Opnar fyrir skráningu í The Puffin Run í dag

The Puffin Run 2022 verður 7.maí. Skráning verður hér á thepuffinrun.com og hefst hún 26.nóvember kl.10:00. Takmarkast fjöldi keppenda við 1.000 manns. Alls voru 1100 hlauparar skráðir til leiks á síðasta ári en á endanum vorum um 850 manns sem spreyttu sig á þessari skemmtilegu hlaupaleið. (meira…)
Heimsækja Stjörnuna í frestuðum leik

ÍBV strákarnir halda í Garðabæinn í dag og mæta Stjörnunni í TM-Höllinni. Um er að ræða leik úr 3. umferð Olísdeildar karla sem frestað var í byrjun október. ÍBV og Stjarnan sitja í fjórða og fimmta sæti Olísdeildarinnar með 12 stig hvort eftir átta leiki. Sigurliðið í leiknum fer upp að hlið Valsmanna sem eru […]
Stelpurnar mæta Sokol Pisek frá Tékklandi

ÍBV var í pottinum þegar dregið var í 16 liða úrslit EHF European Cup. En stelpurnar léku gegn AEP Panorama í EHF European Cup um liðna helgi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð með afgerandi sigri. ÍBV dróst á móti Sokol Pisek frá Tékklandi. Fyrirhugað er að fyrri leikurinn verði leikinn í Tékklandi helgina […]
Jonathan Glenn ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV kvenna. Glenn þekkir eyjarnar vel og hefur komið vel inn í þjálfun hjá yngri flokkum ÍBV. Jonathan Glenn kom fyrst til Eyja 2014. Það tímabil skoraði hann 12 mörk í efstu deild. Eftir að hafa söðlað um kom Glenn aftur til ÍBV 2019 og lagði svo skóna […]
Hraðprófsskylda á Evrópuleikina

Kvennalið ÍBV í handbolta mætir gríska liðinu AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrri leikurinn er í dag föstudag kl.18:30 en sá síðari á laugardag kl.13:00. HRAÐPRÓFSSKYLDA FYRIR ALLA ÁHORFENDUR fædda 2015 eða fyrr! Heimapróf gilda ekki. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf en bóka þarf sýnatöku á […]
ÍBV mætir Fram í 32 liða úrslitum

Rétt í þessu var dregið í 32 liða úrslit Coca Cola bikars karla á skrifstofu HSÍ. Liðin sem skráð voru til leiks í Coca Cola bikar karla eru:Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Kórdengir, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur, Vængir Júpíters og Þór. Liðin sem sátu hjá í 32 […]
ÍBV-Fram heimild fyrir 500 áhorfendur

ÍBV stelpurnar taka á móti Fram klukkan 13:30 í dag. Stelpurnar hafa átt erfitt uppdráttar í deildinni í vetur og því ljóst að um verðugt verkefni að ræða á móti sterku liði Fram. Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar sagði í samtali við Eyjafréttir að leyfilegt væri að bjóða 500 áhorfendum í húsið þær fréttir voru […]
Leik stelpnanna frestað til morguns

Leikur Haukar og ÍBV Olísdeild kvenna sem fram átti að fara í dag 6.nóv hefur verið færður til morguns. Nýr leiktími er 7.nóv kl. 15.00. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um leiki á vegum HSÍ hér https://www.hsi.is/stodutoflur/ (meira…)
Sjö krakkar frá ÍBV í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 6. – 7. nóvember nk. í Kaplakrika, þar æfa stelpur og strákar fædd 2008. Gunnlaugur Viggósson yfirþjálfari Hæfileikamótunar HSÍ hefur valið hópa til æfinga og á ÍBV 7 fulltrúa í þessum hópum: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Birna Dögg Egilsdóttir, Klara Káradóttir, Magdalena Jónasdóttir, Anton Frans Sigurðsson, Gabríel Snær Gunnarsson og Morgan […]
Syndum – landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. […]