Strákarnir leika báða leiki á útivelli

Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivelli. Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center Sportif í Differdange, sem er suð vestur af borginni Luxemborg, við frönsku landamærin. (meira…)
Fá Aftureldingu í heimsókn

Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum í dag með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni um næstu helgi er þess freistað að færa leikinn framar í vikuna. Flautað verður til leiks klukkan 19:00. (meira…)
Kvennaleiknum frestað

Vegna veðurs og þar með breytingu á ferðum Herjólfs í dag sunnudag hefur leik ÍBV og Aftureldingar í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag verið frestað til morguns, og fer því fram 25.9 kl 19:00. (meira…)
ÍBV í fallsæti eftir annað svekkjandi jafntefli

Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2 jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði […]
Mikilvægur leikur hjá karlaliðinu í dag

ÍBV fær Fram í heimsókn í dag. Bæði lið eru með 20 stig sem stendur en ÍBV situr í botnsæti samkvæmt markatölu. Fyrsti leikur ÍBV var gegn Fylki síðastliðna helgi þar sem spennandi leikur endaði 2:2. Á 85 mínútu var staðan 2-1 fyrir ÍBV en Fylkir skoraði jöfnunarmarkið um mínútu síðar. Virkilega svekkjandi fyrir ÍBV […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Karlalið ÍBV í handbolta leikur sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla á þessu tímabili í kvöld. Andstæðingarnir að þessu sinni eru Haukar. Bæði lið hafa leikið tvo leiki á tímablinu og sigrað annan þeirra. Þau njóta bæði þess vafasama heiðurs að hafa tapað fyrir nýliðum í deildinni. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum […]
Ísey María og Kristín Klara valdar í úrtakshóp U-15

Þær Ísey María Örvarsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U-15 ára landsliði stúlkna. Þær eru hluti af frábærum 4.flokki kvenna sem fór alla leið í undanúrslit íslandsmótsins á dögunum. Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilegu stelpum. Mynd: ibvsport.is (meira…)
Toppliðin mætast í kvöld

Kvennalið ÍBV hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið sína tvo fyrstu leiki. Annarsvegar KA/Þór fyrir norðan og svo Haukastúlkur á heimavelli. Liðið situr á toppi Olísdeildarinnar með fullt hús stiga ásamt Valsstúlkum. En þessi tvö lið mætast í toppslag á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á handboltarás Símans. […]
KFS fallið eftir tap um helgina

KFS er fallið niður í 4. deild eftir tap gegn Víði um helgina. KFS þurfti að minnsta kosti jafntefli í leiknum til þess að halda sér í deildinni en leikurinn fór 3-0 Víði í vil. KFS endaði í 11 sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Stigataflan eftir tímabilið: (meira…)
Fyrsti leikur í úrslitakeppninni hjá karlaliðinu í dag

Karlalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í dag. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt KA, HK, Fylki, Fram og Keflavík. ÍBV er sem stendur í næst neðsta sæti með 19 stig en Keflavík situr á botninum með 12 stig. Flautað verður til leiks kl 17:00 á Wurth vellinum. Hvetjum þá sem eru […]