Opnar fyrir skráningu í The Puffin Run í dag

The Puffin Run 2022 verður 7.maí. Skráning verður hér á thepuffinrun.com og hefst hún 26.nóvember kl.10:00. Takmarkast fjöldi keppenda við 1.000 manns. Alls voru 1100 hlauparar skráðir til leiks á síðasta ári en á endanum vorum um 850 manns sem spreyttu sig á þessari skemmtilegu hlaupaleið. (meira…)

Heimsækja Stjörnuna í frestuðum leik

ÍBV strákarnir halda í Garðabæinn í dag og mæta Stjörnunni í TM-Höllinni. Um er að ræða leik úr 3. umferð Olísdeildar karla sem frestað var í byrjun október. ÍBV og Stjarnan sitja í fjórða og fimmta sæti Olísdeildarinnar með 12 stig hvort eftir átta leiki. Sigurliðið í leiknum fer upp að hlið Valsmanna sem eru […]

Stelpurnar mæta Sokol Pisek frá Tékklandi

ÍBV var í pottinum þegar dregið var í 16 liða úrslit EHF European Cup. En stelpurnar léku gegn AEP Panorama í EHF European Cup um liðna helgi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð með afgerandi sigri. ÍBV dróst á móti Sokol Pisek frá Tékklandi. Fyrirhugað er að fyrri leikurinn verði leikinn í Tékklandi helgina […]

Jonathan Glenn ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV kvenna. Glenn þekkir eyjarnar vel og hefur komið vel inn í þjálfun hjá yngri flokkum ÍBV. Jonathan Glenn kom fyrst til Eyja 2014. Það tímabil skoraði hann 12 mörk í efstu deild. Eftir að hafa söðlað um kom Glenn aftur til ÍBV 2019 og lagði svo skóna […]

Hraðprófsskylda á Evrópuleikina

Kvennalið ÍBV í handbolta mætir gríska liðinu AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrri leikurinn er í dag föstudag kl.18:30 en sá síðari á laugardag kl.13:00. HRAÐPRÓFSSKYLDA FYRIR ALLA ÁHORFENDUR fædda 2015 eða fyrr! Heimapróf gilda ekki. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf en bóka þarf sýnatöku á […]

ÍBV mætir Fram í 32 liða úrslitum

Rétt í þessu var dregið í 32 liða úrslit Coca Cola bikars karla á skrifstofu HSÍ. Liðin sem skráð voru til leiks í Coca Cola bikar karla eru:Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Kórdengir, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur, Vængir Júpíters og Þór. Liðin sem sátu hjá í 32 […]

ÍBV-Fram heimild fyrir 500 áhorfendur

ÍBV stelpurnar taka á móti Fram klukkan 13:30 í dag. Stelpurnar hafa átt erfitt uppdráttar í deildinni í vetur og því ljóst að um verðugt verkefni að ræða á móti sterku liði Fram. Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar sagði í samtali við Eyjafréttir að leyfilegt væri að bjóða 500 áhorfendum í húsið þær fréttir voru […]

Leik stelpnanna frestað til morguns

Leikur Haukar og ÍBV Olísdeild kvenna sem fram átti að fara í dag 6.nóv hefur verið færður til morguns. Nýr leiktími er 7.nóv kl. 15.00. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um leiki á vegum HSÍ hér https://www.hsi.is/stodutoflur/ (meira…)

Sjö krakkar frá ÍBV í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 6. – 7. nóvember nk. í Kaplakrika, þar æfa stelpur og strákar fædd 2008. Gunnlaugur Viggósson yfirþjálfari Hæfileikamótunar HSÍ hefur valið hópa til æfinga og á ÍBV 7 fulltrúa í þessum hópum: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Birna Dögg Egilsdóttir, Klara Káradóttir, Magdalena Jónasdóttir, Anton Frans Sigurðsson, Gabríel Snær Gunnarsson og Morgan […]

Syndum – landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.