Bæta við ÍBV hólfum á Hlíðarenda

ÍBV mætir Val í seinni leik í undanúrslitum Íslandsmótsins annaðkvöld klukkan átta í Origohöllinni við Hlíðarenda. Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum ef marka má miðasölu á leikinn. “Ég hef verið í góðum samskiptum við forsvarsmenn Vals varðandi miða á leikinn. Eins og staðan er núna eru allir miðar seldir í þau hólf sem þeir úthlutuðu […]
Eyjakrakkar í verkefnum hjá HSÍ

Það er nóg um að vera hjá HSÍ þessa dagana í kringum yngri landslið og handboltaskóla. Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fer fram í 26. skipti helgina 12. – 13. júní nk. en að þessu sinni er um að ræða drengi og stúlkur fædd 2008. ÍBV á eftirfarandi fulltrúa í hópnum: Stelpur: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Klara […]
Sigursælir Íslandsmeistarar

Stelpurnar í 5. flokk, eldra ár, í handbolta urðu Íslandsmeistarar í gær. Þær hafa átt ótrúlega flott tímabil í vetur og sigruðu alla leikina sína, þannig að það var aldrei spurning hvar titilinn myndi lenda, framtíðin er björt. Þjálfarar stelpnanna eru þau Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hákon Daði Styrmisson. Þór Vilhjálmsson formaður aðalstjórnar ÍBV tók […]
Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 10.000 m brautarhlaupi í Birmingham á Englandi. Hann hljóp á tímanum 28:36,80 mín. Hlynur bætti eigið Íslandsmet sitt frá 19. september í fyrra um 19 sek. Fyrra Íslandsmet Hlyns í greininni var 28:55,47 mín. Hann er eini Íslendingurinn sem hlaupið hefur 10.000 brautarhlaup undir 29 mínútum. (meira…)
Erla Rós Sigmarsdóttir til ÍBV

Erla Rós Sigmarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Erla Rós skrifað undir 1 árs samning út næsta keppnistímabil. Erlu Rós þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Eyjamönnum, en eins og allir vita lék hún upp alla yngri flokka með ÍBV og svo með meistaraflokki við góðan orðstír. “Hún er frábær markvörður og […]
Síðasti heimaleikur í deild

Strákarnir í handboltanum mæta Aftureldingu í dag í síðasta heimaleik deildarkeppninnar þetta tímabilið. Um er að ræða 21. og næst síðustu umferð í Olís deild karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV. (meira…)
Rúmlega 50 stuðningsmenn með norður

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram í dag kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag. Liðið flaug norður í morgun á samt rúmlega […]
Björn Viðar framlengir

Björn Viðar Björnsson hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Björn hefur leikið með liði ÍBV undanfarin 3 tímabil og hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt í liðinu. “Björn er frábær markvörður með mikla reynslu og hefur verið mjög dýrmætur fyrir ÍBV síðan hann gekk til liðs við okkur. Við erum […]
Hópferð með stelpunum norður

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram sunnudaginn 23.maí kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag. „Sala miða í hópferðina okkar til Akureyrar gengur […]
Stelpurnar mæta Val á Hásteinsvelli

Í kvöld fer fram á Hásteinsvelli leikur ÍBV og Vals. Valur er sem stendur í öðru sæti Pepsí Max deildarinnar með sjö stig en ÍBV er í fimmta sæti með þrjú stig bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Hásteinsvelli, leikurinn einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. […]