Sigur á Val

Eyjamenn sýndu heldur betur úr hverju þeir eru gerðir þegar ÍBV sigraði Val nú rétt í þessu og jafnaði þar sem úralitaeinvígið í 1-1. Eyjamenn lentu fimm mörkum undir nokkrum sinnum í leiknum en komu ætíð til baka og lönduðu sigrinum, 33-31 Björn Viðar Björnsson markmaður tók nokkrar magnaðar vörslur og hélt IBV oft inn […]

Leikur tvö í úrslitaeinvíginu- upphitun hefst 14

Kl 16 fer fram annar leikur íbv og vals í úrslitum í handboltanum. Upphitun fyrir stuðningsmenn verður frá klukkan 14:00 fyrir utan aðalinngang Íþróttamiðstöðvarinnar. Grillaðir hamborgarar og svalandi drykkir til sölu. Hoppukastalar fyrir krakkana og svo spilar DJ Enok til að koma fólki í gírinn. Þeir sem pöntuðu ’91treyju og áttu eftir að nálgast hana […]

Frábær sigur hjá stelpunum okkar

Kvennalið ÍBV í fótbolta gerði afar góða ferð í Kópavoginn nú í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik. Á 13. mínútu leiksins skoraði Júlíana Sveinsdóttir fyrir ÍBV með stórglæsilegu marki, með skoti langt fyrir utan teig. ÍBV er í 7. sæti deildrinnar með 7 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Þór/Ka, á Hásteinsvelli á mánudaginn klukkan […]

Stelpurnar á leið í Kópavoginn í dag

Kvennalið ÍBV í fótbolta mætir Breiðablik í Kópavogi kl. 18.00 í dag. Liðið situr nú í 7.sæti Bestu deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 4 mörk og fengið á sig 4. Með sigri gæti liðið híft sig upp um 1-2 sæti en hins vegar mun Breiðablik ná toppsætinu nái þær að […]

Hópferð á fyrsta leik úrslitanna

ÍBV ætlar að bjóða upp á rútuferðir á fyrsta leik strákanna okkar gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda kl.19:30, fimmtudaginn 19.maí. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Farið er með 14:30 ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum og heim með 23:15 ferðinni, ATH Herjólfur bíður eftir okkur. Stuðningsmannahittingur kl.17:00 á Ölhúsinu. […]

ÍBV fær sóknarmann frá Brentford FC

Hollenski knattspyrnumaðurinn Hans Mpongo er kominn til ÍBV á lánssamningi en Hans er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford FC. Frá þessu er greint í frétt á vef ÍBV Hans er 19 ára sóknarmaður og kemur til með að styrkja sóknarlínu liðsins í komandi átökum í Bestu Deildinni. Hann var meðal áhorfenda í gær er […]

Úrslita stund hjá stelpunum

ÍBV stelpurnar fara í Safamýri dag og mæta Fram í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu kl.19:40 en Fram leiðir einvígið 2-0 og dugir sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum. Það er því að duga eða drepast í þetta skiptið en ÍBV þarf á nauðsynlega á sigri að halda til að halda […]

ÍBV-KR í kvöld

ÍBV tekur á móti KR á Hásteinsvelli í Bestu deildar karla í kvöld klukkan 18.00. Lið KR er sem stendur í sjöunda sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. ÍBV hefur leikið jafn marga leiki og situr í níunda sæti með tvö stig. Það má því búast við hörku leik í góða veðrinu á Hásteinsvelli […]

Fjórði leikur í Eyjum í kvöld

Fjórði leikur ÍBV og Hauka í undanúrslitaeinvígi karla í handbolta fer fram í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir ÍBV en Eyjamenn unnu fyrstu tvo leikina, 35-30 og 27-23. Á laugardag unnu Haukar hins vegar 28-25 á heimavelli og geta því jafnað einvígið með sigri í Vestmannaeyjum í kvöld. Takist ÍBV hins vegar að vinna er […]

Stelpurnar mæta Fram í dag

Handbolta stelpurnar fá Fram í heimsókn í dag í öðrum leik einvígis liðanna í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19:40! Fram unnu fyrsta leikinn sannfærandi 28-18 og því verðugt verkefni framundan hjá ÍBV að snúa taflinu við. “Stuðningurinn skiptir ótrúlega miklu máli og treystum við á ykkur kæru stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn og láta vel […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.