Mun Páll fara í formannsslag?

Um miðjan nóvember verður landsfundur Sjálfstæðisfslokksins haldinn.  Á vefsíðunni Miðjan.is er greint frá því að líkur séu á að Páll Magnússon, oddviti flokksins Suðurkjördæmis bjóði sig fram gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni. Þar segir jafnframt að enn sé ekki gróið um heilt í herbúðum Páls eftir að gengið var fram hjá Páli í ráðherravali formannsins. Páll og hans nánasta bakland […]

6-0

Það var merkilegt að þegar ferðamannastraumurinn var í hámarki til Íslands ákváðu þáverandi bæjaryfirvöld að taka ekki þátt í því ævintýri og leggja niður starf ferða- og kynningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Engin hefur því sinnt slíku starfi síðustu árin og á meðan bruna ferðamennirnir framhjá Landeyjahafnarvegi í þúsunda vís á dag. Þrátt fyrir að höfnin sé opin. Það veit enginn þeirra af Vestmannaeyjum. […]

Er hægt að laða fleiri ferðamenn til Eyja?

Síðustu tvo mánuði hefur Herjólfur aðeins þurft að sigla 5 daga í Þorlákshöfn. Það eru frábær tíðindi, sér í lagi þar sem komið er fram í desember. En erum við að nýta öll þau tækifæri sem okkur býðst? Í skýrslu frá greiningu Íslandsbanka er sér kafli um fjölda ferðamanna til Eyja frá því að Landeyjahöfn opnaði […]

Landeyjahöfn og mjaldrarnir

Til stendur að flytja mjaldrarna Little Grey og Little White með flugvél Cargolux til Íslands þann 16. apríl nk. Í framhaldinu stóð til að aka þeim með trukkum í Landeyjahöfn þar sem flytja átti þá með nýjum Herjólfi yfir í sín nýju heimkynni í Eyjum.  Nú er ljóst að ný ferja verður ekki komin í áætlun í tæka […]

Veljum færeysku leiðina

Færeyingar halda áfram að bora til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggðir. Nýjustu göngin munu liggja frá Gamlarætt á Straumey til Traðardals á Sandoy. Straumey er stærsta eyja Færeyja og er 372 km² að stærð. Á henni er höfuðborgin Þórshöfn.   Sjá einnig: Færeyingar okkur fremri Sandoy-göngin verða fjórðu neðanjarðargöngin í Færeyjum og munu tengja eyjuna Sandoy við stærri hluta færeyskra innviða. Göngin […]

Fundar bæjarstjórn um borð?

Þegar Landeyjahöfn opnaði árið 2010 fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja um borð í Herjólfi, í fyrstu ferðinni. Nú styttist í að ný ferja komi til landsins og eðlilega hvísla bæjarbúar því sín á milli hvort ný bæjarstjórn fylgi ekki fordæmi forvera sinna og haldi aukafund um borð í nýrri ferju í fyrstu ferð. Ekki má þó búast við að fyrsta ferðin verði einhver skemmtiferð, […]

Tímamót í sögu Vestmannaeyjabæjar

Það má segja að það séu tímamót í sögu Vestmannaeyjabæjar, nú þegar meirihluti kjörinna fulltrúa eru kvennmenn. Tími til kominn segja margir. En þetta eru ekki einu tímamótin. Í fyrsta sinn í sögunni gegnir kona starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Nú er hvíslað um það að það hefði verið upplagt í ljósi þessara tímamóta og að fyrsti fundur bæjarstjórnar […]

Enn af Færeyingum

Við sögðum frá því fyrir nokkru hér í Hvíslinu að Færeyingar væru okkur fremri þegar kemur að samgöngum. Þeir frændur okkar eru ekki að baki dottnir ef marka má nýjustu hugmyndir þeirra.  Í frétt Vísis segir að Færeyingar leggi mikið upp úr jarðgöngum í sínu vegakerfi en þar eru núna 20 göng, þar af tvenn neðansjávar. Nú […]

Stórt D og lítið d í bæjarstjórnarkosningum

Það er óhætt að segja að komið hafi fram athyglisvert svar frá Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu á RÚV í gær. Páll var spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum væri að klofna. Páll neitaði því en sagði að mögulega yrðu tvö sjálfstæðis framboð í Vestmannaeyjum í vor. Margir áhorfendur urðu mjög undrandi. Tvö framboð en enginn […]

Hvað á skipið að heita?

Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn.  Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.