Slegist á Selfossi

Í kvöld fara fram þrír leikir í Bestu-deild kvenna. ÍBV mætir liði Selfoss á Jáverk-vellinum á Selfossi kl. 18:00, en liðin tvö sitja saman í síðasta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig eftir níu leiki í sumar. Leikir dagsins í Bestu-deild kvenna: 18:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn) 19:15 Keflavík-Tindastóll (HS Orku völlurinn) 19:15 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur) (meira…)
Mæta Valsmönnum í dag

Í dag fara fram þrír leikir í Bestu-deild karla. ÍBV fær Val í heimsókn á Hásteinsvöll, en sem stendur eru Valsmenn í öðru sæti deildarinnar með 26 stig og ÍBV í því ellefta og næst neðsta með 10 stig. Leikir dagsins í Bestu-deild karla: 14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur) 17:00 KR-KA (Meistaravellir) 19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur) (meira…)
ÍBV sektað vegna ummæla formanns

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands sl. 23. júní var ákveðið að sekta ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna opinberra ummæla Daníels Geirs Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV. Í greinargerð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, sem tekin var fyrir kemur fram að málið varði ósæmileg opinber ummæli og myndskeið sem birt voru af hálfu formannsins. Hafi […]
Britney Cots gengin til liðs við ÍBV

Rétthenta skyttan Britney Cots hefur samið við ÍBV. Britney er gríðarlega kröftugur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá Stjörnunni. “Við erum mjög ánægð með að Britney hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hana inná vellinum,” segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)
Kári Kristján framlengir

Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)
Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag

Eyjakonur fá FH í heimsókn í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. ÍBV sigraði Grindarvík í 16-liða úrslitum þar sem vítaspyrnukeppni réði úrslitum. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli kl 17:30 og verður í beinni á RÚV 2. TM mótið er hafið og búast má við fjölda áhorfenda á leikinn. Hvetjum stuðningsmenn til að mæta og styðja […]
Jón Jökull í KFS

Jón Jökull Hjaltason 22. ára leikmaður ÍBV hefur verið lánaður yfir í KFS. Jón Jökull hefur leikið yfir 30 leiki í 1. deild með ÍBV og Þrótti Vogum. Jón hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að nota tækifærið vel til að ná sér í leiki og um leið hjálpa eyjapeyjunum í KFS í […]
Stelpurnar taka þátt í EHF Cup
HSÍ sendi skráningu til EHF í gær vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú lið sem tóku þátt í Evrópukeppninni en í ár […]
ÍBV sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ

Verðlaunahóf HSÍ fór fram í Minigarðinum í dag. Kosið var um það eftir að deildakeppninni í vor lauk hverjir hverjir hefðu skarað fram úr á leiktíðinni, eða sem sagt áður en að úrslitakeppnin hófst. Leikmenn ÍBV voru áberandi á meðal sigurvegara. Hinn 35 ára gamli Rúnar Kárason, hægri skytta ÍBV í vetur, var hins vegar […]
Lokahóf yngriflokka í handbolta

Sl. föstudag fóru fram lokahóf hjá 5.-8. flokkum í handbolta, farið var í leiki í íþróttahúsinu, teknar myndir með bikurum meistaraflokkanna og grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni […]