Áfrýjunardómstóll HSÍ staðfestir fyrri niðurstöðu

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur staðfest fyrri niðurstöðu dómstóls HSÍ í kærumáli ÍBV gegn Haukum. Dómstól Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hafði áður kveðið upp dóm í málinu vegna leiks Hauka gegn ÍBV í Powerade bikarkeppni karla, meistaraflokki. Í dómsorði á fyrra dómstigi sagði: Kærði, Knattspyrnufélagið Haukar ehf., telst hafa tapað leik við kæranda, ÍBV Íþróttafélag, sem fram fór […]
„Gefur manni trú á að framtíðin sé björt”

Um síðastliðna helgi var vígður nýr glæsilegur líkamsræktarsalur í Týsheimilinu. Það var sumarið 2023 sem ÍBV fékk gamla Týssalinn afhentan frá Vestmannaeyjabæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gegnt því hlutverki. Unnið hefur verið í því um nokkurt skeið að fá salinn m.a. Erlingur Richardsson og núverandi […]
Fótboltaskóli ÍBV hefst á föstudaginn

Fótboltaskóli ÍBV hefst næstkomandi föstudag. Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu. Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember. – 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn). – 4.fl og 5.fl. karla og kvenna […]
Jafntefli við toppliðið

ÍBV og FH skildu jöfn í lokaleik sínum fyrir jólafrí í Olísdeild karla í Eyjum í dag. Lokatölur 26-26. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust fjórum mörkum yfir í upphafi leiks. Meistararnir tóku svo við sér og snéru leiknum sér í hag laust fyir leikhlé og var staðan þegar menn gengu til búningsklefa 11-13. Jafnræði […]
Meistararnir mæta til Eyja

Fjórtándu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Íslandsmeisturum FH. FH-ingar á toppi deildarinnar með 21 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 13 stig. Eftir leiki dagsins er komið jólafrí í deildinni og verður næst leikið í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks […]
Bjarki Björn semur við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur fengið félagaskipti í ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá ÍBV. Bjarki – sem hefur verið á láni hjá félaginu síðustu tvö ár – lék 14 leiki fyrir ÍBV í deildinni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk en tvö þeirra voru meðal fallegustu marka deildarinnar. Bjarki er uppalinn […]
Bikarleiknum frestað vegna kærumáls

Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur frestað leik ÍBV og FH í Powerade bikarkeppni HSÍ, þar sem ekki er kominn niðurstaða í kærumáli Hauka og ÍBV. Fer leikurinn því í ótímabundna frestun, segir í tilkynningu frá sambandinu í dag. Haukar sigruðu leikinn en ÍBV kærði framkvæmd leiksins sem háður var að Ásvöllum. Dómari í málinu dæmdi ÍBV […]
Hin árlega jólasýning fimleikafélagsins

Hin árlega jólasýning Fimleikafélagsins Rán fór fram í gær fyrir fullum sal í íþróttahúsinu. Sex hópar á aldrinum 6-15 ára tóku þátt í sýningunni og sýndu fjölbreytt og skemmtileg atriði. Leikarar úr Dýrunum úr Hálsaskógi sáu um að kynna sýninguna og svo voru foreldrar nokkurra nemenda kallaðir á svið til að keppa í boðhlaupi á […]
Tap gegn Stjörnunni

ÍBV og Stjarnan mættust í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var í Garðabæ. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Stjarnan leiddi í leikhléi, 16-14. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn betur og komust í 22-16 eftir tíu mínútur. ÍBV náði ekki að vinna þetta forskot upp og enduðu leikar 33-26. Með sigrinum fóru Stjörnumenn upp fyrir ÍBV […]
Norskur miðjumaður til ÍBV

Norski knattspyrnumaðurinn Jörgen Pettersen hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að leika með liðinu út árið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þrótti Reykjavík þar sem hann lék í Lengjudeildinni í sumar. Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV segir að samtals eigi Jörgen sem er 27 ára 114 KSÍ leiki og hefur hann skorað í þeim […]