Fetar í fótspor föður síns

Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV eftir að hafa yfirgefið Leikni Reykjavík í vikunni. Arnór hafði verið í Leikni frá árinu 2020 en áður var hann í Fylki í stuttan tíma og Stjörnunni, þar sem hann er uppalinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags. Þessi 23 ára leikmaður lék með […]
Grótta gjörsigraði ÍBV

Botnlið Gróttu gerði góða ferð til Vestmannaeyja í dag, en liðið gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði lið ÍBV. Lokatölur 31-19. Jafnræði var með liðunum fyrsta þriðjung leiksins en í leikhléi var Gróttu-liðið komið með þriggja marka forystu, 16-13. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum og fór svo að Grótta sigraði eins […]
Hermann tekur við HK

Knattspyrnudeild HK hefur samið við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla til næstu þriggja ára. Hermann eða Hemmi, er flestu knattspyrnuáhugafólki vel kunnugur. Hann lék lengi sem atvinnumaður á Englandi og spilaði yfir 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að eiga 89 A-landsleiki á bakinu, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild HK. […]
Uppfært: ÍBV fær botnliðið í heimsókn

Áttunda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV í fimmta sætinu með 6 stig á meðan Grótta vermir botnsætið, með einungis 2 stig úr 7 leikjum. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 15.00. Uppfært: Vegna siglingar Herjólfs frá Þorlákshöfn í dag fer leikur ÍBV […]
Viggó áfram með ÍBV

Eyjamaðurinn Viggó Valgeirsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV segir að fréttirnar séu mikið gleðiefni enda var Viggó meðal bestu ungu leikmanna Lengjudeildarinnar 2024. Viggó er 18 ára miðjumaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla yngri flokkana. Hann er góður félagsmaður og tryggði sér sæti […]
Bikarleiknum frestað

Vegna veðurs hefur leik HK og ÍBV í Poweraid bikar kvenna sem fram átti að í kvöld verið frestað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandinu. Þar segir jafnframt að nýr leiktími sé á morgun, miðvikudaginn 6.nóvember kl.18.00. ÍBV mætir HK í bikarnum – Eyjafréttir (meira…)
ÍBV mætir HK í bikarnum

Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Powerade bikar kvenna í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins tekur HK á móti ÍBV í Kórnum. ÍBV í fimmta sæti Olísdeildar kvenna en HK leikur í Grill 66 deildinni og er þar í öðru sæti. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 í Kórnum. Leikir dagsins: Dagur Tími Leikur […]
ÍBV fær markaskorara frá Leikni

Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hann kemur til liðs við félagið frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Omar sé 24 ára framherji frá Gambíu. Hann skoraði 25 deildarmörk í 41 leik fyrir Leikni á tveimur síðustu leiktíðum. […]
Haukar sóttu stigin til Eyja

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna var háður í Eyjum í dag, þegar Haukar komu í heimsókn. Gestirnir sigruðu leikinn nokkuð örugglega. Lokatölur 26-20. Nokkuð jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik en Haukar höfðu tveggja marka forystu í leikhléi, 12-10. Haukar juku svo muninn í síðari hálfleik og höfðu að lokum nokkuð öruggan sex marka […]
Fá Hauka í heimsókn

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Þá fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Haukar með 8 stig og ÍBV með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. (meira…)