Ekki komnir á beinu brautina

Karlalið ÍBV í knattspyrnu náði sér ekki á strik í leiknum gegn Stjörnunni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar, en markið kom á 60. mínútu. Leikmaður ÍBV, Elwis Bwomono var í banni í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn ÍA og Atli Hrafn hjá ÍBV fékk rautt spjald […]

Konurnar áfram í Mjólkurbikarnum

ÍBV-konur eru á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru í fjórða til fimmta sæti Bestudeildarinnar með tíu stig ásamt Stjörnunni  eftir sex umferðir. Unnu Breiðablik úti í fimmtu umferð, 0:1 og Þór/KA heima, 4:3 í þeirri sjöttu. Þá eru þær komnar áfram í Mjólkurbikarnum eftir 0:2-sig­ur á útivelli gegn Kefla­vík í dag. Fyrra markið var sjálfsmark […]

ÍBV spilar í fótboltanum í dag

Kvennalið íBV í knattspyrnu spilar í dag leik í bikarkeppni við lið Keflavíkur á HS Orkuvellinum, en leikurinn hófst kl. 15:00. ÍBV situr nú í 5. sæti í Bestu deild kvenna og má segja að skemmtileg orka sé í kringum liðið í ár. Lið Keflavíkur er í 7. sæti. Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilar deildarleik […]

Confetti-sprengjur, hárkollur og Tröllið

Upphitun fyrir leik íBV hefst í dag kl. 14:00, þar má næla sér í gómsætan grillmat, kalda drykki og einnig verður hoppukastali fyrir börn. Það á enginn að þurfa að fara svangur inn á völlinn þar sem strákarnir okkar mæta Valsmönnum í fjórða leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.  Vilmar Þór, framkvæmdastjóri handboltadeildar ÍBV svaraði því […]

Við ætlum að standa undir væntingum – Erlingur Richardsson

Nú styttist óðum í fjórða leik ÍBV og Vals í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á morgun, laugardag kl. 16:00. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 14:00 þar sem verður boðið upp á gómsætar veitingar af grillinu, kalda drykki auk þess sem hoppukastali verður á svæðinu.  Við fengum Erling Richardsson, […]

Pönnukökur með sykri – úrslitaeinvígi ÍBV og Vals

Á morgun, laugardaginn 28. maí kl. 16:00, fer fram fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val og því mikil spenna fyrir næsta leik, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Blaðamaður tók hús á Kára Kristjáni til að fara yfir stöðuna hjá liðinu. Það lá vel á […]

Grátleg töp í boltanum í kvöld

Lukkudísirnar voru ekki með ÍBV í liði í kvöld. Í Árbænum lagði Fylkir lið ÍBV í mjólkurbikarnum, 2-1 eftir að Fylkismenn komust í 2-0. Eyjamenn urðu fyrir mikilli blóðtöku er Tómasi Bent Magnússyni var vísað af velli á 36. mínútu eftir sitt annað gula spjald og ÍBV því manni færri stóran hluta leiksins. Alex Freyr […]

Karlaliðin í eldlínunni í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir Fylki í bikarleik í árbænum kl. 17.00. Handboltaliðið mætir síðan Val í Origohöllinni í þriðja leik liðanna í úrslitum kl. 19.30. Áfram IBV! (meira…)

Stórkostlegur sigur hjá stelpunum

Boðið var upp á frábæran fótboltaleik á Hásteinsvelli í gær. Eyjastúlkur sigruðu þar Þór Ka með fimm mörkum gegn fjórum eftir að hafa lent 0-3 undir. ÍBV var sterkara liðið í leiknum og með sigrinum komust þær upp í fjórða sæti deildarinnar, amk. um stundarsakir. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir, Hanna Kallmeier, Olga Sevcova, […]

Kvennalið ÍBV leikur á Hásteinsvelli í dag

ÍBV fær Þór/KA í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og hefst leikurinn klukkan 18.00. ÍBV er í sjöunda sæti með 7 stig en Þór/Ka eru í sætinu fyrir neðan ÍBV með 6 stig og má því búast við spennandi leik. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.