Bikaróður Eyjamaður – Draumaliðið

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, Bikaróður Eyjamaður á sér sitt draumalið í handboltanum og þar er bara pláss fyrir þá bestu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann boðaði til á annan í hvítasunnu þar sem hann kynnti líka nýja stjórn hjá ÍBV-B. Ísak Rafnsson er nýr þjálfari ÍBV-B og aðstoðarmaður hans er Þorkell Rúnar. Formaður er […]

ÍBV mætir Tindastól í bikarnum

Eyja 3L2A2347

8-liða úrslit bikarkeppni kvenna hefjast í dag með viðureign Tindastóls og ÍBV á Sauðárkróksvelli. Tindastóll í áttunda sæti Bestu deildarinnar en Eyjaliðið í öðru sæti Lengudeildarinnar. Stólarnir slógu Stjörnuna út í síðustu umferð á útivelli á meðan ÍBV lagði Völsung á heimavelli. Flautað er til leiks klukkan 13.00 í dag og verður leikurinn í beinni […]

ÍBV og Keflavík skildu jöfn

Eyja 3L2A2875

6. umferð Lengjudeildar kvenna kláraðist í kvöld þegar Eyjakonur tóku á móti Keflavík á Þórsvelli. Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og strax á 10. mínútu var Lilja Kristín Svansdóttir búin að koma heimakonum yfir. Allison Clark átti þá góða sendingu í gegn á Allison Lowrey sem náði að koma boltanum á fjær þar sem Lilja Kristín […]

ÍBV tekur á móti Keflavík

Eyja 3L2A1461

Lokaleikur 6. umferðar Lengudeildar kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV fær Keflavík í heimsókn. ÍBV gengið vel að undanförnu og unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Keflavík hefur hins vegar verið að misstíga sig og tapaði til að mynda síðasta leik sínum gegn HK, en HK er á toppi deildarinnar með 15 stig. […]

Vorsýning fimleikafélagsins

Fimleikafélagið Rán heldur sína árlegu vorsýningu á morgun, fimmtudaginn 5. júní klukkan 17:00. Að sögn Nönnu Berglindi yfirþjálfara fimleikafélagsins verður þema sýningarinnar að þessu sinni „Mamma Mia“ og  munu nemendur frá 1. bekk og upp úr sýna afrakstur vetrarins. Búast má við flottri sýningu eins og undanfarin ár og eru bæjarbúar hvattir til að mæta […]

Mæta botnliðinu á Skaganum

Í dag hefst 10. umferð Bestu deildar karla. Á dagskrá eru fimm leikir í dag. Á Skaganum taka heimamenn á móti ÍBV. ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 11 stig. Bæði þessi lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð. Eyjamenn lögðu þá FH-inga á heimavelli og […]

Tryggvi Guðmundsson sá langbesti

Tryggvi_gudmundsson_eyjafrettir_gomul

Í bráðskemmtilegri yfirferð sem Vísir tók saman um val á bestu leikmönnum í efstu deild karla í kanttspyrnu á Íslandi er Eyjamaður í efsta sæti. Miðillinn setti saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992 og er Tryggvi Guðmundsson í efsta sæti. Í greininni er rakinn glæstur ferill Tryggva sem fæddist 1974 […]

ÍBV og FH mætast í Eyjum

Heil umferð verður leikin í Bestu deild karla í dag á uppstigningardag. Í Eyjum mætast ÍBV og FH. Eyjamenn hafa átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum. Hafa ekki náð að landa sigri í fjórum síðustu leikjum í deildinni. FH-ingar hafa hins vegar verið að rétta úr kúttnum eftir erfiða byrjun. Eyjaliðið varð fyrir blóðtöku þegar […]

Hneyksli í vali íþróttafréttamanna

Í blaði Eyjafrétta sem kemur út í dag „Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2018. Þar var […]

Fjórir frá ÍBV í HM-hópi Einars og Halldórs

Eyja_3L2A7741

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 karla hjá HSÍ, hafa valið lokahóp sinn fyrir komandi Heimsmeistaramót sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní nk. Þjálfararnir völdu m.a. fjóra úr leikmannahópi ÍBV í verkefnið. Það eru þeir Elís Þór Aðalsteinsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Þeir verða í 16 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.