Tap gegn Stjörnunni

ÍBV og Stjarnan mættust í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var í Garðabæ. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Stjarnan leiddi í leikhléi, 16-14. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn betur og komust í 22-16 eftir tíu mínútur. ÍBV náði ekki að vinna þetta forskot upp og enduðu leikar 33-26. Með sigrinum fóru Stjörnumenn upp fyrir ÍBV […]
Norskur miðjumaður til ÍBV

Norski knattspyrnumaðurinn Jörgen Pettersen hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að leika með liðinu út árið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þrótti Reykjavík þar sem hann lék í Lengjudeildinni í sumar. Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV segir að samtals eigi Jörgen sem er 27 ára 114 KSÍ leiki og hefur hann skorað í þeim […]
Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað

Búið er að fresta leik Stjörnunnar og ÍBV sem fara átti fram í Garðabæ í kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandinu að vegna breytinga á ferðum Herjólfs í dag muni leikur Stjörnunnar og ÍBV í Olís deild karla fara fram á morgun, föstudag og hefst hann kl. 18:00. (meira…)
Þýskur markmannsþjálfari til ÍBV

Þýski markmannsþjálfarinn Kristian Barbuscak hefur verið ráðinn til ÍBV en mun hann taka við af Mikkel Hasling sem yfirgaf ÍBV eftir góðan tíma hjá félaginu. Kristian semur til loka árs 2025, að því er segir í frétt á heimasíðu félagsins. Kristian sem er 44 ára hefur starfað víða sem markmannsþjálfari frá 29 ára aldri en […]
Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í dag um að samið hafi verið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Bestudeildinni á komandi leiktíð. Annars vegar er það serbneski miðjumaður að nafni Milan Tomic sem kemur frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild í Serbíu. Milan er 24 ára miðjumaður sem hefur leikið með nokkrum liðum í […]
Stórleikur hjá landsliðinu í kvöld

Stelpunar okkar leika þriðja og síðasta leik sinn í kvöld í F-riðli þegar þær mæta Þýskalandi kl.19:30. Sigurvegarinn í viðureigninni fer áfram í milliriðil sem fer fram í Vínarborg. Það er því mikið undir í leik kvöldsins. Íslenska liðið hefur undirbúið sig vel í gær og í dag og andinn og stemningin innan hópsins virkilega […]
Bandarísk knattspyrnukona til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Ally Clark hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna á leiktímabilinu 2025. Ally getur leikið margar stöður á vellinum og kemur til með að styrkja lið ÍBV, segir í tilkynningu á vefsíðu félagsins. Henni hefur verið lýst sem hröðum og beinskeyttum leikmanni […]
ÍBV sigraði Val

ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17. ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var […]
ÍBV og Valur mætast

Lokaleikur 12. umferðar Olísdeildar karla fer fram í Eyjum í dag, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar, en Eyjaliðið í sjötta sæti með 11 stig. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að í dag, 30. nóvember hefði Kolbeinn Aron Ingibjargarson eða Kolli eins og hann var ávallt […]
EM veislan hafin!

Evrópumót kvenna í handbolta hófst í gær en fyrsti leikur Íslands er síðdegis í dag þegar liðið mætir Hollandi. Mótið er haldið í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV er fyrirliði landsliðsins. Hún segir íslenska liðið klárt í leikinn gegn Hollandi. Í viðtali við RÚV segir hún að tilfinningarnar séu ótrúlega góðar. „Ég […]