Umfangsmiklar hugmyndir í íþróttamálum

Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið, á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni, að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því […]

Helgi Sig kveður ÍBV

Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. […]

Strákunum spáð þriðja sæti en stelpunum því fimmta

Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna í handbolta fór fram í dag, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. Kvenna liði ÍBV er spáð 5. sætinu í í Olís deild kvenna en Fram er spáð sigri, nýliðum Aftureldingar er spáð falli. Karlalið ÍBV hafnaði í 3. sæti […]

Fyrsti heimaleikur vetrarins

Fyrsti heimaleikur vetrarins í handboltanum fer fram í dag þegar stelpurnar í meistaraflokki fá Valsstúlkur í heimsókn í 8 liða úrslitum CocaCola bikarsins frá síðasta vetri. Sæti í Final 4  er í boði fyrir sigurliðið. Miðinn kostar 1.500 kr.- fyrir fullorðna og er seldur á staðnum, frítt fyrir yngri en 16 ára. (iðkendur ÍBV). Þeir […]

Hoppukastalar, pylsur, ís og sæti í efstu deild í boði

Í dag fá ÍBV strákarnir Þrótt í heimsókn, með sigri tryggja þeir sig upp í Pepsi Max deildina á næsta ári. Gleðin hefst klukkan 13:00 og verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og gefins ís, en leikurinn hefst svo klukkan 14:00 Frítt er á leikinn í boði Ísfélagsins sem býður einnig upp á veitingarnar ásamt Heildsölu Karls […]

Afturelding-ÍBV í beinni á RÚV

Handboltaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný því handboltavertíðin fer af stað í kvöld með þremur leikjum í  í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars karla. Keppninni var frestað í vor vegna heimsfaraldursins. Fyrsta viðureign kvöldsins er leikur ÍBV og Aftureldingar í Mosfellsbæ, en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsending klukkan […]

Grímur aðstoðar Erling

Grímur Hergeirsson hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV og mun hann þjálfa meistaraflokk karla í vetur með Erlingi Richardssyni. Grímur er þjálfari sem eflaust margir kannast við, en hann er sömuleiðis lögreglustjóri hérna í Vestmannaeyjum. Grímur lék handknattleik á sínum yngri árum með Selfossi og Elverum í Noregi. Í heimabænum hefur hann mikið verið í þjálfun […]

Sigur á heimavelli

Kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni fór með 3-1 sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli fyrr í kvöld. Um er að ræða 16. umferð deildarinnar. Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði síðar leikinn fyrir Stjörnuna. Olga Sevcova tryggði svo heimakvennum sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þess má geta […]

Andri Erlingsson í 3. sæti á Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli dagana 20.-22. ágúst 2021. Markús Marelsson, Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Hann lék á 7 höggu yfir pari samtals eða 223 höggum (77-75-71). Hjalti Jóhannsson, Golfklúbbnum Keili, varð annar á 233 höggum, 17 höggum yfir pari, […]

Gerði það sem allir hefðu gert

Fyrirliði ÍBV í fótbolta, Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á vellinum í sumar og á stóran þátt í gengi liðsins. Í síðustu viku hlaut Eiður einnig lof fyrir viðbrögð sín í toppslagnum gegn Kórdrengjum þegar leikmaður Kórdrengja hlaut höfuðáverka eftir samstuð og lá rotaður eftir. Andartaki síðar var Eiður kominn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.