Íslandsmeistarar ÍBV og Bikarmeistarar Aftureldingar voru dregin saman í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í gær.
Samkvæmt handbolti.is eiga leikirnir að fara fram sunnudaginn 11 og mánudaginn 12. febrúar. Leikirnir geta hins vegar færst til vegna leikja í 16 liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar sem eiga að fara fram 10 og 11 febrúar og 17 og 18 febrúar. Valur, FH og ÍBV eiga öll möguleika á að komast í 16 liða úrslit.
Á vef HSÍ munu staðfestir dagar og leiktímar birtast fljótlega.
Eftirfarandi lið voru dregin saman:
Valur – Selfoss.
Stjarnan – KA.
Haukar – FH.
ÍBV – Afturelding
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst