Bikarævintýrið búið

Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöll­um. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með […]

Final 4 hefst í dag

Eyja 3L2A9914

Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Í fyrri leik dagsins mætast ÍBV og Stjarnan. Í færslu á facebook-síðu handknattleiksráðs ÍBV eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta og styðja liðið til sigurs og tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum. Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur […]

Tap gegn ÍR

Eyja ÍBV Fram 3L2A8202 1024x682

Kvennalið ÍBV þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í ár, en liðið tapaði í dag gegn ÍR á útivelli. ÍR leiddi allan leikinn. Hálfleikstölur voru 21 – 14. ÍBV tókast aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en náðu þó aldrei að ógna sigri ÍR. Lokatölur 34-30. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með […]

ÍBV mætir ÍR á útivelli

Eyja 3L2A9096

Sautjánda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV. ÍR-ingar í fimmta sæti með 11 stig en ÍBV er í því næstneðsta með 7 stig. Leiknar eru 21 umferð í deildinni og er ÍBV þremur stigum á eftir Stjörnunni og tveimur syigum á undan botnliði […]

Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Þorlákur Breki Baxter hefur gengið til liðs við ÍBV á láni frá Stjörnunni en hann kom til Stjörnunnar frá ítalska liðinu Lecce fyrir tímabilið 2024. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Hann kemur til með að leika með ÍBV til loka tímabilsins en hann ólst upp hjá Hetti og skipti yfir í Selfoss […]

Liðin skiptu með sér stigunum

Eyja 3L2A9914

ÍBV og Afturelding mættust í kvöld í Olísdeild karla. ÍBV leiddi í leikhléi 18 – 16, en afturelding náði að jafna um miðbik síðari hálfleiks 22-22. Jafnræði var með liðunum eftir það en Eyjaliðið komst tveimur mörkum yfir nokkrum sinnum. þegar skammt var eftir komst ÍBV í 35-33 en Afturelding skoraði tvö síðustu mörk leiksins […]

ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn

Fjórir leikir fara fram í Olísdeild karla í kvöld. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst klukkan 19.00 þegar ÍBV tekur á móti Aftureldingu. Eyjaliðið í sjöunda sæti með 18 stig en Afturelding er í því þriðja með 24 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Afturelding 38-27, þannig að Eyjamenn eiga harma að hefna í kvöld. Leikir […]

Kvennalið ÍBV í fallhættu – Breytingar framundan? Uppfært

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um […]

ÍBV lagði Gróttu

ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk […]

ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Eyja 3L2A9290

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.