Lokaumferðin í kvöld

Eyja 3L2A8746

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fer fram samtímis í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjaliðið í sjötta sæti með 10 stig, jafnmörg stig og Stjarnan sem mætir Val á útivelli. Haukaliðið er í þriðja sætinu með 30 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir kvöldsins: fim. 03. apr. 25 19:30 21 Set höllin […]

ÍBV mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum

Eyja 3L2A9917

Lokaumferð Olísdeildar karla fór fram í gær. Eyjamenn mættu HK á heimavelli og fóru leikar þannig að ÍBV sigraði nokkuð örugglega 34-28 og tryggði liðið sér sjötta sætið með 23 stig. Það þýðir að liðið mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum og er fyrsti leikur einvígisins laugardaginn 5. apríl í Mosfellsbæ. Markahæstir í Eyjaliðinu í […]

Góð frammistaða fimleikafélagsins á bikarmóti

Fimleikafélagið Rán tók þátt í bikarmóti í hópfimleikum í Egilshöll síðustu helgi. Félagið sendi alls fjóra hópa til keppni – tvö lið í 3. flokki, auk liða í 2. og 1. flokki. Liðið í 2. flokki náði frábærum árangri og hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki. Keppendur voru til fyrirmyndar á mótinu og sýndu […]

Lokaumferðin: ÍBV fær HK í heimsókn

Eyja 3L2A9914

Lokaumferð Olísdeildar karla verður leikin í kvöld. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Í Eyjum taka heimamenn á móti HK. Eyjamenn í sjötta sæti með 21 stig en HK er í því áttunda með 16 stig. Ljóst er að Eyjaliðið lendir annað hvort í sjötta eða sjöunda sæti en Stjarnan er í sjöunda sæti með […]

Skiptar skoðanir á þjálfun Heimis þrátt fyrir gott gengi

Þrátt fyrir að Heimi Hallgrímssyni hafi gengið nokkuð vel með Írska landsliðið frá því hann tók við, hefur hann sætt þó nokkurri gangrýni en einn háværasti gagnrýnandi hans er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Eamon Dunphy, sem skrifar fyrir Irish Mirror. En strax eftir fyrstu tvo leiki Heimis síðasta haust kallaði Dunphy eftir brottrekstri og hefur síðan þá haldið áfram að gagnrýna hann harðlega […]

Jafntefli í Suðurlandsslagnum

Eyja 3L2A0418

ÍBV og Selfoss áttust við í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar kvenna í dag. Það blés ekki byrlega fyrir ÍBV í fyrri hálfleik. Gestirnir komust í 15-7 en ÍBV náði að minnka muninn fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 17-14 fyrir Selfoss. Mikill darraðadans var svo í lok leiks en ÍBV náði að komast yfir en Selfoss […]

Suðurlandsslagur í dag

Eyja 3L2A8875

Lokaleikur 19. umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í Eyjum í dag. Þar tekur ÍBV á móti Selfossi. ÍBV náði í sinn fyrsta sigur í ár í síðustu umferð þegar liðið sigraði Stjörnuna á útivelli. Fyrri leikurinn á milli þessara liða, þ.e.a.s. Selfoss og ÍBV endaði með sigri Selfyssinga. Ef skoðuð er staða þessara liða í […]

Britney Cots áfram í Eyjum

Cots Ibv Fb

Britney Cots hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Britney hóf ferilinn með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul í Frakklandi og var í æf­inga­hóp­um yngri landsliða í Frakklandi en spil­ar nú með A-landsliði Senegal. „Hún tók þátt í Afríkumeistaramótinu sem haldið var […]

Agnes Lilja framlengir við ÍBV

Agnes Lilja Styrmisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV út tímabilið 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Agnes Lilja hefur leikið allan sinn feril með ÍBV. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var seinasta verkefni þar leikur við Færeyja síðasta sumar með U-16 landsliðinu. Nýverið var hún valin í æfingahóp […]

ÍBV mætir Fram

21. umferð Olísdeildar karla er öll leikin samtímis í kvöld.  Í Lambhagahöllinni tekur Fram á móti ÍBV. Framarar í þriðja sæti með 29 stig en Eyjaliðið í því sjötta með 21 stig, þegar einungis tvær umferðir eru eftir. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir dagsins: mið. 19. mar. 25 19:30 21 Skógarsel ÍR – Stjarnan – […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.