ÍBV mætir Keflavík

ÍBV mætir Keflavík í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. ÍBV er með sex stig eftir sex umferðir og situr í næst neðsta sæti deildarinnar. Keflavík er í sæti ofar með sjö stig. Jonathan Glenn fyrrum þjálfari ÍBV leiðir lið Keflavíkur. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á HS Orku vellinum í kvöld. Leikurinn […]

Amelía og Ívar Bessi hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Amelía Einarsdóttir og Ívar Bessi Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár. Amelía Einarsdóttir er 19 ára […]

Bergvin Haraldsson ráðinn yfirþjálfari

ÍBV hefur ráðið Bergvin Haraldsson sem yfirþjálfara í handbolta í yngri flokkum ÍBV. Hann hefur verið þjálfari hjá félaginu síðastliðin 10 ár og hefur þjálfunargráðu HSÍ – B Bergvin útskrifast í sumar sem Íþróttafræðingur með B.Sc gráðu úr Háskólanum í Reykjavík. (meira…)

Strákarnir taka á móti HK í dag

ÍBV tekur á móti HK í tíundu umferð Bestu deildarinnar á Hásteinsvelli í dag kl 18.00. ÍBV er í neðsta sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. ÍBV tapaði 2-1 gegn Fylki í síðustu umferð á loka mínútum leiksins. Strákarnir þurfa á stuðningi að halda. Mætum á völlinn og styðjum ÍBV til sigurs. (meira…)

Stelpurnar fá Tindastól í heimsókn

Það er komið að næsta heimaleik í Bestudeild kvenna en í dag klukkan 17:00 tekur ÍBV á móti Tindastól. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því má búast við hörku leik á Hásteinsvelli í dag. (meira…)

Oddaleikur á morgun í Eyjum

Oddaleikur ÍBV og Hauka í úrslitaeinvíginu fer fram á morgunn miðvikudag í Eyjum kl. 19.00. Haukar sigruðu í fjórða leik liðanna sem fram fór á Ásvöllum í gær 27:24. Haukar héldu forskoti í gegnum leikinn. Í hálfleik var staðan var 17:10 Haukum í vil. ÍBV minnkaði þó muninn í fimm mörk um miðjan seinni hálfleik. […]

Uppselt á Ásvelli

ÍBV getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í þriðja sinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 ÍBV í vil en Haukar sigruðu í síðasta leik liðanna í Vestmannaeyjum með sex mörkum. Fari svo að ÍBV vinni hafa allir þrír Íslandsmeistaratitlar félagsins unnist í Hafnarfirði en […]

KFS – Kormákur/Hvöt kl. 18.00 í dag (staðfest)

Staðfestur leiktími KFS við Kormák/Hvöt á Týsvelli kl. 18.00 í dag. KFS er í níunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjár umferðir. KFS tapaði gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 1-0. Mætum á völlinn og hvetjum strákana. (meira…)

Stefnir í áhorfendamet í íþróttamiðstöðinni

Þriðji úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Mikið verður um dýrðir í kringum leikinn enda ekki útilokað að úrslit ráðist í kapphlaupinu um Íslandsbikarinn. ÍBV stendur vel að vígi eftir tvo sigurleiki, 33:27 og 29:26. Haukar hafa ekki […]

Stefán Jónsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum

Ákveðið hefur verið að ráða Stefán Jónsson sem yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum frá 1. júní nk. Stefán gegnir nú stöðu aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Stefán tekur við af Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum frá sama tíma vegna aldurs. Jóhannes hóf störf í lögreglunni 12. október […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.