Þurfum sátt sem byggir á réttlæti

Yfirlýsing frá fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags. Aðalstjórn ÍBV  ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára.  Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst […]

KFS tekur á móti KFG

KFS á heimaleik gegn KFG í dag og verður leikið á Helgafellsvelli kl. 18:00. KFS spilar í 3. deildinni og situr í 9. sæti þegar sjö umferðir af 22 hafa verið leiknar. (meira…)

Ekkert minna en stórkostleg

ÍBV Haukar 3L2A1773

Aðsend grein frá Kára Kristjáni Kristjánssyni, handboltahetju Vestmannaeyja. Núna þegar sárasti sviðinn er yfirstaðinn fannst mér ég ekki geta annað en skrifað nokkur orð í þakklætisskyni fyrir stuðninginn sem þið, frábæra stuðingsfólk sýnduð okkur á yfirstöðnum vetri og þá sérstaklega þegar komið var í úrslitakeppnina. Til að gera langa sögu stutta enduðum við í 3. […]

Lykilatriði að æfa aukalega

Sara Dröfn er einungis 17 ára og á framtíðina fyrir sér í handboltanum. Hún er örvhentur hornamaður sem getur einnig spilað sem skytta. Hún er í 3. flokki, meistaraflokki og spilar auk þess með landsliðum yngri flokka. Hún þykir góður liðsmaður og mætir á allar aukaæfingar ásamt því að stunda styrktaræfingar af kappi. Þessi frambærilega […]

Bjarni Ben á pæjumótinu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var einn þeirra fjölmörgu foreldra sem kom til Eyja í tengslum við TM mótið „Það sem stóð upp úr var fyrirtaks skipulagning og gleði sem einkenndi allt mótshaldið. Ég verð líka að minnast á frábæra þjónustu og glæsilegan mat á öllum veitingastöðum og kaffihúsum sem við sóttum yfir helgina,“ segir Bjarni.    Sigríður […]

Orkumótið byrjar á morgun

Orkumótið í fótbolta hefst formlega á morgun, miðvikudag, en sjálf keppnin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags. Á mótinu keppir 6. flokkur karla og fyrsta mótið var haldið árið 1984. Keppt verður á öllum knattspyrnuvöllum Eyjanna; Helgafellsvelli, Týsvelli, Hásteinsvelli, Þórsvelli og í Herjólfshöllinni. Glæsileg dagskrá er framundan hjá leikmönnum, foreldrum og liðsstjórum og má búast […]

Jafntefli í Úlfarsárdalnum!

ÍBV gerði jafntefli á móti Fram í fjörugum leik í Úlfarsárdalnum og var lokaniðurstaða 3-3 í leikslok. Kærkomið jafntefli hjá liðinu eftir nokkra leiðinlega tapleiki í röð. Mörk ÍBV skoruðu: Andri Rúnar Bjarnason (á 2. mínútu úr víti), Andri Rúnar Bjarnason (á 22. mínútu) og Alex Freyr Hilmarsson (á 61. mínútu), en hann fékk slæmt […]

ÍBV strákarnir heimsækja Fram í dag

Í dag kl. 18:00 tekur lið Fram á móti ÍBV strákunum okkar í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram á nýju íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Aðrir leikir í Bestu deild karla í kvöld eru: Stjarnan – KR Breiðablik – KA (meira…)

Stjarnan sannfærandi

ÍBV konur töpuðu 4-0 á móti Stjörnunni í leik í Garðabænum í dag. Ekki er svo langt síðan þessi tvö lið mættust í bikarleik, þar sem Stjarnan fór einnig með sigur af hólmi 1-4 á Hásteinsvelli. ÍBV liðið situr nú í 4. sæti Bestu deildar kvenna með 17 stig, 8 stigum á eftir toppliðinu; Val. […]

Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.