Leik er lokið á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tók á móti Stjörnukonum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Stjarnan vann sannfærandi sigur með fjórum mörkum gegn einu. Mark ÍBV skoraði Haley Marie Thomas á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Júlíönu Sveinsdóttur.
Það er því ljóst að það er Stjarnan en ekki ÍBV sem fer áfram í 4 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna þetta árið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst