Umfangsmiklar hugmyndir í íþróttamálum

Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið, á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni, að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því […]
Helgi Sig kveður ÍBV

Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. […]
Strákunum spáð þriðja sæti en stelpunum því fimmta

Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna í handbolta fór fram í dag, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. Kvenna liði ÍBV er spáð 5. sætinu í í Olís deild kvenna en Fram er spáð sigri, nýliðum Aftureldingar er spáð falli. Karlalið ÍBV hafnaði í 3. sæti […]
Fyrsti heimaleikur vetrarins

Fyrsti heimaleikur vetrarins í handboltanum fer fram í dag þegar stelpurnar í meistaraflokki fá Valsstúlkur í heimsókn í 8 liða úrslitum CocaCola bikarsins frá síðasta vetri. Sæti í Final 4 er í boði fyrir sigurliðið. Miðinn kostar 1.500 kr.- fyrir fullorðna og er seldur á staðnum, frítt fyrir yngri en 16 ára. (iðkendur ÍBV). Þeir […]
Hoppukastalar, pylsur, ís og sæti í efstu deild í boði

Í dag fá ÍBV strákarnir Þrótt í heimsókn, með sigri tryggja þeir sig upp í Pepsi Max deildina á næsta ári. Gleðin hefst klukkan 13:00 og verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og gefins ís, en leikurinn hefst svo klukkan 14:00 Frítt er á leikinn í boði Ísfélagsins sem býður einnig upp á veitingarnar ásamt Heildsölu Karls […]
Afturelding-ÍBV í beinni á RÚV

Handboltaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný því handboltavertíðin fer af stað í kvöld með þremur leikjum í í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars karla. Keppninni var frestað í vor vegna heimsfaraldursins. Fyrsta viðureign kvöldsins er leikur ÍBV og Aftureldingar í Mosfellsbæ, en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsending klukkan […]
Grímur aðstoðar Erling

Grímur Hergeirsson hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV og mun hann þjálfa meistaraflokk karla í vetur með Erlingi Richardssyni. Grímur er þjálfari sem eflaust margir kannast við, en hann er sömuleiðis lögreglustjóri hérna í Vestmannaeyjum. Grímur lék handknattleik á sínum yngri árum með Selfossi og Elverum í Noregi. Í heimabænum hefur hann mikið verið í þjálfun […]
Sigur á heimavelli

Kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni fór með 3-1 sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli fyrr í kvöld. Um er að ræða 16. umferð deildarinnar. Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði síðar leikinn fyrir Stjörnuna. Olga Sevcova tryggði svo heimakvennum sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þess má geta […]
Andri Erlingsson í 3. sæti á Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli dagana 20.-22. ágúst 2021. Markús Marelsson, Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Hann lék á 7 höggu yfir pari samtals eða 223 höggum (77-75-71). Hjalti Jóhannsson, Golfklúbbnum Keili, varð annar á 233 höggum, 17 höggum yfir pari, […]
Gerði það sem allir hefðu gert

Fyrirliði ÍBV í fótbolta, Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á vellinum í sumar og á stóran þátt í gengi liðsins. Í síðustu viku hlaut Eiður einnig lof fyrir viðbrögð sín í toppslagnum gegn Kórdrengjum þegar leikmaður Kórdrengja hlaut höfuðáverka eftir samstuð og lá rotaður eftir. Andartaki síðar var Eiður kominn […]