Nýr þjálfari

Nú fer að koma niðurstaða í þjálfaramál meistarflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Mikið hefur verið hvíslað á götum bæjarins um hver verði fyrir valinu. Varaformaður knattspyrnuráðsins sagði í gær að fókusinn væri nú á mann ofan af fastalandinu. Þau nöfn sem nefnd hafa verið eru:   Jóhannes Harðarson Ejub Purisevic Þorlákur Árnason Tómas Ingi […]

Blikkdósir fundnar

Mikið hefur verið rætt og ritað uppá síðkastið um Friðarljós Hálparstarfs Kirkjunnar. Framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins sagði í viðtali að erfiðlega gengi að verða sér úti um ílát fyrir vaxið. Það var jú ein af ástæðunum fyrir því að þriggja áratuga samstarfi Hjálparstarfsins og Heimaeyjar – Kertaverksmiðju var sagt upp. Eyjar.net notfærði sér leitarvéina Google til að […]

Erfitt ferðalag þingmanna!

Samkvæmt heimildum Eyjar.net ætluðu þingmennirnir að sigla úr Landeyjahöfn í kvöld og funda með heimamönnum í fyrramálið. Dagskráin gerir þeim hinsvegar ekki mögulegt að sigla frá Þorlákshöfn og því fellur fundurinn niður.  Það er svo kaldhæðni örlaganna að á boðuðum fundum hefur fyrst og fremst staðið til að ræða samgöngur.  Í Eyjum er nú helst […]

Jafnrétti hjá ríkinu!

Þar var dæmið öfugt. Þar var fólki á landsbyggðinni sagt upp og ákveðið að fækka útibúum. Ekki virðist það sama uppá teningnum þar, er kemur að gylliboðum ríkisins fyrir þá starfsmenn. Allavega hefur ekki komið fram að þeim starfsmönnum hafi verið boðnar 3 milljónir, tvær kynnisferðir og starf í höfuðborginni líkt og starfsmönnum Fiskistofu er […]

Afarkostir

Eftir glæstan sigur á Tyrkjum var landsliðsþjálfari Íslands mættur til eyja á fund um framtíð knattspyrnu í Vestmannaeyjum. Landsliðsþjálfarinn lét ekki sitt eftir liggja og hvatti til þess að börn yrðu látinn velja á milli greina strax á aldrinum 10-12 ára. Það kæmi sér ekki vel fyrir afreksstefnu félagsins að börn væru að æfa tvær […]

Uppsagnir

Vinnumálastofnun tilkynnti nú fyrir skömmu um að loka ætti þremur starfstöðvum á landsbyggðinni, þar á meðal hér í Eyjum. Í þessari uppsagnarhrinu er ekki kveðið á um neina uppsögn á höfuðborgarsvæðinu. Hvíslað er um að þetta sé í besta falli sérstakt fyrir núverandi ríkisstjórn, sem hefur síðustu vikur barist hart í því að færa Fiskistofu […]

Bæjarstjóri í brimróti

Síðustu dagar hafa verið erilsamir hjá Elliða bæjarstjóra. Strax eftir að hann lýsti yfir fullum stuðningi við innanríkisráðherra, fór hann í Brimsbróðirinn Guðmund Kristjánsson sem lánað hefur fé til Dagblaðs – Reynis. Ekki féll það í góðan jarðveg hjá þeim félögum og hefur Guðmundur boðað að kæra verði lögð fram á hendur bæjarstjóra. Líklegt verður […]

Lundaball í uppnámi!

Þrjár leiðir hafa heyrst nefndar sem verið er að skoða. Sú fyrsta sé að Hellisey-ingar sem halda eigi ballið á næsta ári komi Elliðaey-ingum til bjargar þetta árið. Leið tvö er að Einsi Kaldi muni halda ballið og þá verði gamalt efni síðustu ára í spilaranum eða að eyjarnar skipti með sér atriðunum. Sú þriðja […]

Hræringar í matsölu?

Hvíslað er um það á götum bæjarins að allir veitingastaðirnir sem nú eru starfandi í Eyjum muni ekki lifa næsta vetur af. Nú þegar eru á þriðja tug veitingastaða sem hægt er að velja úr og samkeppnin mikil. Slippurinn mun áfram loka stað sínum yfir veturinn og einbeitir sér að sumar-trafíkinni. Þá hefur Kári Vigfússon […]