Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KFS

KFS spilar fyrsta heimaleikinn sinn í dag kl.16:00 á Týsvelli. Frítt á völlinn og því tilvalið að skella sér. KFS endaði í 6. sæti í fyrra af 12 liðum í 3. deild og er spáð svipuðu gengi í ár. KFS er skipað ungum Eyjapeyjum sem hafa oft komið tilbúnari í baráttuna með ÍBV eða lífið […]
Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]
Fyrsta einvígi FH-ÍBV í Krikanum í dag
Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í dag kl. 19.00 í Kaplakrika í Hafnafirði. Fyllum Krikann og hvetjum peyjana til sigurs. Áfram ÍBV! (meira…)
ÍBV mætir Fram í Bestu deild karla í dag

ÍBV mætir Fram í fimmtu umferð Bestu deild karla í dag. Eftir fjórar umferðir situr ÍBV í 6 sæti með 6 stig og Fram er á botni deildarinnar með 2 stig. Leikurinn fer fram í Úlfarsárdalnum kl. 18.00 og er einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)
Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í dag
Í dag hefjast undanúrslit Olísdeildar kvenna. Stelpurnar okkar fá Hauka-konur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:40. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Í hálfleik verður Krókódílum boðið upp á léttar veitingar. “Nú er ráð að koma sér í úrslitakeppnis-gírinn, mæta á leikinn og styðja ÍBV til sigurs!,” segir í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)
Marinella Panayiotou til ÍBV

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum. Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá […]
ÍBV að þétta raðirnar í fótboltanum

Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV frá þessu er greint á vefnum forbolti.net. Báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga. King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku […]
4. flokkur kvenna í handbolta deildarmeistarar

4. flokkur kvenna í handbolta tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 3. deild á sunnudaginn síðastliðinn. Þjálfarar liðsins eru Gísli Steinar Jónsson og Hilmar Ágúst Björnsson. HSÍ og ÍBV óskar stelpunum innilega til hamingju með flottan árangur. (meira…)
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Það er komið að fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. Blikar koma í heimsókn í dag á Hásteinsvöll klukkan 16:00 og má búast við spennandi leik. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að grillið verður á sínum stað fyrir leik og eru Eyjamenn hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)
ÍBV bætir við sig markmanni

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið. Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV. Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann […]