FÍV – Fleiri tækifæri til náms í heimabyggð

Á nýliðinni haustönn voru tæplega 80 fleiri nemendur í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en önnina á undan. Alls um 280 nemendur á 11 mismunandi brautum og í 82 áföngum. Tæplega 59% umsækjenda á haustönn voru í iðn- og verknám og 36% nemenda sem komu beint úr grunnskóla sóttu um í iðn- og verknámi eða 21 nemandi […]

Upphitun undir gervigrasið á Hásteinsvelli – fjárfesting í framtíð barna og samfélags

Framundan eru stórar framkvæmdir sem munu hafa mikil áhrif á íþróttastarf og samfélagið í Vestmannaeyjum. Lagning gervigrass á Hásteinsvöll er löngu tímabær og mikilvæg, en hún má ekki vera hálfkláruð. Að sleppa því að leggja hitalagnir undir völlinn núna væri skammsýn ákvörðun sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað og minni nýtingu í […]

hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]

Slippurinn tekur sitt síðasta tímabil

Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar. Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Þegar við stofnuðum Slippurinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil […]

Norðlæg átt um áramót

Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi. Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan […]

Hitamál

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Hinn ágæti formaður ÍBV Íþróttafélags, Hörður Orri Grettisson, vandar um við okkur í bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna ákvörðunar um að leggja ekki hitalagnir undir væntanlegt gervigras á Hásteinsvelli. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt – en okkur þykir verra þegar formaðurinn gefur í skyn að við höfum tekið þessa ákvörðun út í loftið og án þess […]

Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út

Bjorgunarsv TMS IMG 2298 La

Stormur hefur geysað á landinu sunnan- og vestanverðu síðan í gærkvöldi. Enn er í gildi appelsínugul viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til miðnættis. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að veðrið haldi áfram að gera okkur skráveifu þessi jólin og nú undir hádegið var Björgunarfélag Akraness kallað út vegna báts í Akraneshöfn sem var […]

Gleðileg jól

Jolatre Radh Lagf

Stjórn, starfsfólk og eigendur Eyjasýnar óska lesendum sínum, Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. (meira…)

Jólin í Landakirkju

Landakirkja Jol TMS IMG 4807

Um jólin er kirkjusókn landsmanna ávallt með mesta móti. Dagskrá Landakirkju yfir jólin er þannig: Aðfangadagur jóla, 24. desember kl. 14.00: Bænastund í Kirkjugarði Vestmannaeyja.  Kl. 18.00: Aftansöngur á jólum.  Kl. 23.30: Miðnæturmessa á jólum. Jóladagur, 25. desember kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta með Lúðrasveit Vestmannaeyja. Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annar dagur jóla, 26. desember kl. […]

Viðvörunin orðin appelsínugul

Vidvorun 231224 2

Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir sínar fyrir næstu daga. Nú er komin appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Á Suðurlandi tekur appelsínugul viðvörun gildi kl. 20:00 á aðfangadagskvöld og er hún í gildi til kl. 17:00 á jóladag. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-25 m/s og dimm él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.