ÍBV í 4. sæti á Hafnarfjarðarmótinu

Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið í handbolta karla sem fór fram í vikunni á Ásvöllum. Stjarnan var eina taplausa liðið á mótinu, ÍBV hafnaði hins vegar í 4. sæti og eflaust einhver lærdómur sem okkar menn draga af þessum leikjum. Lokaniðurstaða mótsins: Handbolti.is greinir frá. (meira…)

65 frá 22 löndum keppa í Ultimate Frisbee

Föstudag og laugardag fer fram Ultimate Frisbee mót í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum. Þátttakendur eru 65 frá 22 löndum, aðallega frá meginlandi Evrópu. Er þetta í þriðja sinn sem Hanna, aðalskipuleggjandi mótsins hefur haldið mót hér á landi, fyrst í Hafnarfirði 2012, síðast í Hveragerði 2019 og loks nú í Vestmannaeyjum. Raunar hafa verið haldin mót […]

Kvennasveit GV

Í síðustu viku keppti kvennasveit Golfklúbbs Vestmannaeyja í sveitakeppni 50+ á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Þar lékum við 1. deild líkt og í fyrra. Því miður féllum við úr efstu deild að þessu sinni. Mjótt var þó á mununum í lokin því 3 klúbbar voru jafnir í 6.-8. sæti en innbyrðisviðureignir okkar við Nesklúbbinn og […]

Berglind keypt til Frakkalands

Berglind Björg, knattspyrnukona sem spilaði stórt hlutverk með landsliðinu á EM í sumar, er á förum frá norska liðun Brann. Þetta kemur fram í norskum miðlum í morgun. Franska liði Paris Saint-Germain hefur keypt Berglindi, þetta er staðfest á vef Brann þar sem einnig kemur fram að hún hafi staðist læknisskoðun og sé búin að […]

KFS vann Elliða

Leikur KFS og Elliða fór fram á Týsvelli nú í kvöld. Nokkurt fjör var á vellinum meðal leikmanna og augljóst að bæði lið vildu fá sigur úr leiknum. KFS nýtti færin sín betur og niðurstaðan var 2-0 okkar mönnum í vil. (meira…)

Hafnarfjarðarmótið í handbolta hafið

ÍBV Haukar 3L2A1773

Meistaraflokkur karla íBV lék í gær fyrsta leik sinn á Hafnarfjarðarmótinu sem er haldið að Ásvöllum. Skv. heimildum Eyjafrétta er frítt inn á alla leiki mótsins. ÍBV liðið spilaði í opnunarleik mótsins gegn Haukum, leikurinn var spennandi og skiptust liðin á að leiða leikinn, en hann fór að lokum 33-32, Haukum í vil. Þetta kemur […]

Strákarnir töpuðu fyrir botnliðinu

Strákarnir okkar í ÍBV heimsóttu ÍA á Skaganum í dag en báru skarðan hlut frá borði. Niðurstaðan varð 2-1 tap gegn botnliðinu. Mark ÍBV skoraði Andri Rúnar Bjarnason. ÍBV er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig. Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 28. ágúst gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli.         (meira…)

Elliði Snær með ótrúleg tilþrif

Elliði Snær Viðarsson, sem hefur spilað í um tvö ár með Gummersbach er að gera góða hluti með liðinu. Liðið spilaði æfingaleik við Rothenbach-Halle í Kassel í gær og skoraði hann nokkur mörk, þarf af eitt með ótrúlegum tilþrifum Handbolti.is greinir fyrst frá. Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan […]

Birna María að gera góða hluti með U15

Birna María Unnarsdóttir var valin í U15 landslið í knattspyrnu í sumar og fór út með liðinu í síðustu viku til að spila vináttulandsleiki. Liðið gerði góða ferð til Færeyja en íslensku stelpurnar unnu heimaliðið í báðum leikjum liðanna. Birna María var í byrjunarliði Íslands í seinni leiknum og var önnur tveggja leikmanna íslenska liðsins […]

Framhalds aðalfundur ÍBV 31. ágúst

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. ÍBV íþróttafélag mun halda framhalds-aðalfund þann 31. ágúst næstkomandi kl. 20:00 í Týsheimilinu. Kemur fram að tekin verða fyrir mál sem frestað var á fyrri fundi: Kosning formanns kosning stjórnar kosning í fulltrúaráð kosning tveggja skoðunarmanna önnur mál Framboð til stjórnar þurfi að berast framkvæmdastjóra félagsins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.