ÍBV 2 – Keflavík 2

Leikurinn fór fram í björtu en hvössu á Hásteinsvelli í dag. Mörkin skoruðu Fyrir ÍBV: Aron Breki Gunnarsson á 9. mínútu og Andri Rúnar Bjarnason á 66. mínútu. Fyrir Keflavík: Nacho Heras á 43. mínútu og aftur á 86. Mínútu. Fjöldi fólks var á leiknum og mikil stemming hjá stuðningsmönnum beggja liða (meira…)
Eyjaliðin skiptast á markvörðum

Mannabreytingar voru gerðar á liðum ÍBV og KFS nú í kvöld Jón Kristinn, sem hefur staðið vaktina í marki KFS hefur verið þar á láni frá ÍBV, en fer nú til baka þangað. Í stað hans mun Hálldór Páll koma frá ÍBV og vera með KFS út tímabilð. Þetta kemur fram á facebook síðu KFS, […]
4-1 stjörnusigur í Breiðholtinu – myndir

Karlalið íBV í fótbolta vann Leikni R. í skemmtilegum leik í Breiðholtinu í dag, um var að ræða fallbaráttuleik í Bestu deildinni þar sem liðin sátu í 10. og 11. sæti fyrir leik. Síðasti leikur þessara liða fór fram í Eyjum í 3. umferð þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en bæði mörkin voru skoruð […]
Þrír Eyjamenn í U18

Það er nóg að gera í landsliðsverkefnum þessar vikurnar og þessa helgina er U18 í handbolta karla í Færeyjum að spila æfingaleiki. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópumót U-18 árs landsliða sem hefst 4. ágúst í Svartfjallalandi. Þrír Eyjamenn eru í liðinu, þeir Hinrik Hugi, Andrés og Elmar. Fyrri leikur þeirra fór fram í […]
Moli brá á leik með yngri flokkunum

Verkefnið, Komdu í fótbolta, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans heldur áfram og hefur Siguróli Kristjánsson, kallaður Moli, umsjón með verkefninu. Moli mætti á æfingu hjá yngri flokkum ÍBV í morgun. Setti hann upp æfingar, hvatti krakkana áfram og gaf þeim buff og plaköt. Félagið fékk bolta að gjöf og var mikið stuð. (meira…)
ÍBV fær ísraelskan mótherja í þriðja sinn

Dregið var um mótherja fyrstu umferðar í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í gær, ÍBV dróst á móti ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð. ÍBV er ekki eina íslenska liðið sem skráð er til leiks, en Haukar og KA verða einnig fulltrúar Íslands. Haukar og KA sitja þó hjá í fyrstu umferð og voru því […]
Tveir Eyjamenn í U20

Íslenska U20 ára landslið Íslands í handbolta lék á Evrópumeistaramótinu í Porto á dögunum. Þeir náðu að sigra Ítala í síðasta leik sínum og enduðu í 11. sæti á mótinu. Efstu 11. sætin á á þessu móti gáfu þátttökurétt á HM á næsta ári 21 árs landsliða og því mikilvægur niðurstaða hjá liðinu. Það er […]
Stígandi sem þarf að fylgja eftir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni nú um helgina þegar liðið lagði Val 3-2 á Hásteinsvelli með þrennu frá Halldóri. Þetta voru langþráð mörk og enn sætari sigur, við ákváðum að taka stöðuna á Halldóri markaskorara, okkar nýjustu hetju í Eyjum. Hann heitir fullu nafni Halldór Jón Sigurður Þórðarson og […]
Geta gengið stoltar frá EM

Stelpurnar okkar á EM gerðu 1-1 jafntefli við geysisterkt lið Frakka í dag. Niðurstaðan hefði dugað þeim ef Ítalía og Belgía hefðu gert jafntefli í sínum leik, en Belgía sigraði þann leik með einu marki gegn engu. Þær frönsku komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og leikurinn var æsispennandi nánast allan leiktímann. Skæðustu færi […]
Ísland-Frakkland í dag kl. 19:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 19:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 18:15. Þetta er lokalekur Íslands í riðlinum og sá erfiðasti, Frakkaliðið er mjög sterkt og þeim hefur verið spáð sigri á mótinu. Þó gæti 0-0 jafntefli eða tap […]