Slegist á Selfossi

Í kvöld fara fram þrír leikir í Bestu-deild kvenna. ÍBV mætir liði Selfoss á Jáverk-vellinum á Selfossi kl. 18:00, en liðin tvö sitja saman í síðasta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig eftir níu leiki í sumar. Leikir dagsins í Bestu-deild kvenna: 18:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn) 19:15 Keflavík-Tindastóll (HS Orku völlurinn) 19:15 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur) (meira…)

Mæta Valsmönnum í dag

Í dag fara fram þrír leikir í Bestu-deild karla. ÍBV fær Val í heimsókn á Hásteinsvöll, en sem stendur eru Valsmenn í öðru sæti deildarinnar með 26 stig og ÍBV í því ellefta og næst neðsta með 10 stig. Leikir dagsins í Bestu-deild karla: 14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur) 17:00 KR-KA (Meistaravellir) 19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur) (meira…)

ÍBV sektað vegna ummæla formanns

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands sl. 23. júní var ákveðið að sekta ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna opinberra ummæla Daníels Geirs Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV. Í greinargerð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, sem tekin var fyrir kemur fram að málið varði ósæmileg opinber ummæli og myndskeið sem birt voru af hálfu formannsins. Hafi […]

Britney Cots gengin til liðs við ÍBV

Rétthenta skyttan Britney Cots hefur samið við ÍBV. Britney er gríðarlega kröftugur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá Stjörnunni. “Við erum mjög ánægð með að Britney hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hana inná vellinum,” segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Kári Kristján framlengir

Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)

Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag

Eyjakonur fá FH í heimsókn í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. ÍBV sigraði Grindarvík í 16-liða úrslitum þar sem vítaspyrnukeppni réði úrslitum. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli kl 17:30 og verður í beinni á RÚV 2. TM mótið er hafið og búast má við fjölda áhorfenda á leikinn. Hvetjum stuðningsmenn til að mæta og styðja […]

Jón Jökull í KFS

Jón Jökull Hjaltason 22. ára leikmaður ÍBV hefur verið lánaður yfir í KFS. Jón Jökull hefur leikið yfir 30 leiki í 1. deild með ÍBV og Þrótti Vogum. Jón hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að nota tækifærið vel til að ná sér í leiki og um leið hjálpa eyjapeyjunum í KFS í […]

Stelpurnar taka þátt í EHF Cup

HSÍ sendi skráningu til EHF í gær vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú lið sem tóku þátt í Evrópukeppninni en í ár […]

ÍBV sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ

Verðlaunahóf HSÍ fór fram í Minigarðinum í dag. Kosið var um það eftir að deildakeppninni í vor lauk hverjir hverjir hefðu skarað fram úr á leiktíðinni, eða sem sagt áður en að úrslitakeppnin hófst. Leikmenn ÍBV voru áberandi á meðal sigurvegara. Hinn 35 ára gamli Rúnar Kárason, hægri skytta ÍBV í vetur, var hins vegar […]

Lokahóf yngriflokka í handbolta

Sl. föstudag fóru fram lokahóf hjá 5.-8. flokkum í handbolta, farið var í leiki í íþróttahúsinu, teknar myndir með bikurum meistaraflokkanna og grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.