Veljum færeysku leiðina
Færeyingar halda áfram að bora til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggðir. Nýjustu göngin munu liggja frá Gamlarætt á Straumey til Traðardals á Sandoy. Straumey er stærsta eyja Færeyja og er 372 km² að stærð. Á henni er höfuðborgin Þórshöfn. Sjá einnig: Færeyingar okkur fremri Sandoy-göngin verða fjórðu neðanjarðargöngin í Færeyjum og munu tengja eyjuna Sandoy við stærri hluta færeyskra innviða. Göngin […]
Fundar bæjarstjórn um borð?

Þegar Landeyjahöfn opnaði árið 2010 fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja um borð í Herjólfi, í fyrstu ferðinni. Nú styttist í að ný ferja komi til landsins og eðlilega hvísla bæjarbúar því sín á milli hvort ný bæjarstjórn fylgi ekki fordæmi forvera sinna og haldi aukafund um borð í nýrri ferju í fyrstu ferð. Ekki má þó búast við að fyrsta ferðin verði einhver skemmtiferð, […]
Tímamót í sögu Vestmannaeyjabæjar

Það má segja að það séu tímamót í sögu Vestmannaeyjabæjar, nú þegar meirihluti kjörinna fulltrúa eru kvennmenn. Tími til kominn segja margir. En þetta eru ekki einu tímamótin. Í fyrsta sinn í sögunni gegnir kona starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Nú er hvíslað um það að það hefði verið upplagt í ljósi þessara tímamóta og að fyrsti fundur bæjarstjórnar […]
Enn af Færeyingum

Við sögðum frá því fyrir nokkru hér í Hvíslinu að Færeyingar væru okkur fremri þegar kemur að samgöngum. Þeir frændur okkar eru ekki að baki dottnir ef marka má nýjustu hugmyndir þeirra. Í frétt Vísis segir að Færeyingar leggi mikið upp úr jarðgöngum í sínu vegakerfi en þar eru núna 20 göng, þar af tvenn neðansjávar. Nú […]
Stórt D og lítið d í bæjarstjórnarkosningum

Það er óhætt að segja að komið hafi fram athyglisvert svar frá Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu á RÚV í gær. Páll var spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum væri að klofna. Páll neitaði því en sagði að mögulega yrðu tvö sjálfstæðis framboð í Vestmannaeyjum í vor. Margir áhorfendur urðu mjög undrandi. Tvö framboð en enginn […]
Hvað á skipið að heita?

Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt […]
Skynsamleg ákvörðun

Það var skynsamleg ákvörðun hjá Sjálfstæðisflokknum að velja það að fara prófkjörsleiðina fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Á næsta ári verða 28 ár liðin frá því að síðast var haldið prófkjör hjá flokknum í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri hefur sagt að hann gefi kost á sér, sama hvor leiðin verður farin. Það er alltaf merki um dug að leggja […]
Jón eða séra Jón

Það fer ekki framhjá neinum að hamfarir ganga nú yfir Austurland og er hægt að taka undir að þarna verði ríkið að grípa inní sem fyrst. Tveir ráðherrar eru nú þegar mættir á svæðið, þeir Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, auk fylgdarliðs. Þeir lentu á flugvellinum á Hornafirði um klukkan tíu í morgun. Óhætt er að hrósa […]
Hvar er samráðshópurinn?

Fyrir tæpu ári fagnaði bæjarstjórn Vestmannaeyja því sérstaklega að ákveðið hafi verið að stofna upplýsingavettvang um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Ákvörðunin kom í kjölfar fundar sem bæjarráð átti með þáverandi innanríkisráðherra fyrir réttu ári. Þá samþykkti bæjarstjórn samhljóða að Egill Arnar Arngrímsson tæki sæti í upplýsingavettvangi um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Aukinheldur samþykkti bæjarstjórn að […]
Nýsmíðin verði varaferja?

„Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið […]