Sunna íþróttamaður Vestmannaeyja 2021

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Sunna Jónsdóttir handknattleikskona sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2021. Íþróttafólk æskunnar voru valin Andri Erlingsson golfari, handknattleiks- og knattspyrnumaður fyrir yngri hóp en fyrir þann eldri var það Elísa Elíasdóttir handknattleikskona. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan: 2022 silfur merki ÍBV: Davíð […]
ÍBV á 13 leikmenn í yngri landsliðum kvenna

Yngri landslið HSÍ æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Síðastliðinn föstudag völdu þjálfarar yngri kvenna landsliða Íslands hópa sem fara til æfinga í byrjun mars. ÍBV á eftirfarandi 13 fulltrúa í þeim 3 hópum sem voru tilkynntir: U15 ára landslið: Anna Sif Sigurjónsdóttir Ásdís Halla Pálsdóttir Bernódía Sif Sigurðardóttir Birna Dís Sigurðardóttir Birna María Unnarsdóttir […]
Dregið í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins

Dregið var í hádeginu í dag í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna. 16-liða úrslitum er ekki lokið en leikir í 16-liða úrslitum fara fram frá 15. – 17. febrúar og 8-liða úrslitin sem dregið var í rétt í þessu verða leikin 19. – 20. febrúar. Eftirfarandi lið drógust saman: Coca-Cola bikar karla: […]
Evrópuævintýrinu lokið

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir að hafa tapað í tvígang fyrir spænska liðinu Costa del Sol Málaga á Spáni í dag, 34:27. Fyrri leiknum í gær lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í undanúrslitum keppninnar. ÍBV tók þátt í átta leikjum í Evrópubikarkeppninni á leiktíðinni gegn […]
Birna Berg Haraldsdóttir áfram hjá ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hafði þá leikið í atvinnumennsku erlendis um nokkurra ára skeið. Birna varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í upphafi yfirstandandi tímabils, bikarleik ÍBV gegn Gróttu, […]
Jón Jökull og Róbert Aron framlengja við ÍBV

Knattspyrnumennirnir Jón Jökull Hjaltason og Róbert Aron Eysteinsson hafa ákveðið að framlengja samninga sína við félagið til næstu tveggja ára. Róbert Aron er uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur spilað með öllum flokkum félagsins en Jón Jökull er að hluta uppalinn hjá félaginu. Róbert, sem er 22 ára miðjumaður, hefur spilað 61 leik fyrir […]
Sunna framlengir við ÍBV

Sunna Jónsdóttir hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. “Hún hefur leikið með ÍBV frá haustinu 2018 og hefur nú samþykkt að starfa með okkur fram á vorið 2025, hið minnsta. Sunna hefur verið fyrirliði kvennaliðsins okkar undanfarin ár og sinnt því hlutverki ákaflega vel,” segir í tilkynningu frá ÍBV. Sunna er […]
ÍBV stelpurnar mæta Valsstúlkum fyrir framan áhorfendur

ÍBV stelpurnar taka á móti taka á móti Valsstúlkum í kvöld í Íþróttamiðstöðinni. ÍBV stelpur hafa verið á góðu róli í síðustu leikjum og unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Valsstúlkur eru sem stendur í öðru sæti í Olís-deildinni með 16 stig úr 12 leikjum. ÍBV er í fimmta sæti með 12 stig úr 11 […]
VSV og ÍBV gera nýja samstarfssamning

Aðalstjórn ÍBV og Vinnslustöðin hf. undirrituðu nýjan þriggja ára samstarfssamning nýverið. VSV leggur áherslu á að styðja við blómlegt íþróttastarf í Vestmannaeyjum og þar með það mikla starf sem ÍBV-íþróttafélag viðhefur í fótbolta og handbolta. ÍBV hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna heimsfaraldursins og hefur mátt sjá á eftir tveimur Þjóðhátíðum. En hátíðin er eins […]
Uppselt í The Puffin Run 2022

Alls hafa 1.000 hlauparar skráð sig í The Puffin Run 2022. Þátttakendafjöldi hefur mestur verið 870 manns og verður þetta því stærsta hlaupið til þessa. Um helgina verður listi yfir þátttakendur settur inn á thepuffinrun.com. Þeir sem náðu ekki að skrá sig geta sent tölvupóst á thepuffinrun@gmail.com og óskað eftir að vera á biðlista. The […]