Yngvi Borgþórsson hefur framlengt við knattspyrnufélagið Hamar í Hveragerði um annað ár.
Í tilkynningu félaginu sem fótbolti.net greinir frá segir: “Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn.”
Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, sextán stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið skoraði 43 mörk í átján leikjum og fékk á sig 46. Fyrir tímabilið var liðinu spáð falli
Mynd: Hamar knattspyrna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst