Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleysing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti. ,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til […]
Rafmagnslaust í Eyjum, Vík og Landeyjarsandi – uppfært

Rafmagnið fór af öllum Vestmannaeyjabæ laust fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsnets leysti Rimakotslína 1 út. „Rimakotslína 1 milli Hvolsvallar og Rimakots leysti út. Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum, Vík og Landeyjarsandi,” segir í tilkynningunni. Uppfært kl. 12.18. Fram kemur í tilkynningu Landsnets að orsök liggi ekki fyrir en verið er að […]
Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]
Samstarf um fjölþætta heilsueflingu framlengt

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Janus Guðlaugsson, forsvarsmaður Janusar heilsueflingar, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 60+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. Samstarfið, sem hófst árið 2019, hefur skilað afar góðum árangri og mikilli ánægju meðal þátttakenda. Með nýja samningnum er verkefnið nú opið fyrir íbúa 60 ára og eldri en áður […]
Gul viðvörun: Vestanstormur

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa og Suðausturland. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og gildir hún til kl. 23:00. Í viðvörunarorðum segir: Vestan 15-23 m/s, hvassast syðst með vindhviður að 30-35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindum. Suðurland Vestan 3-8 […]
FÍV tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 voru kynntar á Rás 2 í gær. Kom þar fram að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum væri meðal tilnefndra í flokknum framúrskarandi í iðn- og verkmenntun fyrir kennslu í málm- og vélstjórnargreinum. Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir skólann og það metnaðarfulla starf sem unnið er innan hans. Skólinn hefur á undanförnum árum […]
Vigtartorg: Svið og skjálausn í skoðun

Enn á eftir að ljúka framkvæmdum á Vigtartorg. Eftir á að klára svið og skjálausn sem mun nýtast fyrir viðburði og gesti á torginu. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var lögð fram tillaga frá E- og H-listum þar sem lagt er til að ljúka framkvæmdum og fela framkvæmdastjóra að skoða útfærslu og kostnað, til að leggja […]
Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi

Við lok heimsfaraldar hélt jákvæð þróun í fjölgun komu skemmtiferðaskipa til Íslands áfram eftir tveggja ára hlé. Toppi var náð árið 2024, þegar hafnir Íslands þjónustuðu tæplega 100 skip í samtals 1.209 skipakomum sem skiptust þannig að 21,4% af komunum voru í Reykjavík en 78,6% á landsbyggðinni. Þótt ljóst sé að ekki er svipuðum tölum […]
Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá !

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember. Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]
Þjóðvegurinn lokaður – Hvað er planið?

Samgöngur eru líka varnarmál. Ofurskattlagning þarf að skila sér til baka á þá staði sem gjalda fyrir skattlagninguna. Nú kepptust allir fjölmiðlar landsins um að segja fréttir af því þegar að hringvegurinn fór í sundur við Jökulsá í Lóni. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar var fljótur að bregðast við og svara fyrir þetta, ,,við reynum að hraða þessu […]