Guðjón Orri til ÍBV

Markmaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er snúinn heim og hefur gert 2ja ára samning við ÍBV. Þessi öflugi markmaður kemur til ÍBV frá KR þar sem hann var síðustu tvö ár en áður lék hann með Stjörnunni og Selfossi. Guðjón var síðast hjá ÍBV 2015 þegar hann lék 13 leiki í efstu deild. (meira…)

Hákon Daði með slitið krossband

Hákon Daði Styrmisson handknattleiksmaður hjá Vfl Gummersbach í Þýskalandi sleit krossband í hné á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Leikhléið sem kom út í gærkvöld og handbolti.is greindi frá. Andri Heimir Friðriksson, bróðir Hákons Daða, er einn umsjónarmanna þáttarins og staðfesti hann þessar fregnir af bróður sínum. „Læknirinn sagði að það […]

Fótboltaskóli ÍBV milli hátíða

Fótboltaskóli ÍBV fer fram á milli jóla og nýárs en það verða þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokka sem sjá um skólann. Æfingar fara allar fram í Herjólfshöllinni og lýkur síðustu æfingu hvors hóps á pizzaveislu í Týsheimilinu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari meistaraflokks karla og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins verður gestaþjálfari í fótboltaskólanum. Fyrri hópur: 6. […]

ÍBV-Stjarnan í kvöld

Í dag fer fram er síðasti leikur meistaraflokks karla fyrir hátíðar, en þá fá þeir Stjörnumenn í heimsókn í Olís deildinni. Stjörnumenn komu til Eyja með Herjólfi í gær og því ekkert að vanbúnaði að leikurinn fari fram í dag. Liðin sitja sem stendur í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og því má búast við […]

Blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn í beinni

Opinn blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn verður haldinn á Brothers Brewery í kvöld kl. 20:00. Þar koma fram þjálfarar liðanna ásamt einhverjum leikmönnum og svara spurningum fjölmiðlamanna og annarra í sal. Sýnt verður beint frá fundinum á ÍBV TV, útsendinguna má nálgast hér að ofan. (meira…)

Andra Rúnar Bjarnason til ÍBV

Andra Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og flytur hann til Eyja í janúar. Hann lék síðast á Íslandi 2017 og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg. “Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í […]

Íslandsmeistari til ÍBV

ÍBV hefur samið við Halldór Jón Sigurð Þórðarson til þriggja ára en hann kemur frá Íslandsmeisturum Víkings. Halldór lék í sumar 11 leiki í efstu deild og vakti athygli fyrir kraftmikla og öfluga spilamennsku í upphafi móts. “Dóri er 25 ára og kemur með góða reynslu og gott hugarfar inn í ÍBV hópinn. Við bjóðum […]

Víkingar mæta til Vestmannaeyja

ÍBV strákarnir taka á móti Víkingum í kvöld klukkan 18:00. ÍBV er fyrir umferðina með 15 stig í 3. sæti deildarinnar en Víkingar í því næst neðsta með 2 stig. ÍBV hefur átt í erfiðleikum með lið í neðri hluta deildarinnar í síðustu tveimur leikjum og því mikilvægt að mæta tilbúnir til leiks í dag. […]

Olga og Viktorija verða áfram í Eyjum

00001 Olga Undirskrift

Knattspyrnuleikmennirnir Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova hafa framlengt samninga sína við ÍBV og munu leika með liðinu í efstu deild kvenna í sumar. Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir félagið en leikmennirnir sem eru báðir frá Lettlandi hafa leikið vel með félaginu. Olga mun því spila sitt þriðja tímabil með liðinu en hún skoraði sex mörk […]

Aðventusíld ÍBV

Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram á Háaloftinu (Höllinni) föstudaginn 3. desember og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf. Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz. Hvaða salat verður […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.