Litla Mónakó: Dýrasta íbúðin í Vestmannaeyjum seld á tæpar 100 milljónir!

Þetta kemur m.a. fram í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem tileinkað er byggingamarkaðnum. Þar er fjallað um hækkandi íbúðaverð í Eyjum þar sem ný met hafa verið slegin. Það sem mér finnst einnig áhugavert í blaðinu er að þar er fjallað um aukna eftirspurn eftir íbúðum í Áshamri og Foldahrauni, en þar er nú byrjað að […]

Gul viðvörun og ábending frá Herjólfi

Gul V 290325

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 30 mars kl. 14:00 og gildir til kl. 17:00. Suðaustan 13-20 m/s, hvassast við fjöll. Snjókoma og lélegt skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrenglsum. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er þeim […]

Ingunn nýr framkvæmdastjóri SASS

SASS

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að ráða Ingunni Jónsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra SASS. Ráðningarferlið var leitt af fyrirtækinu Intellecta og var Ingunn metin hæfust til að gegna starfinu af 31 umsækjanda. Ingunn er í dag starfandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og mun hefja störf hjá SASS á næstu misserum. […]

Íbúafundur í dag

Eldhugar1

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]

Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]

Látum helvítin blæða

troll, DSC 7293

Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við […]

Jóker-vinningur til Eyja

Eurojackpot Vel

Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot að þessu sinni en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæplega  74 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir  í Finnlandi, Slóvakíu, Króatíu, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni.  Þá voru tuttugu og fjórir með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 10 milljónir króna í sinn hlut. Átján […]

Þrír sækja um embætti lögreglustjóra í Eyjum

logreglanIMG_2384

Í síðasta mánuði var embætti lög­reglu­stjór­ans í Vest­manna­eyj­um auglýst laust til um­sókn­ar eftir að Karl Gauti Hjaltason tók sæti á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu sóttu þrír um embættið. „Umsækjendur um setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Sverrir Sigurjónsson, landsréttarlögmaður, Vilborg Þ.K. Bergman, lögfræðingur.” Í svari […]

Hafa lokið við dýpkun í bili

Alfs IMG 6384

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda. Bæjarstjóri fór jafnframt […]

Eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu

IMG_5869

Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl. Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum […]