Jonathan Glenn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík
1. nóvember, 2022
Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík út tímabilið 2024. Glenn var áður leikmaður ÍBV og nú síðast þjálfari meistaraflokks kvenna í Eyjum. Glenn tekur við liðinu af Gunnari Jónssyni sem hefur þjálfað meistaraflokk kvenna frá árinu 2016 og skilur við liðið í Bestu deildinni, þar sem liðið hefur spilað tvö síðustu ár.
Á myndinni má sjá Glenn og Luka Jagacic yfirmann knattspyrnumála við undirskrift.