Júlíana framlengir til loka ársins 2024

Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til loka ársins 2024. Fréttirnar eru mikil gleðitíðindi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Júlíana sem er 25 ára varnarmaður lék frábærlega í liði ÍBV á síðustu leiktíð en hún hefur verið traustur leikmaður liðsins undanfarin ár, eða allt frá því að hún lék […]

Toppslagur í Eyjum en frestað fyrir vestan

Það má búast við hörku leik í dag þegar ÍBV stelpurnar taka á móti liði Fram í íþróttamiðstöðinni. Lið Fram er sem stendur í 4. sæti deildarinnar en ÍBV í 2. sæti. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Leik Harðar og ÍBV hefur verið frestað. Ekkert flug er milli Vestmannaeyja og Ísafjarðar í dag. Nýr leiktími verður […]

Leikmaður ársins framlengir

Leikmaður ársins hjá ÍBV, Haley Thomas, hefur ákveðið að taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Haley, sem var fyrirliði liðsins og lék frábærlega á tímabilinu 2022, er 23 ára bandarískur miðvörður. Haley kom til ÍBV fyrir tímabilið 2022 frá Weber State University og lék hverja einustu mínútu í leikjum ÍBV á tímabilinu í hjarta […]

Fyrsti heimaleikur ársins

Það er víðar leikinn handbolti en í Svíþjóð því fyrsti heimaleikur kvennaliðs ÍBV á þessu ári verður í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Stelpurnar okkar hafa verið á góðu róli og hafa sigrað 2 efstu lið deildarinnar í byrjun árs. Þær sitja nú í 2.sætinu, aðeins stigi á eftir Val. Leikurinn hefst klukkan 14.00 […]

ÍBV semur við markmann

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við hinn hvít-rússneska Pavel Miskevich. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2022-23. Pavel er 25 ára gamall markvörður og kemur til ÍBV frá spænska liðinu San Jose Lanzarote, sem leikur í næst efstu deild þar í landi. “Mikil ánægja er hjá félaginu með að samkomulagið sé í höfn og hlökkum við til að […]

Sandra valin handknattleikskona ársins

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið handknattleiksfólk ársins 2022, þau eru: Handknattleikskona ársinsHandknattleikskona ársins 2022 er Sandra Erlingsdóttir, 24 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Sandra lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um […]

Handboltaveisla í hæsta klassa

Það er óhætt að fullyrða að handboltaleikirnir sem fram fara í íþróttamiðstöðinni í dag séu af stærri gerðinni. Veislan hefst á leik ÍBV og Vals í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Stutt er síðan að liðin mættust í Vestmannaeyjum þar sem Valsmenn höfðu betur. Leikmenn Vals komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi og því ekkert því […]

ÍBV treyja ódýrust í jólapakkann

Í frétt á vef Vísis hefur verið tekið saman hvaða fótboltatreyja er ódýrust í jólapakkann. Þar kemur fram að treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. […]

Oft er þörf en nú er nauðsyn

Kvennalið ÍBV fær lið KA/Þórs í heimsókn í dag kl.17:30. Um er að ræða gífurlega mikilvægan leik í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. “Oft er þörf en nú er nauðsyn. Við treystum á ykkur kæru stuðningsmenn, fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar inn í næstu umferð bikarkeppninnar. Sjáumst hress og kát í Íþróttamiðstöðinni,” segir […]

Mæta tékknesku meisturunum

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðir leikirnir eru leikinir í Tékklandi og fer fyrri leikurinn fram í dag klukkan 13:00 og sá seinni á morgun klukkan 17:00. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.