ÍBV mætir Gróttu á Hásteinsvelli

ÍBV Grótta

Karlalið ÍBV mætir Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli kl. 18.00 í dag. Um er að ræða 11. umferð deildarinnar. ÍBV situr í öðru sæti með 22 stig en Fram trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 10 umferðir. Grótta hangir í 9. sætinu með 11 stig. Grótta á þó markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór […]

Eyjasigur í Árbænum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og nældi í þrjú stig með sigri á Fylki. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þóra Björg Stefánsdótir frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eyjakonur hófu svo seinni hálfleik af krafti og á 47. mínútu skoraði Olga Sevcova mark af stuttu færi. Á 78. mínútu minnkaði Bryndís Arna […]

ÍBV mætir Fylki í Pepsi Max-deild kvenna

Kvennalið ÍBV mætir Fylki á Würth vellinum, í Árbænum Reykjavík, kl. 18:00 í kvöld. Um er að ræða 9. umferð deildarinnar og situr ÍBV 6. sæti með 9 stig. Kvennalið Fylkis situr í 8. sæti með sama stigafjölda en lægri markatölu. Valur er í fyrsta sæti með 17. stig. ÍBV töpuðu þremur síðustu leikjum sínum […]

Eyjasigur í Laugardalnum

Karlalið ÍBV mætti Þrótti í Laugardalnum nú fyrr í kvöld í 9. umferð Lengjudeildarinnar. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð, Eyjamenn sigruðu Selfyssinga 3-1 og Þróttarar sigruðu Víking frá Ólafsvík 7-0. Á 10. mínútu leiksins fengu Þróttarar vítaspyrnu en spyrnan var laus og Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði. Fyrri hálfleikur var að […]

Gunnar Heiðar stýrir kvennaliði ÍBV í næsta leik

Á vefnum fotbolti.net er greint frá því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson muni stýra liði ÍBV gegn Fylki á þriðjudag þegar liðin mætast í 9. umferð Pepsi Max-deild kvenna. Gunnar Heiðar er fyrrum leikmaður karlaliðsins og er í dag þjálfari KFS. Leit stendur yfir af þjálfara hjá kvennaliði ÍBV en Andri Ólafsson og Birkir Hlynsson létu […]

Eyjamenn sigruðu Suðurlandsslaginn

Eyjamenn tóku á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli í dag í sannkölluðum Suðurlandsslag. Eyjamenn komust yfir með marki frá Sito í upphafi leiks en á 12 mínútu skoraði fyrrum leikmaður ÍBV, Gary Martin, mark beint úr aukaspyrnu og jafnaði leikinn. Sito skoraði sitt annað mark á 27 mínútu og kom Eyjamönnum í 2-1. Eyjamenn höfðu svo […]

Orkumótið á Instagram

Orkumótið á Instagram 2ö21

Sólin lék við eyjarnar og gesti Orkumótsins síðustu helgi. Mótið var vel heppnað og mikið fjör. Margir deildu skemmtilegum myndum af leikjum og liðum á opnum Instagramreikningum sínum. Hér má sjá nokkrar þeirra. Eflaust leynast landsliðsmenn framtíðarinnar á einhverjum myndanna. View this post on Instagram A post shared by Auður Geirsdóttir (@auduryrr) View this post […]

Andri og Birkir hættir með ÍBV

Andri Ólafsson, Birkir Hlynsson og ÍBV hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok þeirra sem þjálfarar meistaraflokksliðs ÍBV í Pepsi Max deild kvenna. Tóku þeir við liðinu haustið 2019 og hafa stýrt því í eitt og hálf tímabil. ÍBV vill þakka þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, en þeir skilja við liðið í […]

Stelpurnar mæta Þrótti

Á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í dag mætir kvennalið ÍBV Þrótti. Búast má við spennandi leik en bæði lið hafa 9 stig í Pepsi Max deildinni en Þróttur er með betri markatölu. (meira…)

Stjarnan tók Orkumótsbikarinn

Sigurlið Stjörnunnar á Orkumótinu 2021

Orkumótið 2021 fór fram í Eyjum um helgina, dagana 24.-26. júní. Komu þá saman 6. flokkar karla að vanda til þess að keppa í fótbolta. Sólin lék við mótsgesti og var veðrið með besta móti. Lokadagurinn var bjartur og fagur. Stjarnan-1 tók Orkumótsbikarinn með sér heim í Garðabæinn eftir úrslitaleik við Þór Ak-1. Steinar Karl […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.