Ally áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Patricia Clark hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV út næsta keppnistímabil. Ally eins og hún er kölluð er 24 ára miðjumaður sem getur þó leikið í flest öllum sóknarstöðunum einnig. Á þessari leiktíð hefur Ally verið mögnuð í búningi ÍBV, skorað 13 mörk en einnig komið að öðru 21 marki af […]

ÍBV gerði svekkjandi jafntefli við FH

Sverrir Páll

Karlalið ÍBV tók á móti FH í Kaplakrika í 20. umferð Bestu deilda karla í gær. Leikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Oliver Heiðarsson fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann vinstra megin í teig FH en skot hans fór í stöngina. Staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur […]

Glæsilegt pílumót haldið í Eyjum – myndir

Um helgina fór fram ​pílumót í Vestmannaeyjum með miklum glæsibrag. Í ár tóku ​alls 57 keppendur þátt​, 49 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki. Tvímenningur hóf helgina – Einmenningur á laugardag Keppnin hófst á föstudagskvöldi með tvímenningi, þar sem 20 pör tóku þátt. Þar höfðu ​Árni Ágúst Daníelsson og Birnir Andri Richardsson, ungi og efnilegi […]

Eyjamenn sækja FH heim

Sverrir Páll

Í dag hefst 20. umferð Bestu deildar karla er fram fara tveir leikir. Í Hafnarfirði taka heimamenn í FH á móti ÍBV. FH-ingar í sjötta sæti með 25 stig á meðan Eyjamenn eru með 24 stig í áttunda sæti. Gengi ÍBV hefur verið upp og ofan undanfarið. Leikurinn er báðum liðum mikilvægur því bæði lið […]

Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, […]

ÍBV er Lengjudeildarmeistari 2025

Kvennalið ÍBV vann stórkostlegan 4-1 heimasigur á HK í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. ÍBV er því Lengjudeildarmeistari 2025 en HK var eina liðið sem átti möguleika á að ná ÍBV að stigum. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en Eyjakonur voru samt sem áður sterkari aðilinn. Bæði lið voru að skapa sér færi en […]

Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]

Eyjamenn með frábæran sigur á toppliðinu

Karlalið ÍBV vann frábæran 4-1 heimasigur á toppliði Vals þegar liðin mættust í 19. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti en það var fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson sem kom Eyjamönnum yfir á 12. mínútu leiksins. Eyjamenn fengu þá hornspyrnu sem Vicente Valor tók og eftir mikinn darraðadans inn á […]

ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti

Kvennalið ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í gær í KA-heimilinu á Akureyri en mótið hófst á fimmtudaginn. Var þetta mót hluti af undirbúningi kvennaliðsins fyrir komandi átök í Olís deildinni sem hefst laugardaginn 6. september. ÍBV vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu sannfærandi en í lokaleiknum vann ÍBV Gróttu […]

Toppliðið mætir til Eyja

Í dag hefst 19. umferð Bestu deildar karla þegar fram fara fimm leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. Valsmenn á toppi deildarinnar með 37 stig en ÍBV í níunda sæti með 21 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Valur 3-0. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í dag. Leikir dagsins: […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.