FÍV – Fleiri tækifæri til náms í heimabyggð

Á nýliðinni haustönn voru tæplega 80 fleiri nemendur í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en önnina á undan. Alls um 280 nemendur á 11 mismunandi brautum og í 82 áföngum. Tæplega 59% umsækjenda á haustönn voru í iðn- og verknám og 36% nemenda sem komu beint úr grunnskóla sóttu um í iðn- og verknámi eða 21 nemandi […]
Upphitun undir gervigrasið á Hásteinsvelli – fjárfesting í framtíð barna og samfélags

Framundan eru stórar framkvæmdir sem munu hafa mikil áhrif á íþróttastarf og samfélagið í Vestmannaeyjum. Lagning gervigrass á Hásteinsvöll er löngu tímabær og mikilvæg, en hún má ekki vera hálfkláruð. Að sleppa því að leggja hitalagnir undir völlinn núna væri skammsýn ákvörðun sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað og minni nýtingu í […]
hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]
Slippurinn tekur sitt síðasta tímabil

Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar. Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Þegar við stofnuðum Slippurinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil […]
Norðlæg átt um áramót

Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi. Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan […]
Hitamál

Hinn ágæti formaður ÍBV Íþróttafélags, Hörður Orri Grettisson, vandar um við okkur í bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna ákvörðunar um að leggja ekki hitalagnir undir væntanlegt gervigras á Hásteinsvelli. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt – en okkur þykir verra þegar formaðurinn gefur í skyn að við höfum tekið þessa ákvörðun út í loftið og án þess […]
Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út

Stormur hefur geysað á landinu sunnan- og vestanverðu síðan í gærkvöldi. Enn er í gildi appelsínugul viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til miðnættis. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að veðrið haldi áfram að gera okkur skráveifu þessi jólin og nú undir hádegið var Björgunarfélag Akraness kallað út vegna báts í Akraneshöfn sem var […]
Gleðileg jól

Stjórn, starfsfólk og eigendur Eyjasýnar óska lesendum sínum, Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. (meira…)
Jólin í Landakirkju

Um jólin er kirkjusókn landsmanna ávallt með mesta móti. Dagskrá Landakirkju yfir jólin er þannig: Aðfangadagur jóla, 24. desember kl. 14.00: Bænastund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Kl. 18.00: Aftansöngur á jólum. Kl. 23.30: Miðnæturmessa á jólum. Jóladagur, 25. desember kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta með Lúðrasveit Vestmannaeyja. Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annar dagur jóla, 26. desember kl. […]
Viðvörunin orðin appelsínugul

Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir sínar fyrir næstu daga. Nú er komin appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Á Suðurlandi tekur appelsínugul viðvörun gildi kl. 20:00 á aðfangadagskvöld og er hún í gildi til kl. 17:00 á jóladag. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-25 m/s og dimm él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, […]