KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu

KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu í dag þegar þeir fá Víði í heimsókn. Víðir situr í fjórða sæti og KFS í því 10. Sem stendur eru KFS og ÍH nokkuð jöfn og því mikilvægt að KFS tryggi sér að minnsta kosti jafntefli í dag til þess að halda sér í 3. deildinni að […]

Síðasti leikur sumarsins hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta leik í deildinni á þessu tímabili í dag þegar þær heimsækja Tindastól á Sauðárkrók. Keflavík og Selfoss eiga líka sinn síðasta leik í dag. Staðan hjá þremur efstu liðinum er afar jöfn og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða hjá ÍBV stelpunum til að tryggja sér sæti í Bestu […]

Fyrsti heimaleikur vetrarins

Eyja 3L2A0803

Fyrsti Olísdeildarleikur tímabilsins í Vestmannaeyjum fer fram í dag þegar stelpurnar taka á móti Haukum. Þessi lið léku spennandi einvígi í undanúrslitum í vor sem ÍBV sigraði að lokum. ÍBV gerði góða ferð norður í fyrsta leik tímablisins og sigraði KA/Þór. ÍBV mættir með nokkuð breyttan hóp til leiks í vetur þrátt fyrir að máttarstólpar […]

Mæta Víking á útivelli

Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld. Víkingar fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Safamýri klukkan 19.30. Víkingar eru nýliðar í Olísdeildinni. ÍBV lagði Stjörnuna sannfærandi í Mýrinni á laugardaginn í kaflaskiptum leik. Í hinum leik kvöldsins sækja nýliðar HK, Gróttumenn heim í Hertzhöllina. (meira…)

Fyrirtækjamót GV fór fram síðustu helgi

Fyrirtækja keppni Gólfklúbbs Vestmannaeyja fór fram síðastliðinn laugardag. Alls tóku 37 lið þátt í mótinu. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: sæti: Lið Miðstöðvarinnar skipað Styrmi Jóhannssyni og Sveini Hjörleifssyni sem léku á 48 punktum. sæti: Lið 3 hjá Hafnareyri skipað Andra Kristinssyni og Þorláki Sigurbirni Sigurjónssyni sem léku á 47 punktum. sæti Lið 1 hjá […]

Stelpurnar í erfiðum málum eftir tap í gær

Kvennalið ÍBV tók á móti Keflavík á Hásteinsvelli í gær. Keflavík kemst yfir á 34 mínútu leiksins en ekki líður á löngu þar til ÍBV jafnar á 37 mínútu. Síðara mark Keflavíkur kemur síðan á 83 mínútu þegar ÍBV á í basli inn í teig. Lokatölur leiksins því 2-1 Keflavík í vil. Fyrir leik sat […]

ÍBV – Keflavík í dag. Eyjastelpurnar efstar sem stendur

Kvennalið ÍBV fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag. Flautað verður til leiks kl: 16. Selfoss er fallið úr deild en ÍBV, Tindastóll og Keflavík eru þar nokkuð jöfn. Leikurinn í dag er því afar mikilvægur fyrir Eyjastelpurnar í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Hvetjum alla að mæta og styðja þær […]

Handboltaliðin hefja leik á útivelli

Bæði handboltalið ÍBV hefja keppni í Olísdeildinni í dag á útivelli. Stelpurnar mæta KA/Þór norðan heiða klukkan 13:00 og strákarnir mæta Stjörnunni í Garðabæ klukkan 18:15. Þessa leiki eins og alla aðra í vetur verður hægt að sjá í beinni útsendingu í Sjónvarpi símans. (meira…)

KFS heimsækir Magna á Grenivík í dag

KFS heimsækir Magna á Grenivík í dag og hefst leikurinn kl. 16 á Grenivíkurvelli. KFS situr í 10 sæti deildarinnar með 18. stig. Í 11 sæti er Ýmir með 16 og á botni deildarinnar er ÍH með 15 stig. KFS á einnig leik við ÍH næstkomandi laugardag 9. september kl. 13 í Skessunni. Hvetjum þá […]

Frábær árangur ÍBV stelpna

Í tilkynningu frá ÍBV segir að stelpurnar í 5. og 4.flokki hafa náð einstaklega góðum árangri í sumar. Nú þegar líða fer að lokum tímabilsins eru A-lið beggja þessara flokka í keppni um íslandsmeistaratitil. 5.flokkur leikur gegn Víking í undanúrslitum þann 10. september kl 14:45. ÍBV vill hvetja alla þá sem hafa geta að mæta […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.