Siggi fær tveggja leikja bann

Nú liggur fyrr úrskurður í máli aganefndar HSÍ í máli er varðar útilokun sem Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hlaut með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25. febrúar 2023. Sigurður Bragason er úrskurðaður í tveggja leikja bann, fyrir að hafa brotið gegn leikreglu 8:10 […]
Sísí Lára hætt

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna frægu. Hún greindi frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Tilkynninguna má lesa hér að neðan: ÉG hef tekið þà erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Eftir ráðleggingar frá lækni finn ég að það er kominn tími til að […]
Annað sætið undir í Kapplakrika
Karlalið ÍBV leggur land undir fót í dag og mætir FH í Kapplakrika. Liðin eru í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar en ÍBV er tveimur stigum á eftir FH og á 2 leiki til góða. ÍBV getur því með sigri komið sér í góða stöðu á loka sprettinum. Frestuðu leikirnir tveir sem ÍBV á inni […]
Magnús Stefánsson tekur við karlaliðinu

Magnús Stefánsson tekur við sem aðalþjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta í sumar. Magnús hefur verið Erlingi til halds og traust í vetur en Erlingur ætlar að láta staðar numið við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil. Yfrlýsingu ÍBV má lesa hér að neðan. Handknattleiksdeild ÍBV hefur ráðið Magnús Stefánsson í starf aðalþjálfari meistaraflokks karla til næstu […]
Stórt skref í átt að deildarmeistaratitli
Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sigurmark ÍBV, 29:28, á síðustu sekúndu leiksins við Val í Vestmannaeyjum í dag þegar tvö efstu lið Olísdeildar kvenna áttust við í stórskemmtilegum og jöfnum leik. ÍBV hefur þar af leiðandi haft betur í 13 leikjum í röð í deildinni og er nú komið upp að hlið Valsliðinu á toppi deildarinnar.Það […]
Allt undir í dag

Það verður sannkallaður STÓR-leikur í dag klukkan 14:00, þegar kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn. Þessi lið sitja í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar, eru að berjast um deildarmeistaratitilinn og þessi leikur skiptir sköpum í þeirri baráttu! “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á laugardaginn og hvetja stelpurnar okkar til sigurs í þessum ákaflega mikilvæga […]
Fyrsti leikur ársins hjá strákunum

Karlalið ÍBV hefur aftur leik í Íslandsmótinu í handbolta í dag eftir langt hlé. Mótherjar dagsins eru nágrannar okkar frá Selfossi. Gestirnir eru sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig úr 14 leikjum. ÍBV er með 14 stig úr 12 leikjum í áttunda sæti. Viðureignir þessara liða hafa oft verið líflegar og því […]
Stórleikur í Vestmannaeyjum í kvöld

Það má búast við hörku leik í kvöld klukkan 18:00 þegar ÍBV stelpurnar taka á móti Stjörnukonum í margfrestuðum leik. Einu stigi munar á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar. Liðin mættu síðast á föstudaginn þar sem ÍBV vann Stjörnuna með eins marks mun, 23:22, og þar með sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins […]
Gabríel Martinez framlengir

Enn er penninn á lofti í Týsheimilinu og nú hafa Gabríel Martinez Róbertsson og handknattleikdeild ÍBV undirritað nýjan tveggja ára samning. Gabríel er 23 ára gamall hægri hornamaður sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur tekið stór skref í sínum leik undanfarin ár en á sínum yngri árum lék hann með yngri landsliðum Íslands. (meira…)
Dagur framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið hefur samið við Dag Arnarsson um framlengingu á samningi hans sem gildir til næstu tveggja ára. Dagur er frábær leikstjórnandi og hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár. Hann er 25 ára og hefur leikið með félaginu alla sína tíð. […]