ÍBV mætir Gróttu á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV mætir Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli kl. 18.00 í dag. Um er að ræða 11. umferð deildarinnar. ÍBV situr í öðru sæti með 22 stig en Fram trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 10 umferðir. Grótta hangir í 9. sætinu með 11 stig. Grótta á þó markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór […]
Eyjasigur í Árbænum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og nældi í þrjú stig með sigri á Fylki. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þóra Björg Stefánsdótir frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eyjakonur hófu svo seinni hálfleik af krafti og á 47. mínútu skoraði Olga Sevcova mark af stuttu færi. Á 78. mínútu minnkaði Bryndís Arna […]
ÍBV mætir Fylki í Pepsi Max-deild kvenna

Kvennalið ÍBV mætir Fylki á Würth vellinum, í Árbænum Reykjavík, kl. 18:00 í kvöld. Um er að ræða 9. umferð deildarinnar og situr ÍBV 6. sæti með 9 stig. Kvennalið Fylkis situr í 8. sæti með sama stigafjölda en lægri markatölu. Valur er í fyrsta sæti með 17. stig. ÍBV töpuðu þremur síðustu leikjum sínum […]
Eyjasigur í Laugardalnum

Karlalið ÍBV mætti Þrótti í Laugardalnum nú fyrr í kvöld í 9. umferð Lengjudeildarinnar. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð, Eyjamenn sigruðu Selfyssinga 3-1 og Þróttarar sigruðu Víking frá Ólafsvík 7-0. Á 10. mínútu leiksins fengu Þróttarar vítaspyrnu en spyrnan var laus og Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði. Fyrri hálfleikur var að […]
Gunnar Heiðar stýrir kvennaliði ÍBV í næsta leik

Á vefnum fotbolti.net er greint frá því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson muni stýra liði ÍBV gegn Fylki á þriðjudag þegar liðin mætast í 9. umferð Pepsi Max-deild kvenna. Gunnar Heiðar er fyrrum leikmaður karlaliðsins og er í dag þjálfari KFS. Leit stendur yfir af þjálfara hjá kvennaliði ÍBV en Andri Ólafsson og Birkir Hlynsson létu […]
Eyjamenn sigruðu Suðurlandsslaginn

Eyjamenn tóku á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli í dag í sannkölluðum Suðurlandsslag. Eyjamenn komust yfir með marki frá Sito í upphafi leiks en á 12 mínútu skoraði fyrrum leikmaður ÍBV, Gary Martin, mark beint úr aukaspyrnu og jafnaði leikinn. Sito skoraði sitt annað mark á 27 mínútu og kom Eyjamönnum í 2-1. Eyjamenn höfðu svo […]
Orkumótið á Instagram

Sólin lék við eyjarnar og gesti Orkumótsins síðustu helgi. Mótið var vel heppnað og mikið fjör. Margir deildu skemmtilegum myndum af leikjum og liðum á opnum Instagramreikningum sínum. Hér má sjá nokkrar þeirra. Eflaust leynast landsliðsmenn framtíðarinnar á einhverjum myndanna. View this post on Instagram A post shared by Auður Geirsdóttir (@auduryrr) View this post […]
Andri og Birkir hættir með ÍBV

Andri Ólafsson, Birkir Hlynsson og ÍBV hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok þeirra sem þjálfarar meistaraflokksliðs ÍBV í Pepsi Max deild kvenna. Tóku þeir við liðinu haustið 2019 og hafa stýrt því í eitt og hálf tímabil. ÍBV vill þakka þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, en þeir skilja við liðið í […]
Stelpurnar mæta Þrótti

Á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í dag mætir kvennalið ÍBV Þrótti. Búast má við spennandi leik en bæði lið hafa 9 stig í Pepsi Max deildinni en Þróttur er með betri markatölu. (meira…)
Stjarnan tók Orkumótsbikarinn

Orkumótið 2021 fór fram í Eyjum um helgina, dagana 24.-26. júní. Komu þá saman 6. flokkar karla að vanda til þess að keppa í fótbolta. Sólin lék við mótsgesti og var veðrið með besta móti. Lokadagurinn var bjartur og fagur. Stjarnan-1 tók Orkumótsbikarinn með sér heim í Garðabæinn eftir úrslitaleik við Þór Ak-1. Steinar Karl […]