Opnað fyrir bókanir í Herjólf fyrir Þjóðhátíð

Opnað verður fyrir bókanir í Herjólf fyrir dagana í kringum Þjóðhátíðina kl 09:00 í dag, samkvæmt heimasíðu Herjólfs. Farþegar eru hvattir til að tryggja sér pláss með fyrirvara, bæði fyrir sig sjálfa og farartæki ef við á. Hægt er að kaupa miða bæði á heimasíðu Herjólfs og á dalurinn.is. Hér fyrir neðan má sjá siglingaráætlun […]
Dagur einstakra barna

Á morgun, 28. febrúar verður haldin glitrandi dagur þar sem fólk er hvatt til þess að klæðast glitrandi fatnaði eða bera glitrandi hlut. Dagurinn er helgaður sjaldgæfum sjúkdómum þar sem athygli er vakni á þeim og þeim áskorunum sem einstaklingar með slíka sjúkdóma og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir. Dagur sjaldgæfra sjúkdóma var fyrst haldinn […]
Áætlunarflugið framlengt

„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið […]
Stúlkan fundin – uppfært

Uppfært kl. 12.34. Stúlkan sem lögreglan í Vestmannaeyjum lýsti eftir fyrr í dag er nú komin fram. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. (meira…)
Sigurjón og Sæþór Ingi á toppnum

Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst. Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og […]
Ráðherra heimsótti HSU

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra heimsótti í gær Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU), kynnti sér starfsemina á ýmsum einingum stofnunarinnar, ræddi við starfsfólk og fundaði með stjórnendum. HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu í heilbrigðisumdæminu sem nær allt frá Þorlákshöfn í vestri, austur á Höfn í Hornafirði og sinnir auk þess sjúkraflutningum um allt Suðurland. Forstjóri […]
Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega […]
Auglýst eftir lögreglustjóra

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir jafnframt að Vestmannaeyjar hafi verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, sem gegnt hefur embættinu, var kjörinn á Alþingi í […]
Þurfti að fara í kalt bað eftir að vinna 70 milljónir

Tveir skiptu með sér fimmföldum fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi og fengu tæpar 40 milljónir hvor og höfðu báðir keypt miðana í Lottóappinu. Annar þeirra var í bíltúr ásamt dóttur sinni þegar síminn hringdi og sagði þegar hann sá að það var Íslensk getspá: „Hva, eru þau að hringja í mig? Ég skulda […]
Kvenfélagið Líkn veitir Hraunbúðum rausnarlega gjöf

Kvenfélagið Líkn afhenti í dag stjórnendum Hraunbúða gjafabréf til kaupa á nýrri loftdýnu fyrir heimilisfólk. Gjöfin stuðlar að auknum þægindum og vellíðan þeirra sem þurfa að nota hana. Loftdýnur eru sérhannaðar til að draga úr álagi á húðina og koma í veg fyrir myndun legusára. Kvenfélagið Líkn hefur um árabil verið öflugur bakhjarl samfélagsins í […]