Eyjamenn töpuðu á Selfossi

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði naumlega með einu marki gegn Selfossi í fimmtu umferð Olís deildar karla á Selfossi í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Eyjamenn tóku fljótt forystuna í leiknum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjamenn komnir með fjögurra marka forystu, 6-10. Mest komust þeir sex mörkum yfir en Selfyssingar náðu […]

Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12.  Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum […]

Suðurlandsslagur í Eyjum

Handbolti kvenna 2025

Tveir leikir  fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]

Eyjamenn með stórsigur á Vestra

Eyja 3L2A1533

Karlalið ÍBV tryggði veru sína í efstu deild eftir 0-5 stórsigur á Vestra í 24. umferð Bestu deildar karla. Leikið var á Ísafirði í dag. Eyjamenn náðu forystu snemma leiks þegar Sigurður Arnar Magnússon skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Alex Freys Hilmarsonar. Vestramenn voru meira með boltann á meðan Eyjamenn voru þéttir og beittu […]

Eyjakonur með heimasigur á Stjörnunni

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í þriðju umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með 31-27 heimasigri ÍBV. Eyjakonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir þegar um 15 mínútur voru búnar. Stjörnukonur náðu hins vegar að jafna leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af […]

Boltinn í dag

Untitled (1000 x 667 px) (3)

Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með […]

ÍBV með öruggan sigur á Þór

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Þór í fjórðu umferð Olís deildarinnar í Eyjum í dag. Eyjamenn sigruðu leikinn nokkuð örugglega 30-24. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 3-0. Þórsarar náðu mest að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13.  Eyjamenn komu af krafti inn í […]

Strákarnir mæta Þór – kvennaleiknum frestað

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá taka Eyjamenn á móti Þórsurum í lokaleik fjórðu umferðar. ÍBV í fjórða sæti með 4 stig en Þór í tíunda sæti með 2 stig. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í vikunni við Þórsara og mætir á sinn gamla heimavöll í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan […]

Frestað fyrir vestan

Eyja 3L2A9949

Leik Vestra og ÍBV í Bestu deild karla hefur verið frestað um sólarhring vegna vandræða Eyjamanna við að komast vestur. Greint er frá þessu á facebook-síðu Vestra í dag. Þar segir að ófært sé frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur […]

Kári Kristján semur við Þór

Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í kvöld undir eins árs samning við nýliða Þórs á Akureyri. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Eins og komið hefur fram fékk Kári ekki nýjan samning hjá ÍBV fyrir komandi tímabil eftir að hafa leikið með félaginu síðastliðin 10 ár.  Fyrsti leikur Kára fyrir Þór verður gegn hans gömlu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.