Tveir Evrópuleikir í Eyjum um helgina

Liðið Sokol Pisek, frá Tékklandi, kemur til Eyja um helgina og spila tvo leiki gegn ÍBV stelpunum í 16 liða úrslitum EHF European Cup. ÍBV hefur til þessa unnið tvö grísk félagslið á leið sinni í keppninni. Fyrst lágu leikmenn PAOK í valnum eftir tvo leiki sem báðir fór fram í Þessalóníku. Í nóvember sló […]
Leik frestað vegna smita

Vegna Covid smita hjá kvenna liði HK hefur verið ákveðið að fresta leik ÍBV og HK í Olís deild kvenna sem fram átti að fara á morgun miðvikudag 5. Janúar. Tilkynnt verður um nýjan leikdag fljótlega samkvæmt tilkynningu frá HSÍ. (meira…)
ÍBV á 15 fulltrúa í yngri landsliðum

Í síðustu viku var tilkynnt á heimasíðu HSÍ um val á þeim yngri landsliðum sem koma saman til æfinga í janúar. ÍBV á 15 fulltrúa í þeim liðum sem valin voru. Þetta er vitnisburð um metnaðarfullt starf í handboltanum og óskum við þessu efnilega handboltafólki til hamingju með valið. U-20 ára landslið karla Arnór Viðarsson, […]
Reynslubolti aðstoðar Hermann

ÍBV hefur gert tveggja ára samning við Englendinginn Dave Bell um að vera aðstoðarþjálfari hjá félaginu. Dave kemur með mikla reynslu inn í þjálfarateymið en hann hefur starfað við fótbolta í áratugi. Sem dæmi má nefna að hann hefur verið á mála hjá Manchester United, Watford og í Skotlandi. Þá var hann einnig “caretaker” stjóri […]
Guðjón Orri til ÍBV

Markmaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er snúinn heim og hefur gert 2ja ára samning við ÍBV. Þessi öflugi markmaður kemur til ÍBV frá KR þar sem hann var síðustu tvö ár en áður lék hann með Stjörnunni og Selfossi. Guðjón var síðast hjá ÍBV 2015 þegar hann lék 13 leiki í efstu deild. (meira…)
Hákon Daði með slitið krossband

Hákon Daði Styrmisson handknattleiksmaður hjá Vfl Gummersbach í Þýskalandi sleit krossband í hné á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Leikhléið sem kom út í gærkvöld og handbolti.is greindi frá. Andri Heimir Friðriksson, bróðir Hákons Daða, er einn umsjónarmanna þáttarins og staðfesti hann þessar fregnir af bróður sínum. „Læknirinn sagði að það […]
Fótboltaskóli ÍBV milli hátíða

Fótboltaskóli ÍBV fer fram á milli jóla og nýárs en það verða þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokka sem sjá um skólann. Æfingar fara allar fram í Herjólfshöllinni og lýkur síðustu æfingu hvors hóps á pizzaveislu í Týsheimilinu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari meistaraflokks karla og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins verður gestaþjálfari í fótboltaskólanum. Fyrri hópur: 6. […]
ÍBV-Stjarnan í kvöld

Í dag fer fram er síðasti leikur meistaraflokks karla fyrir hátíðar, en þá fá þeir Stjörnumenn í heimsókn í Olís deildinni. Stjörnumenn komu til Eyja með Herjólfi í gær og því ekkert að vanbúnaði að leikurinn fari fram í dag. Liðin sitja sem stendur í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og því má búast við […]
Blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn í beinni

Opinn blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn verður haldinn á Brothers Brewery í kvöld kl. 20:00. Þar koma fram þjálfarar liðanna ásamt einhverjum leikmönnum og svara spurningum fjölmiðlamanna og annarra í sal. Sýnt verður beint frá fundinum á ÍBV TV, útsendinguna má nálgast hér að ofan. (meira…)
Andra Rúnar Bjarnason til ÍBV

Andra Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og flytur hann til Eyja í janúar. Hann lék síðast á Íslandi 2017 og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg. “Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í […]