ÍBV og Fram mætast í Eyjum

Fimmtánda umferð Bestudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Eyjum mætast ÍBV og Fram. Liðin eru með jafn mörg stig í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og má því búast við hörkuleik á Hásteinsvelli. Í fyrri leik liðana sigraði ÍBV á útivelli. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Sjá má leiki […]
Töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli

Eyjamenn töpuðu í kvöld dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar er liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn ÍR. ÍBV komst yfir í leiknum þegar Viggó Valgeirsson skoraði í fyrri hálfleik. Á 60. mínútu fékk Jordian Farahani rautt spjald og ÍR-ingar manni færri það sem eftir lifði leiks. Tómas Bent Magnússon kom ÍBV í 2:0 á 65. […]
ÍBV fær liðsstyrk fyrir lokasprettinn

Knattspyrnumaðurinn Jón Arnar Barðdal hefur skrifað undir samning við ÍBV til loka tímabilsins en hann kemur til með að hjálpa liðinu í baráttunni í Lengjudeildinni. Greint er frá þessu í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Jón Arnar er 29 ára gamall sóknarmaður sem lék með Stjörnunni upp alla yngri flokkana en á hans meistaraflokksferli hefur hann […]
Tap gegn toppliðinu

Kvennalið ÍBV tapaði í dag gegn toppliði FHL í Lengjudeildinni. Leikið var fyrir austan. ÍBV lenti undir strax á fimmtu mínútu og þannig stóðu leikar í leikhléi. Fljótlega í síðari hálfleik bætti FHL við tveimur mörkum áður en Ágústa María Valtýsdóttir minnkaði muninn fyrir ÍBV á 70. mínútu. Á 81. mínútu bætti Emma Hawkins við […]
Mæta toppliðinu á útivelli

Einn leikur fer fram í 14. umferð Lengjudeildar kvenna í dag, laugardag. Þar mætast liðin sem hafa verið á mesta skriðinu að undanförnu. Ef skoðaðir eru fimm síðustu leikir þessara tveggja liða kemur í ljós að þau eru með fullt hús stiga úr þeim. Raunar er það svo að FHL hefur haft talsverða yfirburði í […]
Toppliðið engin fyrirstaða

Eyjamenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn í kvöld, þegar liðið mætti toppliði deildarinnar, Fjölni. Eyjaliðið fór hamförum í leiknum og gjörsigruðu Fjölnismenn. Staðan í leikhléi var 0-4. Bjarki Björn Gunnarsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu. Á fjögra mínútna kafla í lok hálfleiksins komu svo mörkin á færibandi. Tómas Bent Magnússon skoraði á 44. mínútu, […]
Tvö efstu liðin mætast

Það er sannkallaður toppbaráttuslagur í Lengjudeild karla í kvöld þegar topplið Fjölnis tekur á móti ÍBV sem vermir annað sæti deildarinnar. Eyjamenn verið á góðu skriði að undanförnu og sigrað þrjá síðustu leiki, á meðan Fjölnir hefur aðeins misst flugið og gert jafntefli í tveimur síðustu viðureignum. ÍBV er sem stendur fjórum stigum á eftir […]
ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn

ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn gegn lærisveinum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Njarðvík í gær. Leikið var í Eyjum. Kaj Leo í Bartolsstovu – fyrrum leikmaður ÍBV – skoraði eina mark gestanna í þessum leik. Oliver Heiðarsson lét til sín taka í síðari hálfleik og skoraði hann tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Eyjamönnum þrjú stig, en […]
ÍBV lagði Grindavík

ÍBV sigraði í kvöld lið Grindavíkur í Lengjudeild kvenna. Með sigrinum komst Eyjaliðið upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur voru 3-1 og fimmti sigur ÍBV í röð því staðreynd. Mikið hefur rignt í Eyjum í dag og var völlurinn því þungur. ÍBV er eins og áður segir í öðru sæti með 22 stig. Stigi meira […]
ÍBV mætir Grindavík í Eyjum

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti Grindavík á Hásteinsvelli. ÍBV liðið er komið á gott skrið eftir slæma byrjun. Liðið hefur sigrað fjóra síðustu leiki og nú síðast sigruðu þær lið Gróttu á útivelli. Liðið er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 19 […]