Ísfélag og Herjólfur bjóða hópferð á leikinn

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á laugardaginn kl. 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Felix framlengir

Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Felix hefur einungis leikið fyrir eitt félag á Íslandi, ÍBV, en hann hefur leikið 239 skráða KSÍ leiki og þar af 116 í efstu deild. Felix var á tíma á samningi hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vejle en þangað fór hann á […]
Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]
ÍBV á beinu brautinni

Eyjamenn eru komnir með annan fótinn í Bestu deild karla eftir að hafa unnið stórsigur á Grindavík 6:0 á Hásteinsvelli í dag. Slagurinn er á milli ÍBV og Fjölnis sem berjast um toppsætið í Lengjudeildinni þegar ein umferð er eftir. ÍBV situr í efsta sætinu með 38 stig og mætir Leikni úr Reykjavík í Breiðholtinu […]
Unnar vann fyrsta stigamótið í snóker

Fyrsta stigamót vetrarins í snóker fór fram í Vestmannaeyjum í gær en þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem stigamót er haldið utan höfuðborgarsvæðisins. Unnar Bragason mætti Eyjamanninum Þorsteini Hallgrímssyni í úrslitaleik og hafði betur 2-1. Unnar byrjaði betur í leiknum og komst yfir með stuði upp á 69 stig. En Þorsteinn vann sig […]
ÍBV fær Grindavík í heimsókn – frítt inn

Næst síðasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gær með leik nágrannana í Njarðvík og Keflavík. Lyktaði leiknum með markalausu jafntefli, sem kemur sér ágætlega fyrir ÍBV í toppbaráttunni. Eyjamenn eru því enn á toppi deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og Keflavík sem hefur leikið leik meira. Þér er boðið á síðasta heimaleik sumarsins Í […]
Sigur gegn Gróttu

ÍBV vann í dag góðan útisigur á Gróttu í fyrstu umferð Olís deildar kvenna. Hjá ÍBV var Marta Wawrzykowska frábær í markinu. Hún varði 24 skot, meðal annars vítakast á síðustu mínútu leiksins þegar Grótta gat minnkað muninn í eitt mark. Leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍBV, 21-23. Sunna Jónsdóttir var markahæst Eyjakvenna, með […]
Stelpurnar steinlágu í Kórnum

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fór fram í dag. Eyjastúlkur mættu HK á útivelli. LEikurinn var 18 mínútna gamall þegar HK hafði skorað fyrsta markið. Þær bættu svo við öðru marki skömmu fyrir leikhlé. Í byrjun seinni hálfleiks bættu heimastúlkur við tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Þær innsigluðu svo sigurinn með marki á 75 mínútu. Lokatölur […]
ÍBV mætir Gróttu á útivelli

Fyrsti leikurinn hjá kvennaliði ÍBV í Olís deildinni er í dag. Þá mæta þær liði Gróttu á útivelli. Leikurinn er annar tveggja sem háðir verða í dag. Deildin hófst á fimmtudaginn þegar Haukar rúllðu yfir Selfoss 32-20. Í gærkvöldi sigraði svo Fram lið Stjörnunnar örugglega, 33-22. Flautað verður til leiks í Hertz höllinni klukkan 14.00 […]
Deildin klárast hjá stelpunum

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 14.00. Þar á meðal er viðureign HK og ÍBV sem fer fram í Kórnum. Liðin tvö hafa að litlu að keppa nema stoltinu. HK í fjórða sæti með 27 stig, en ÍBV í því sjötta með 25 stig. Leikir dagsins: (meira…)