Að hugsa sér…

…ef við hefðum haft tvíbytnuna sem hópurinn Horft til framtíðar hefur bent á sem góðan kost fyrir samgöngur milli lands og Eyja, hvað gærdagurinn hefði orðið auðveldari. Fyrir það fyrsta ristir hún aðeins 2,6 metra á móti 4,2 metrum á núverandi skipi. Þannig að líklega má telja að hún hefði getað haldið uppi fullri áætlun […]

Stuðningur úr óvæntri átt

Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs var tekinn mikill bókanaslagur á milli meiri- og minnihluta. Tilefnið var hvort tímabært væri að taka ákvörðun um hvort heimila eigi lundaveiðar í Vestmannaeyjum.  Georg Eiður vildi fresta ákvörðun þar til ráðið fundar næst en þessu var meirihluti sjálfstæðismanna ósammála og ákváðu að heimila veiðar í þrjá daga í […]

Sókn og niðurskurður

Það var kaldhæðnislegt að lesa síðustu fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja. Í máli númer tvö var tekið fyrir minnisblað frá starfshópi um endurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi flugvalla.  Áttu fund með ISAVIA og ráðuneyti um eflingu flugvallarins Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa átt fund með fulltrúum bæði ISAVIA og Innanríkisráðuneytisins með það fyrir augum að efla enn […]

Góðir hlutir gerast hægt

Eitthvað virðast bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa lesið vitlaust í síðasta pistilinn hér í Hvíslinu. Þar voru tíundaðir hlutir sem kjörnir fulltrúar hefðu mátt beita sér fyrir að lagfærðir yrðu strax til bóta í samgöngunum milli lands og Eyja. Eitt ár er frá því að ályktunin var samþykkt af bæjarstjórn og þar til málið var rifjað upp […]

Lítil vigt í bæjarstjórn

Aftur og aftur stígur bæjarstjórn Vestmannaeyja eða forsvarsmaður hennar fram með kröfur um lagfæringar á grunnþjónustu í okkar samfélagi. Hlutir eins og að hér sé fæðingarþjónusta eða að sama gjaldskrá gildi hvort heldur að siglt sé til Landeyja eða Þorlákshafnar. Ár eftir ár fáum við með reglulegu millibili svipaðar bókanir eða greinar um slík málefni. […]

Teldu bílana

Í vikunni var gengið frá samningi um smíði nýrrar ferju sem þjóna á okkur væntanlega næstu tvo áratugina í siglingum milli lands og eyja. Teikningar af nýrri ferju fylgdu með frétt Vegagerðarinnar. Nú geta lesendur – sér til gamans – glöggvað sig á bíladekkinu með því að telja bíla og vagna. Efri teikningin er efra […]

Færeyingar okkur fremri

Óhætt er að segja að frændur okkar, Færeyingar standi okkur framar er kemur að framtíðarsýn í samgöngum. Nú eru þeir að leggja af stað í gerð enn einna jarðgangna.  Göngin sem eru rúmlega 11 km löng og munu tengja saman Hvitanes og svo splittast þau með hringtorgi þar sem bæði Strendur og Rókin tengjast göngunum […]

Spenna fyrir prófkjör

Nú styttist allverulega í að fólk fari að gefa sig upp í það sæti sem það sækist eftir í prófkjörum fyrir Alþingiskosningarnar sem verða í haust. Ekki eru allir flokkar þó með prófkjör. Spennan er einna mest hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stefnir í að 3-4 komi til með að berjast um oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Ragnheiður […]

Máttleysi minnihlutans

Hún lét kannski ekki mikið yfir sér, yfirlýsingin frá Eyjalistanum sem send var út á laugardaginn. En þar er farið þess á leit við bæjarstjórn að hún beiti sér fyrir því að borgarafundur um samgöngumál verði haldinn. Nú er hvíslað um að þarna sé máttleysi minnihlutans endanlega undirstrikað – þegar hann fer þess á leit […]

Bæjarbúar segja sitt álit

Eyjar.net hefur nú mælt vilja bæjarbúa í samgöngumálum, auk traust á þeim sem fara með þau mál – tvö ár í röð. Vonandi geta ráðamenn nýtt sér þetta plagg til ákvarðanatöku um næstu skref í málinu – sem hlýtur að þurfa að fara að taka. Eitt er nú hvíslað um á götum Vestmannaeyjabæjar. Það er […]