ÍBV fær varnarmann á láni

Knattspyrnumaðurinn Birgir Ómar Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi út keppnistímabilið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hefur leikið 89 leiki, langflesta í Lengjudeildinni. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Birgir sé 23 ára bakvörður sem er uppalinn hjá Þór og hefur leikið þar allan sinn feril, […]

Stjörnusigur í Eyjum

Eyja 3L2A8333

ÍBV tapaði í dag naumlega gegn Stjörnunni í Olís deild kvenna. Leikið var í Vestmannaeyjum. Lið gestanna leiddi í leikhléi 11-13. Munurinn jókst svo í síðari hálfleik og munaði mest 7 mörkum. ÍBV náði svo að minnka muninn þegar líða tók á hálfleikinn og munaði einungis einu marki þegar lokaflautið kom. Lokatölur 22-23. Hjá ÍBV […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni í Eyjum

Eyja 3L2A7868

Elleftu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag, með tveimur leikjum. ÍBV tekur á móti Stjörnunni og er leikið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Liðin eru jöfn að stigum, hafa bæði fengið 6 stig úr 10 leikjum. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 22-25. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í dag. […]

Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]

Bandarískur sóknarmaður til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Lowrey hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun leika með liði meistaraflokks kvenna í Lengjudeildinni í sumar. Fram kemur í frétt á heimasíðu ÍBV að samningur Allison sé til loka tímabils en hún kemur til ÍBV frá Texas A&M eftir að hafa einnig leikið með háskólaliði Rutgers. Allison er 22 […]

Tap gegn ÍR

Eyja 3L2A7868

Boltinn er farinn að rúlla aftur hjá stelpunum í Olís deildinni. Um helgina fór fram heil umferð í deildinni. Þrír í gær og umferðinni lauk svo í dag þegar ÍBV tók á móti ÍR. Gestirnir komust yfir í lok fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 15-13 fyrir ÍR. ÍR sem aðeins hafði unnið einn […]

Efnilegir krakkar í fótboltaskóla ÍBV

Fótboltaskóli ÍBV í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og Ísfélagið var haldinn um hátíðarnar. Námskeiðin voru fyrir bæði stelpur og stráka og voru þetta krakkar frá 7. flokki og uppí 4. Flokk, eða á aldrinum 6 – 14 ára. Rúmlega 60 krakkar voru á seinna námskeiðinu og 50 krakkar á því fyrra. Hjá þeim yngri var áhersla á […]

U-19 landslið hlaut silfur á Sparkassen Cup

Á myndinni má sjá Eyjastrákana Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánsson og Andra Erlingsson.  U-19 landslið karla vann til silfurs á úrslitaleik á Sparkassen Cup í Merzig, Þýskalandi í gær þar sem þeir léku á móti Þjóðverjum. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni og endaði leikurinn 27-31 Þjóðverjum í hag. Mótið var gríðalega góð reynsla fyrir […]

Jólapílan á laugardag

pilukast

Hin árlega jólapíla Kiwanis, pílumót Hárstofu Viktors, fer fram laugardaginn 28. desember í Kiwanissalnum. Glæsileg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin sem og stemningsverðlaun fyrir flottustu treyjurnar. Hægt er að skrá sig hér. Mæting kl. 12 á laugardag og mótið hefst 12.30. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum en forskráning auðveldar skipulag mótsins, […]

Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV komið út

Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2024 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við þjálfara meistaraflokks kvenna og karla, þá Þorlák Árnason og Jón Ólaf Daníelsson. Í blaðinu má einnig sjá texta frá fyrirliðum meistaraflokkanna, Alex Frey Hilmarssyni og Guðnýju Geirsdóttur. Yfirferð frá Ellerti Scheving framkvæmdastjóra ÍBV á yngri flokka starfinu má einnig finna í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.