Öllu frestað

Vegna samgangna þarf að fresta tveimur leikjum í OIís deildum karla og kvenna sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag, annars vegar ÍBV – Selfoss í Olís deild karla og hins vegar ÍBV – Stjarnan í Olís deild kvenna. Leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna verður leikinn þriðjudaginn 14. Febrúar kl.18.00 […]
Erlingur hættir eftir tímabilið

Erlingur Richardsson mun láta af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta staðfesti Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. Hann staðfesti að leit stæði nú yfir af eftirmanni Erlings. Erlingur hefur þjálfað liðið frá árinu 2018 þegar hann tók við þjálfun þessi í þriðja […]
Tómas Bent Magnússon gerir þriggja ára samning

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun hann því leika með liðinu út leiktímabilið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tómas er 20 ára miðjumaður sem er þó mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum. Tómas lék 14 leiki með ÍBV og KFS á […]
Júlíana framlengir til loka ársins 2024

Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til loka ársins 2024. Fréttirnar eru mikil gleðitíðindi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Júlíana sem er 25 ára varnarmaður lék frábærlega í liði ÍBV á síðustu leiktíð en hún hefur verið traustur leikmaður liðsins undanfarin ár, eða allt frá því að hún lék […]
Toppslagur í Eyjum en frestað fyrir vestan

Það má búast við hörku leik í dag þegar ÍBV stelpurnar taka á móti liði Fram í íþróttamiðstöðinni. Lið Fram er sem stendur í 4. sæti deildarinnar en ÍBV í 2. sæti. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Leik Harðar og ÍBV hefur verið frestað. Ekkert flug er milli Vestmannaeyja og Ísafjarðar í dag. Nýr leiktími verður […]
Leikmaður ársins framlengir

Leikmaður ársins hjá ÍBV, Haley Thomas, hefur ákveðið að taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Haley, sem var fyrirliði liðsins og lék frábærlega á tímabilinu 2022, er 23 ára bandarískur miðvörður. Haley kom til ÍBV fyrir tímabilið 2022 frá Weber State University og lék hverja einustu mínútu í leikjum ÍBV á tímabilinu í hjarta […]
Fyrsti heimaleikur ársins

Það er víðar leikinn handbolti en í Svíþjóð því fyrsti heimaleikur kvennaliðs ÍBV á þessu ári verður í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Stelpurnar okkar hafa verið á góðu róli og hafa sigrað 2 efstu lið deildarinnar í byrjun árs. Þær sitja nú í 2.sætinu, aðeins stigi á eftir Val. Leikurinn hefst klukkan 14.00 […]
ÍBV semur við markmann

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við hinn hvít-rússneska Pavel Miskevich. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2022-23. Pavel er 25 ára gamall markvörður og kemur til ÍBV frá spænska liðinu San Jose Lanzarote, sem leikur í næst efstu deild þar í landi. “Mikil ánægja er hjá félaginu með að samkomulagið sé í höfn og hlökkum við til að […]
Sandra valin handknattleikskona ársins

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið handknattleiksfólk ársins 2022, þau eru: Handknattleikskona ársinsHandknattleikskona ársins 2022 er Sandra Erlingsdóttir, 24 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Sandra lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um […]
Handboltaveisla í hæsta klassa

Það er óhætt að fullyrða að handboltaleikirnir sem fram fara í íþróttamiðstöðinni í dag séu af stærri gerðinni. Veislan hefst á leik ÍBV og Vals í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Stutt er síðan að liðin mættust í Vestmannaeyjum þar sem Valsmenn höfðu betur. Leikmenn Vals komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi og því ekkert því […]