Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KFS

KFS spilar fyrsta heimaleikinn sinn í dag kl.16:00 á Týsvelli. Frítt á völlinn og því tilvalið að skella sér. KFS endaði í 6. sæti í fyrra af 12 liðum í 3. deild og er spáð svipuðu gengi í ár. KFS er skipað ungum Eyjapeyjum sem hafa oft komið tilbúnari í baráttuna með ÍBV eða lífið […]

Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]

Fyrsta einvígi FH-ÍBV í Krikanum í dag

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í dag kl. 19.00 í Kaplakrika í Hafnafirði. Fyllum Krikann og hvetjum peyjana til sigurs. Áfram ÍBV!   (meira…)

ÍBV mætir Fram í Bestu deild karla í dag

ÍBV mætir Fram í fimmtu umferð Bestu deild karla í dag. Eftir fjórar umferðir situr ÍBV í 6 sæti með 6 stig og Fram er á botni deildarinnar með 2 stig. Leikurinn fer fram í Úlfarsárdalnum kl. 18.00 og er einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)

Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í dag

Í dag hefjast undanúrslit Olísdeildar kvenna. Stelpurnar okkar fá Hauka-konur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:40. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Í hálfleik verður Krókódílum boðið upp á léttar veitingar. “Nú er ráð að koma sér í úrslitakeppnis-gírinn, mæta á leikinn og styðja ÍBV til sigurs!,” segir í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Marinella Panayiotou til ÍBV

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum. Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá […]

ÍBV að þétta raðirnar í fótboltanum

Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV frá þessu er greint á vefnum forbolti.net. Báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga. King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku […]

4. flokkur kvenna í handbolta deildarmeistarar

4. flokkur kvenna í handbolta tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 3. deild á sunnudaginn síðastliðinn. Þjálfarar liðsins eru Gísli Steinar Jónsson og Hilmar Ágúst Björnsson. HSÍ og ÍBV óskar stelpunum innilega til hamingju með flottan árangur. (meira…)

Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Það er komið að fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. Blikar koma í heimsókn í dag á Hásteinsvöll klukkan 16:00 og má búast við spennandi leik. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að grillið verður á sínum stað fyrir leik og eru Eyjamenn hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)

ÍBV bætir við sig markmanni

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið. Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV. Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.