spáir nú úrkomu alla helgina og virðist sem það eigi eftir að rigna linnulaust. Verslun Skipalyftunnar býr svo vel að en hún á nóg […]
Aukaferðir Strætó bara í aðra áttina fyrir Þjóðhátíð

Strætó hefur sett upp 21 aukaferð yfir Þjóðhátíðina, en þær eru aðeins hugsaðar fyrir farþega sem eru á leið til Eyja. Á heimasíðu strætó (straeto.is) segir um aukaferðirnar: „Allar aukaferðir eru skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi en þær munu einungis stoppa í Mjódd, Hveragerði, N1 Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Landeyjahöfn.“ Samkvæmt upplýsingum frá Strætó […]
Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]
Breytingar á umferðarskipulagi

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 2. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja […]
Gul viðvörun á Suðurlandi

Gul viðvörun gengur í gildi klukkan 6 í fyrramálið á Suðurlandi og gengur úr gildi á miðnætti vegna austan og suðaustan 10-18 m/s með vindhviðum allt að 30 m/s. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hvassast verði í nágrenni fjalla og að varasamt sé fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólk því […]