Jafntefli í nýliðaslagnum

Eyja Ibv Sgg

Eyjamenn heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæinn í gær. Bæði þessi lið komu upp í Bestu deildina sl. haust. Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik kom betri kafli í þeim síðari og voru Eyjamenn nálægt því að skora í nokkur skipti. Áttu meðal annars stangarskot. Þar var að verki Omar Sowe. Hann fékk aftur mjög gott færi í uppbótartíma en […]

Fimleikafélagið Rán hafnaði á verðlaunapalli

Fimleikafélagið Rán tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var um núverandi helgi. Félagið sendi þrjú lið til keppni, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki.  Þriðji flokkur yngri náði frábærum árangri og hafnaði í 3. sæti á mótinu.​ Þó svo hin liðin tvö hafi ekki komist á verðlaunapall að þessu sinni, […]

Nýliðarnir mætast í Mosfellsbæ

ÍBV Þór

Fjórir leikir eru í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. Þar á meðal er leikur nýliða deildarinnar. Þar tekur Afturelding á móti ÍBV í Mossfellsbæ. Liðin töpuðu bæði í fyrstu umferðinni. Afturelding tapaði gegn Breiðablik og Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingum á útivelli. Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 17.00 í dag. Leikir dagsins:  […]

ÍBV úr leik

Eyja 3L2A0901

ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik eftir tap fyrir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum lengst af í leiknum en gestirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins sem lauk 27-25. Eyjamenn áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá markverði Aftureldingar sem varði 19 skot. […]

Keppti á sínu fjórða fitnessmóti um helgina

Dagmar Pálsdóttir keppti um síðustu helgi á Íslandsmótinu í fitness og keppti þá á sínu fjórða móti í módel fitness. Mótið fór fram í Hofi á Akureyri og var keppnin afar hörð og jöfn. Dagmar fór ekki á pall í þetta sinn en stóð sig enga síður ótrúlega vel. Dagmar er 34 ára gömul og […]

ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Tveir leikir eru í úrslitakeppni Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Eyjamenn þurfa sigur til að tryggja sér oddaleik eftir að Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Fanzone opni klukkan 18:00. Þar verða grillaðir hamborgarar, ískaldir drykkir og […]

Tap í fyrsta leik

ÍBV Þór

Eyjamenn töpuðu í gær gegn Víkingi Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar sóttu meira gátu Eyjamenn ágætlega við unað að ganga til búningsklefa með stöðuna 0-0. Heimamenn komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Daní­el Haf­steins­syni. Gylfi Þór Sig­urðsson, leikmaður Víkings fékk svo að […]

Eyjamenn hefja leik í Bestu deildinni

Eyja_3L2A6269

Fyrsta umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri tekur Víkingur Reykjavík á móti ÍBV í Víkinni. Eyjamenn nýliðar í deildinni og verður gaman að sjá þá spreyta sig á móti Víkingum sem fóru langt í Sambandsdeild Evrópu og er liðið sennilega í góðu spilaformi. Flautað verður til leiks klukkan […]

Afturelding hafði betur

Eyja 3L2A9917

ÍBV og Afturelding mættust í 8-liða úr­slit­um karla í hand­bolta í dag. Jafnræði var með liðunum framan af leik í dag, en ÍBV leiddi í leikhléi 13-14. Þegar leið á seinni hálfleik komust heimamenn í Aftureldingu yfir og létu þeir ekki þá forystu af hendi. Lokatölur 32-30. Næsti leikur í einvíginu verður næst­kom­andi þriðju­dag í […]

Pólskur markvörður til ÍBV

Marcel Ibvsp

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski skrifaði í vikunni undir samning út keppnistímabilið við knattspyrnudeild ÍBV. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins segir að hann komi til með að leika með liðinu í Bestu deild karla en fyrsti leikur ÍBV er á mánudaginn kemur gegn Víkingum á útivelli. Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara, Korona […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.