Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn

Óskar og Þóra

Óskar Matthíasson, skipstjóri, útgerðarmaður og margfaldur aflakóngur (1921-1992) réðist í það stórvirki árið 1959, ásamt Sigmari Guðmundssyni stjúpföður sínum, að láta smíða nýjan tæplega 100 tonna stálbát í Austur-Þýskalandi. Þeir höfðu áður gert út trébátinn Leó VE 294. Nýi báturinn fékk nafnið Leó VE 400 og varð mikið aflaskip. Hann varð þrisvar sinnum aflahæsti báturinn […]

Varð fyrsti starfskraftur Einars ríka

Endurminningar Jóns Stefánssonar á Stöðinni bregða upp ljósri mynd af harðri lífsbaráttu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Bæði mannlífi og aðstæðum fólks til sjávar og lands. Jón frá Fagurhól í Vestmannaeyjum kom víða við á ævinnu. Hann var strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, ritstjóri og loftskeytamaður og þekktur sem Jón á Stöðinni. Hann fæddist í […]

Vann 54 milljónir uppi í bústað

Lotto Logo

Það fóru efalaust margir í pottinn í sumarbústöðum landsins um síðustu helgi en fáir voru þó jafn lukkulegir og sá sem vann stóra pottinn í Lottóinu uppi í bústað með kærustunni. Þar var á ferðinni tæplega fimmtugur karlmaður sem nýtti sér tæknina í sveitasælunni til að kaupa Lottómiða í appinu á laugardeginum, enda fyrsti vinningur […]

Loka bæjarskrifstofunum í tvær vikur

IMG_3164

Á vef Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að bæjarskrifstofunum verði lokað dagana 29. júlí – 9. ágúst vegna sumarleyfa. Þar er jafnframt tekið fram að ef erindin séu brýn og þoli ekki bið megi senda tölvupósta á framkvæmdastjóra sveitarfélagsins eða á barnaverndarþjónustu. Sjá nánar. (meira…)

Líflegt í höfninni þrátt fyrir afföll

20240725 145713

Það var líflegt um að litast í höfninni í gær. Tvö farþegaskip höfðu viðkomu en upphaflega stóð til að þau yrðu fjögur. Tvö þeirra, Nieuw Statendam og Balmoral slepptu viðkomu og sigldu framhjá eftir að hafnsögumenn hafnarinnar höfðu farið með skipin útsýnishringi í kringum Heimaey. Í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar segir að þetta sé ótrúlega […]

„Við þurfum góða vegi en líka öfluga fjölmiðla“

Viðtal við Ómar, ritstjóra Eyjafrétta í Austurglugganum fimmtudaginn 18. júlí. Ómar Garðarsson fór út á vinnumarkaðinn í Seyðisfirði síldaráranna. Eftir að síldin brást festi hann rætur í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur síðan ílengst. Hlutirnir þróuðust þannig að hann varð ritstjóri staðarmiðilsins Eyjafrétta. Austurglugginn hitti Ómar og ræddi við hann um starf héraðsfréttablaðamannsins, minningar af […]

Sögusetrið 1627 í Einarsstofu – seinni hluti

Um helgina sem leið bauð Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum upp á dagskrá í Einarsstofu sem tengist Tyrkjaráninu. Nú sýnum við seinni hluta myndbands frá dagskránni en fyrri hlutinn birtist í gær. Upptakan er frá Halldóri B. Halldórssyni.   (meira…)

Fleiri laxahrogn til Laxeyjar

Laxey Hrogn 072024 Cr Png

Laxey tilkynnti um það í byrjun vikunnar að tekið hafi verið á móti þriðja laxahrognaskammtinum hjá fyrirtækinu. Fram kemur á veffréttasíðu Laxeyjar að fyrirtækinu hafi í þetta sinn borist skammtur frá Benchmark Gentics upp á 900 þúsund hrogn. Það sé 75 prósent af heildarframleiðslugetu stöðvarinnar. Þar segir jafnframt að í seiðastöðinni séu núna lífmassi í […]

Það eina sem kom til greina

Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri á Heimaey VE 1 hefur verið til sjós frá unga aldri og í raun aldrei annan starfa haft en sjómennsku síðan hann lauk almennri skólaskyldu fyrir 47 árum síðan. Það er ekki á honum að heyra að hann sé farinn að leggja drög að starfslokum. Það er því ærin ástæða að […]

Loka fyrir umsóknir á tjaldlóðum í fyrramálið

Lokað verður fyrir umsóknir klukkan 10:00 miðvikudaginn 24. júlí til að sækja sér lóð fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með netfangi og lykilorði og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt […]