Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið

Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur […]

Mesta ógn frá því í gosinu 1973? Ráðherra ræður engu

Það hefur ýmislegt dunið á Vestmannaeyingum síðasta árið. Byrjaði með bilun rafstrengs í byrjun síðasta árs. Í ljós kom að Herjólfur getur bilað og Landeyjahöfn er langt frá að skila því sem ætlað var. Ekki var útlitið bjart þegar vatnsleiðslan varð fyrir hnjaski í lok ársins 2023. Flestum hefði þótt nóg komið en nú bendir […]

Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti.

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru. Ferðamálasamtökin gera […]

Landeyjahöfn á réttum stað

Að byggja höfn á útsettri sandströnd er ekki sjálfsagt mál. Af þeirri ástæðu hefur mest alla Íslandssöguna verið hafnleysi frá Höfn í Hornafirði allt vestur til Þorlákshafnar. Eigi að síður var ráðist í að byggja höfn á ströndinni gegnt Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Ljóst er að tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt […]

Ómögulegt að fæðast í Vestmannaeyjum?

Það þykir orðið tíðindum sæta ef börn fæðast í Vestmannaeyjum. Hægur leikur hefur verið að telja fjölda þeirra á fingrum annarrar handar sem fæðast hér á ári hverju. Það ræður mestu sú aðstaða og öryggi sem verðandi mæðrum er boðið upp á í Vestmannaeyjum. Hluti þeirra foreldra sem hafa verið svo lánsöm að getað átt í heimabyggð […]

Tyrkjaránsins verði minnst á 400 ára afmælinu 2027

created by dji camera

„Alþingi ályktar að í tilefni þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá örlagaríkum atburði í sögu þjóðarinnar, Tyrkjaráninu á Íslandi árið 1627, verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um atburðinn. Nefndin skal meðal annars standa fyrir kaupum á minnisvarða, standa fyrir málþingi og stofna fræðslusjóð. Einnig er […]

Loðnan hinkrar við eftir nýju tungli

– SEGIR JAPÖNSK SJÓMANNASPEKI – Kemur loðnan í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða lætur hún ekki sjá sig í ár svo nokkru nemi? Spurning sem brennur á fjölda fólks í mörgum íslenskum sjávarplássum og ekki síður á þeim sem ráðstafa því sem sem góð loðnuvertíð myndi skila sjóðum sveitarfélaga og sjálfu þjóðarbúinu. Fylgst er […]

Haukur í Horni í Norðausturkjördæmi

Kröfulýsing gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti: „Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármálaráðherra sem beinast að eyjum og skerjum við Ísland veki mikil viðbrögð fólks, þá sérstaklega sveitarstjórnarfólks sem segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Flestar eyjar sem kröfurnar beinast að […]

Miðasala hefst á Hljómey 2024 á föstudaginn!

Miðasala á Hljómey mun hefjast á föstudaginn 23. febrúar nk. kl 10:00 á www.hljomey.is og á www.midix.is Þann 26. apríl nk. verður haldin stórglæsileg tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum í annað sinn. Þegar er búið að tilkynna 3 listamenn sem fram koma á hátíðinni og nóg eftir. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi síðan síðasta Hljómey var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.