Skynsamleg ákvörðun

Það var skynsamleg ákvörðun hjá Sjálfstæðisflokknum að velja það að fara prófkjörsleiðina fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Á næsta ári verða 28 ár liðin frá því að síðast var haldið prófkjör hjá flokknum í bæjarfélaginu.  Bæjarstjóri hefur sagt að hann gefi kost á sér, sama hvor leiðin verður farin. Það er alltaf merki um dug að leggja […]

Jón eða séra Jón

Það fer ekki framhjá neinum að hamfarir ganga nú yfir Austurland og er hægt að taka undir að þarna verði ríkið að grípa inní sem fyrst. Tveir ráðherr­ar eru nú þegar mætt­ir á svæðið, þeir Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, auk fylgd­arliðs.  Þeir lentu á flug­vell­in­um á Hornafirði um klukk­an tíu í morgun. Óhætt er að hrósa […]

Hvar er samráðshópurinn?

Fyrir tæpu ári fagnaði bæjarstjórn Vestmannaeyja því sérstaklega að ákveðið hafi verið að stofna upplýsingavettvang um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Ákvörðunin kom í kjölfar fundar sem bæjarráð átti með þáverandi innanríkisráðherra fyrir réttu ári. Þá samþykkti bæjarstjórn samhljóða að Egill Arnar Arngrímsson tæki sæti í upplýsingavettvangi um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Aukinheldur samþykkti bæjarstjórn að […]

Nýsmíðin verði varaferja?

„Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið […]

Að hugsa sér…

…ef við hefðum haft tvíbytnuna sem hópurinn Horft til framtíðar hefur bent á sem góðan kost fyrir samgöngur milli lands og Eyja, hvað gærdagurinn hefði orðið auðveldari. Fyrir það fyrsta ristir hún aðeins 2,6 metra á móti 4,2 metrum á núverandi skipi. Þannig að líklega má telja að hún hefði getað haldið uppi fullri áætlun […]

Stuðningur úr óvæntri átt

Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs var tekinn mikill bókanaslagur á milli meiri- og minnihluta. Tilefnið var hvort tímabært væri að taka ákvörðun um hvort heimila eigi lundaveiðar í Vestmannaeyjum.  Georg Eiður vildi fresta ákvörðun þar til ráðið fundar næst en þessu var meirihluti sjálfstæðismanna ósammála og ákváðu að heimila veiðar í þrjá daga í […]

Sókn og niðurskurður

Það var kaldhæðnislegt að lesa síðustu fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja. Í máli númer tvö var tekið fyrir minnisblað frá starfshópi um endurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi flugvalla.  Áttu fund með ISAVIA og ráðuneyti um eflingu flugvallarins Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa átt fund með fulltrúum bæði ISAVIA og Innanríkisráðuneytisins með það fyrir augum að efla enn […]

Góðir hlutir gerast hægt

Eitthvað virðast bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa lesið vitlaust í síðasta pistilinn hér í Hvíslinu. Þar voru tíundaðir hlutir sem kjörnir fulltrúar hefðu mátt beita sér fyrir að lagfærðir yrðu strax til bóta í samgöngunum milli lands og Eyja. Eitt ár er frá því að ályktunin var samþykkt af bæjarstjórn og þar til málið var rifjað upp […]

Lítil vigt í bæjarstjórn

Aftur og aftur stígur bæjarstjórn Vestmannaeyja eða forsvarsmaður hennar fram með kröfur um lagfæringar á grunnþjónustu í okkar samfélagi. Hlutir eins og að hér sé fæðingarþjónusta eða að sama gjaldskrá gildi hvort heldur að siglt sé til Landeyja eða Þorlákshafnar. Ár eftir ár fáum við með reglulegu millibili svipaðar bókanir eða greinar um slík málefni. […]

Teldu bílana

Í vikunni var gengið frá samningi um smíði nýrrar ferju sem þjóna á okkur væntanlega næstu tvo áratugina í siglingum milli lands og eyja. Teikningar af nýrri ferju fylgdu með frétt Vegagerðarinnar. Nú geta lesendur – sér til gamans – glöggvað sig á bíladekkinu með því að telja bíla og vagna. Efri teikningin er efra […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.