Bikarævintýrið búið

Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöllum. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með […]
Final 4 hefst í dag

Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Í fyrri leik dagsins mætast ÍBV og Stjarnan. Í færslu á facebook-síðu handknattleiksráðs ÍBV eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta og styðja liðið til sigurs og tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum. Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur […]
Tap gegn ÍR

Kvennalið ÍBV þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í ár, en liðið tapaði í dag gegn ÍR á útivelli. ÍR leiddi allan leikinn. Hálfleikstölur voru 21 – 14. ÍBV tókast aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en náðu þó aldrei að ógna sigri ÍR. Lokatölur 34-30. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með […]
ÍBV mætir ÍR á útivelli

Sautjánda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV. ÍR-ingar í fimmta sæti með 11 stig en ÍBV er í því næstneðsta með 7 stig. Leiknar eru 21 umferð í deildinni og er ÍBV þremur stigum á eftir Stjörnunni og tveimur syigum á undan botnliði […]
Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Þorlákur Breki Baxter hefur gengið til liðs við ÍBV á láni frá Stjörnunni en hann kom til Stjörnunnar frá ítalska liðinu Lecce fyrir tímabilið 2024. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Hann kemur til með að leika með ÍBV til loka tímabilsins en hann ólst upp hjá Hetti og skipti yfir í Selfoss […]
Liðin skiptu með sér stigunum

ÍBV og Afturelding mættust í kvöld í Olísdeild karla. ÍBV leiddi í leikhléi 18 – 16, en afturelding náði að jafna um miðbik síðari hálfleiks 22-22. Jafnræði var með liðunum eftir það en Eyjaliðið komst tveimur mörkum yfir nokkrum sinnum. þegar skammt var eftir komst ÍBV í 35-33 en Afturelding skoraði tvö síðustu mörk leiksins […]
ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn

Fjórir leikir fara fram í Olísdeild karla í kvöld. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst klukkan 19.00 þegar ÍBV tekur á móti Aftureldingu. Eyjaliðið í sjöunda sæti með 18 stig en Afturelding er í því þriðja með 24 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Afturelding 38-27, þannig að Eyjamenn eiga harma að hefna í kvöld. Leikir […]
Kvennalið ÍBV í fallhættu – Breytingar framundan? Uppfært

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um […]
ÍBV lagði Gróttu

ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk […]
ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara […]