Spútnikliðin mætast í Eyjum

Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með þremur leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast spútniklið deildarinnar, ÍBV og Vestri. Liðunum var báðum spáð falli úr deildinni í spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla rétt fyrir mót. Hins vegar hafa bæði lið farið vel af stað og eru þau í þriðja til fjórða […]

Öflug sveit kölluð til hjá ÍBV -B

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, sem á og rekur ÍBV -B kallaði til blaðamannafundar í Gofskálanum 1. maí. Þar greindi hann frá helstu áherslum fyrir næsta tímabil og hverja hann hefur kallað til leiks og starfa. Er valinn maður í hverju rúmi og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þá sem hann nefndi eru […]

Fyrsti deildarleikurinn hjá stelpunum

Í dag hefst Lengjudeild kvenna, en þá fer fram heil umferð. Klukkan 14.00 tekur sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur á móti ÍBV. Leikið er á gervigrasinu í Nettóhöllinni. ÍBV lék á dögunum gegn Gróttu í bikarnum og unnu þar sannfærandi sigur. Vonandi heldur liðið áfram á sigurbraut. Leikir dagsins: (meira…)

Fótboltinn á fullt

5 Fl IBV 20250424 150646 (1)

Fótboltinn er nú allur að komast á fullt. Þó nokkuð er síðan að Besta deild karla hófst og er Lengjudeild kvenna að hefjast um helgina. Betur er fjallað um meistaraflokka ÍBV í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem nú er dreift til áskrifenda. Undanfarnar vikur hafa yngri flokkar einnig verið að leika æfingaleiki bæði hér heima í […]

Góður sigur ÍBV í Garðabæ

Oliver Heiðarsson fagnar marki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mín­útu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunn­ars­son Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina. Á 78. mín­útu kom […]

Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag

Eyja 3L2A1249

Fjórðu umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld, með þremur leikjum. Í Garðabæ taka heimamenn í Stjörnunni á móti ÍBV. Stjarnan með 6 stig úr þremur fyrstu leikjunum en Eyjamenn með 4 stig eftir jafn marga leiki. Í Síðustu umferð tapaði Stjarnan á móti Breiðablik á meðan sigraði ÍBV lið Fram á heimavelli. Það má […]

Stórsigur í bikarnum

Eyja 3L2A1461

Kvennalið ÍBV vann í gær stórsigur á Gróttu í Mjólkurbikarnum. Avery Mae Vanderven kom ÍBV yfir á 10. mínútu. Olga Sevcova bætti svo öðru marki við á 38. mínútu og rétt fyrir leikhlé skoraði Allison Grace Lowrey þriðja mark Eyjaliðsins. 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom svo lokamark leiksins og var þar að verki […]

Sandra og Daníel Þór semja við ÍBV

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þau hafa bæði leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Bæði eiga einnig að baki landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og […]

Bikarslagur í Eyjum

ibv-fhl-sgg

2. umferð Mjólkurbikars kvenna hófst í gær og lýkur á morgun. Í dag verða þrjár viðureignir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV sat hjá í fystu umferð en Grótta sló út ÍH. Leikurinn verður á Þórsvelli og er leikið til þrautar. Flautað verður til leiks klukkan 14.00. Bikarleikir dagsins: (meira…)

Frábær sigur á Fram

ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni í dag. Mótherjar dagsins voru Fram og var leikið á Þórsvellinum. Svo virðist sem Eyjamenn kunni vel við sig á Þórsvelli því liðið er búið að sigra báða leikina þar og skora í þeim sex mörk. Fyrst þrjú gegn Víking Reykjavík í bikarnum og í dag sigruðu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.