Biluð fráveitulögn orsökin fyrir ólykt og fuglageri

20240813 142415

Fólk sem átti leið um bryggjurnar tók eftir töluverðu fuglageri sunnan við Kleifar í dag. Samkvæmt tíðindamanni Eyjafrétta er einnig töluverð ólykt þarna nærri. Ástæðan er bilun í fráveitulögn. „Það bilaði bráðabirgðaviðgerð á einni fráveitulögn sem liggur undir höfnina og yfir á Eiðið. Farið verður í að laga þetta í fyrramálið.“ segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri […]

Óska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

hus_midbaer_bo

Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum varðandi umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum: Snyrtilegasta eignin Snyrtilegasti garðurinn Snyrtilegasta fyrirtækið Endurbætur til fyrirmyndar Framtak á sviði umhverfismála   Tillögur sendist fyrir 26. ágúst á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is (meira…)

Færa fórnir handa álfum og gengu frá kaupum á nokkrum tonnum af kartöflum

Við heyrðum í systkinunum Sigurlínu og Bjarna Árnabörnum, eða þeim Bjarna og Línu í Túni eins og þau eru ávallt kölluð, og fengum þau til að deila upplifun sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þau ólust upp í húsinu Tún sem var austur á Heimaey rétt hjá Kirkjubæ og brölluðu margt á sínum uppvaxtarárum. Dætur Línu […]

Samþykktu reglur um rekstrar- og afreksstyrki

ráðhúsið_börn

Meðal erinda á fundi bæjarráðs þann 30. júlí sl. voru rekstrar- og afreksstyrkir til aðildarfélaga ÍBV-héraðssambands. Máli af fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var vísað til bæjarráðs þar sem um var að ræða reglur um styrki til efnilegs íþróttafólks vegna landsliðsverkefna. Ungt landsliðsfólk heldur launum Lagt var til að ungt landsliðsfólk haldi launum sé það í […]

Afhentu mynd í minningu fótboltasumarsins 1973

Fyrir Þjóðhátíðarleik ÍBV og Njarðvíkur þann 3. ágúst síðastliðinn afhenti Ólafur Thordersen, fyrir hönd UMFN, forsvarsmönnum ÍBV mynd sem minntist tímans sem Eyjamenn höfðu Njarðvíkurvöll fyrir heimavöll árið 1973, í kjölfar eldgossins í Heimaey. Tekið var vel í þetta skemmtilega framtak. Töpuðu aðeins einum leik Er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Njarðvíkur þá […]

„Verðum áfram með mjög sterk lið báðum megin“

Screenshot

„Liðin eru að koma saman núna og að byrja æfingar. Það eru einhverjir sem eru erlendis, sérstaklega af þessum erlendu leikmönnum sem eru hjá okkur, en þau sem eru hérna í Eyjum eru byrjuð að æfa og svo fer allt á fullt eftir Þjóðhátíð“ segir Garðar B. Sigurjónsson, formaður handknattleiksráðs ÍBV.  Hvaða breytingar verða á […]

Orkusalan segir upp samningi

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Meðal erinda á fundi bæjarráðs þann 30. júlí sl. var samningur um raforkusölu. Orkusalan hefur sagt upp nýlegum raforkusamningi við Vestmannaeyjabæ. Fram kemur í tilkynningu þess efnis að Orkusalan þurfi að endurskoða ákvæði samnings og býður Vestmannaeyjabæ að gera nýjan samning sem tæki gildi 1.10.2024 Á fundinum lýsti bæjarráð yfir vonbrigðum með að Orkusalan skuli […]

Þjóðhátíðin í Eyjum 2024 meðal þeirra stærstu í sögunni

Þjóðhátíðin í Eyjum 2024 tókst vel að mati þjóðhátíðarnefndar en veðurguðirnir létu hafa fyrir sér. Veðrið var mikil áskorun og muna elstu menn ekki eftir jafn erfiðu veðri alla dagana á Þjóðhátíð en hátíðargestir létu það ekki of mikið á sig fá. Þjóðhátíðin í ár var ein af stærstu þjóðhátíðum sem haldnar hafa verið í […]

Segjast ekki geta afhent gögnin

HS_veit_IMG_7380_tms_cr

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá fundi þess í síðustu viku. Þá var […]

Halldór B. tók hring um bæinn

Halldór B. Halldórsson fór út að spássera í sólinni og tók myndavélina með sér. Afraksturinn má sjá í myndbandinu hér að neðan.   (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.