Öllu frestað

Vegna samgangna þarf að fresta tveimur leikjum í OIís deildum karla og kvenna sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag, annars vegar ÍBV – Selfoss í Olís deild karla og hins vegar ÍBV – Stjarnan í Olís deild kvenna. Leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna verður leikinn þriðjudaginn 14. Febrúar kl.18.00 […]

Erlingur hættir eftir tímabilið

Erlingur Richards­son mun láta af störfum sem þjálfari karla­liðs ÍBV í hand­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Þetta staðfesti Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. Hann staðfesti að leit stæði nú yfir af eftirmanni Erlings. Erlingur hefur þjálfað liðið frá árinu 2018 þegar hann tók við þjálfun þessi í þriðja […]

Tómas Bent Magnússon gerir þriggja ára samning

Tomas Bent Mynd

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun hann því leika með liðinu út leiktímabilið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tómas er 20 ára miðjumaður sem er þó mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum. Tómas lék 14 leiki með ÍBV og KFS á […]

Júlíana framlengir til loka ársins 2024

Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til loka ársins 2024. Fréttirnar eru mikil gleðitíðindi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Júlíana sem er 25 ára varnarmaður lék frábærlega í liði ÍBV á síðustu leiktíð en hún hefur verið traustur leikmaður liðsins undanfarin ár, eða allt frá því að hún lék […]

Toppslagur í Eyjum en frestað fyrir vestan

Það má búast við hörku leik í dag þegar ÍBV stelpurnar taka á móti liði Fram í íþróttamiðstöðinni. Lið Fram er sem stendur í 4. sæti deildarinnar en ÍBV í 2. sæti. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Leik Harðar og ÍBV hefur verið frestað. Ekkert flug er milli Vestmannaeyja og Ísafjarðar í dag. Nýr leiktími verður […]

Leikmaður ársins framlengir

Leikmaður ársins hjá ÍBV, Haley Thomas, hefur ákveðið að taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Haley, sem var fyrirliði liðsins og lék frábærlega á tímabilinu 2022, er 23 ára bandarískur miðvörður. Haley kom til ÍBV fyrir tímabilið 2022 frá Weber State University og lék hverja einustu mínútu í leikjum ÍBV á tímabilinu í hjarta […]

Fyrsti heimaleikur ársins

Það er víðar leikinn handbolti en í Svíþjóð því fyrsti heimaleikur kvennaliðs ÍBV á þessu ári verður í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Stelpurnar okkar hafa verið á góðu róli og hafa sigrað 2 efstu lið deildarinnar í byrjun árs. Þær sitja nú í 2.sætinu, aðeins stigi á eftir Val. Leikurinn hefst klukkan 14.00 […]

ÍBV semur við markmann

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við hinn hvít-rússneska Pavel Miskevich. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2022-23. Pavel er 25 ára gamall markvörður og kemur til ÍBV frá spænska liðinu San Jose Lanzarote, sem leikur í næst efstu deild þar í landi. “Mikil ánægja er hjá félaginu með að samkomulagið sé í höfn og hlökkum við til að […]

Sandra valin handknattleikskona ársins

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið handknattleiksfólk ársins 2022, þau eru: Handknattleikskona ársinsHandknattleikskona ársins 2022 er Sandra Erlingsdóttir, 24 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Sandra lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um […]

Handboltaveisla í hæsta klassa

Það er óhætt að fullyrða að handboltaleikirnir sem fram fara í íþróttamiðstöðinni í dag séu af stærri gerðinni. Veislan hefst á leik ÍBV og Vals í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Stutt er síðan að liðin mættust í Vestmannaeyjum þar sem Valsmenn höfðu betur. Leikmenn Vals komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi og því ekkert því […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.