Stórt D og lítið d í bæjarstjórnarkosningum

Það er óhætt að segja að komið hafi fram athyglisvert svar frá Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu á RÚV í gær. Páll var spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum væri að klofna. Páll neitaði því en sagði að mögulega yrðu tvö sjálfstæðis framboð í Vestmannaeyjum í vor. Margir áhorfendur urðu mjög undrandi. Tvö framboð en enginn […]
Hvað á skipið að heita?

Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt […]
Skynsamleg ákvörðun

Það var skynsamleg ákvörðun hjá Sjálfstæðisflokknum að velja það að fara prófkjörsleiðina fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Á næsta ári verða 28 ár liðin frá því að síðast var haldið prófkjör hjá flokknum í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri hefur sagt að hann gefi kost á sér, sama hvor leiðin verður farin. Það er alltaf merki um dug að leggja […]
Jón eða séra Jón

Það fer ekki framhjá neinum að hamfarir ganga nú yfir Austurland og er hægt að taka undir að þarna verði ríkið að grípa inní sem fyrst. Tveir ráðherrar eru nú þegar mættir á svæðið, þeir Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, auk fylgdarliðs. Þeir lentu á flugvellinum á Hornafirði um klukkan tíu í morgun. Óhætt er að hrósa […]
Hvar er samráðshópurinn?

Fyrir tæpu ári fagnaði bæjarstjórn Vestmannaeyja því sérstaklega að ákveðið hafi verið að stofna upplýsingavettvang um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Ákvörðunin kom í kjölfar fundar sem bæjarráð átti með þáverandi innanríkisráðherra fyrir réttu ári. Þá samþykkti bæjarstjórn samhljóða að Egill Arnar Arngrímsson tæki sæti í upplýsingavettvangi um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Aukinheldur samþykkti bæjarstjórn að […]
Nýsmíðin verði varaferja?

„Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið […]
Að hugsa sér…

…ef við hefðum haft tvíbytnuna sem hópurinn Horft til framtíðar hefur bent á sem góðan kost fyrir samgöngur milli lands og Eyja, hvað gærdagurinn hefði orðið auðveldari. Fyrir það fyrsta ristir hún aðeins 2,6 metra á móti 4,2 metrum á núverandi skipi. Þannig að líklega má telja að hún hefði getað haldið uppi fullri áætlun […]
Stuðningur úr óvæntri átt

Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs var tekinn mikill bókanaslagur á milli meiri- og minnihluta. Tilefnið var hvort tímabært væri að taka ákvörðun um hvort heimila eigi lundaveiðar í Vestmannaeyjum. Georg Eiður vildi fresta ákvörðun þar til ráðið fundar næst en þessu var meirihluti sjálfstæðismanna ósammála og ákváðu að heimila veiðar í þrjá daga í […]
Sókn og niðurskurður

Það var kaldhæðnislegt að lesa síðustu fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja. Í máli númer tvö var tekið fyrir minnisblað frá starfshópi um endurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi flugvalla. Áttu fund með ISAVIA og ráðuneyti um eflingu flugvallarins Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa átt fund með fulltrúum bæði ISAVIA og Innanríkisráðuneytisins með það fyrir augum að efla enn […]
Góðir hlutir gerast hægt

Eitthvað virðast bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa lesið vitlaust í síðasta pistilinn hér í Hvíslinu. Þar voru tíundaðir hlutir sem kjörnir fulltrúar hefðu mátt beita sér fyrir að lagfærðir yrðu strax til bóta í samgöngunum milli lands og Eyja. Eitt ár er frá því að ályktunin var samþykkt af bæjarstjórn og þar til málið var rifjað upp […]