Heilbrigðisstofnun í bobba

Nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunnar er ekki í öfundsverðri stöðu. Stofnunin hefur síðustu ár safnað miklum skuldum sem erfitt verður að vinda ofan af. 2 af 4 heilsugæslulæknum eru hættir. Sá þriðji bætist við í sumar. Staða skurðlæknis er komin niður í 25% starf og engin svæfingalæknir verið hér í þó nokkurn tíma. Þá er lyflæknirinn hugsanlega […]

Sinnaskipti bæjarstjóra

Meirhluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja barðist hart fyrir ráðherrastól undir Unni Brá Konráðsdóttur þingkonu suðurkjördæmis. Eyverjar félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum tók einnig virkan þátt í þessari baráttu. Niðurstaða formanns flokksins var hins vegar allt önnur. Formaðurinn valdi Ólöfu Nordal í stólinn. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, ritaði pistil af þessu tilefni. Þar dásamaði Elliði ákvörðun […]

Þær mættu ekki!

Einnig náðist að koma inn í dagskránna kynningarfundi varðandi grísku ferjuna, sem nokkrir aðilar fóru til að skoða nú nýlega og þykir vera álitlegur kostur til siglinga í Landeyjahöfn. Nú er hinsvegar hvíslað um það í Eyjum að tveir kjörnir fulltrúar í þingmannaliðinu sem hingað kom hafi skrópað á umræddann fund. Sást til þeirra tveggja […]

Spá Vegagerðarinnar

Nú er komin fram í dagsljósið skýrsla Vegagerðarinnar um umferðaspá milli lands og Eyja næstu tvo áratugina. Hún er vægast sagt frábær fyrir okkur sem byggjum þennan bæ. Stöðug aukning svo langt sem spáin nær, eða kannski réttara sagt – stöðugt meiri eftirspurn eftir að komast til Eyja. Samkvæmt líklegustu spá skýrslunnar má reikna með […]

Nýr þjálfari

Nú fer að koma niðurstaða í þjálfaramál meistarflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Mikið hefur verið hvíslað á götum bæjarins um hver verði fyrir valinu. Varaformaður knattspyrnuráðsins sagði í gær að fókusinn væri nú á mann ofan af fastalandinu. Þau nöfn sem nefnd hafa verið eru:   Jóhannes Harðarson Ejub Purisevic Þorlákur Árnason Tómas Ingi […]

Blikkdósir fundnar

Mikið hefur verið rætt og ritað uppá síðkastið um Friðarljós Hálparstarfs Kirkjunnar. Framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins sagði í viðtali að erfiðlega gengi að verða sér úti um ílát fyrir vaxið. Það var jú ein af ástæðunum fyrir því að þriggja áratuga samstarfi Hjálparstarfsins og Heimaeyjar – Kertaverksmiðju var sagt upp. Eyjar.net notfærði sér leitarvéina Google til að […]

Erfitt ferðalag þingmanna!

Samkvæmt heimildum Eyjar.net ætluðu þingmennirnir að sigla úr Landeyjahöfn í kvöld og funda með heimamönnum í fyrramálið. Dagskráin gerir þeim hinsvegar ekki mögulegt að sigla frá Þorlákshöfn og því fellur fundurinn niður.  Það er svo kaldhæðni örlaganna að á boðuðum fundum hefur fyrst og fremst staðið til að ræða samgöngur.  Í Eyjum er nú helst […]

Jafnrétti hjá ríkinu!

Þar var dæmið öfugt. Þar var fólki á landsbyggðinni sagt upp og ákveðið að fækka útibúum. Ekki virðist það sama uppá teningnum þar, er kemur að gylliboðum ríkisins fyrir þá starfsmenn. Allavega hefur ekki komið fram að þeim starfsmönnum hafi verið boðnar 3 milljónir, tvær kynnisferðir og starf í höfuðborginni líkt og starfsmönnum Fiskistofu er […]

Afarkostir

Eftir glæstan sigur á Tyrkjum var landsliðsþjálfari Íslands mættur til eyja á fund um framtíð knattspyrnu í Vestmannaeyjum. Landsliðsþjálfarinn lét ekki sitt eftir liggja og hvatti til þess að börn yrðu látinn velja á milli greina strax á aldrinum 10-12 ára. Það kæmi sér ekki vel fyrir afreksstefnu félagsins að börn væru að æfa tvær […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.