Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“ „Það […]
Stelpurnar á góðri siglingu

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu vann góðan sigur á móti Aftureldingu í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ með einu marki gegn engu. Olga Sevcova skoraði mark ÍBV á 44. mínútu. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)
Ólöf María áfram hjá ÍBV

Ólöf María Stefánsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Ólöf María hefur leikið með ÍBV síðustu 2 tímabil, en hún var lykilmaður í U-liði okkar í vetur ásamt því að vera hluti af meistaraflokksliðinu. Hún hefur smollið frábærlega inn […]
TM mótið lokadagur og úrslit – myndaveisla

Lokadagur TM mótsins fór fram í gær, laugardag í sól en nokkru roki. Fjöldi leikja fór fram en niðurstöður leikja ÍBV er að finan hér fyrir neðan. KA og Breiðablik spiluðu til úrslita um TM mótsbikarinn á Hásteinsvelli í æsispennandi leik. KA fór fór með sigur af hólmi með marki frá Bríeti Fjólu Bjarnadóttur. […]
KFS á góðri siglingu í 3. deildinni

KFS átti góðan leik í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Dalvík/Reyni. Mörk KFS skoruðu Daníel Már Sigmarsson á 11. mínútu og Karl Jóhann Örlygsson á 68. mínútu. KFS situr nú í 8. sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliðinu, KFG. (meira…)
Berglind og Elísa fulltrúar Eyja

Nú eftir hádegi í dag var tilkynnt um leikmannahóp Íslands með kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem fer á EM í júlí. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru þar á meðal. Berglind er framherji og spilar nú með Brann í Noregi, Elísa er varnarmaður og spilar með Val. EM kvenna fer fram í Englandi og eru […]
Heimaleikur á Hvolsvelli

KFS á leik í dag gegn Dalvík/Reyni. Leikurinn fer fram á Hvolsvelli og hefst kl. 12:00. (meira…)
Stjörnukonur voru betri

Leik er lokið á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tók á móti Stjörnukonum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan vann sannfærandi sigur með fjórum mörkum gegn einu. Mark ÍBV skoraði Haley Marie Thomas á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Júlíönu Sveinsdóttur. Það er því ljóst að það er Stjarnan en ekki ÍBV sem fer áfram í […]
TM mótið – dagur 2

Nú er öðrum keppnisdegi að ljúka á TM mótinu hjá stelpunum í 5. flokki. Í kvöld verður haldin kvöldvaka fyrir öll lið og urðu smávægilegar breytingar á henni, en Klara Elias mun koma fram í forföllum tónlistarkonunnar Bríetar. Þetta hljóta að þykja góðar fréttir fyrir unnendur nýja Þjóðhátíðarlagsins; Eyjanótt sem Klara samdi og flytur. Vafalaust […]
8 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna

Fjögur lið spila í 8 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í dag. ÍBV fær Stjörnuna til sín og hefst leikurinn kl. 17:30 á Hásteinsvelli. Stjarnan er í öðru sæti Bestu deildar með 16 stig, en ÍBV í því sjötta, með 14 stig. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld og stuðningur heimamanna […]