Bæta við ÍBV hólfum á Hlíðarenda

ÍBV mætir Val í seinni leik í undanúrslitum Íslandsmótsins annaðkvöld klukkan átta í Origohöllinni við Hlíðarenda. Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum ef marka má miðasölu á leikinn. “Ég hef verið í góðum samskiptum við forsvarsmenn Vals varðandi miða á leikinn. Eins og staðan er núna eru allir miðar seldir í þau hólf sem þeir úthlutuðu […]

Eyjakrakkar í verkefnum hjá HSÍ

Það er nóg um að vera hjá HSÍ þessa dagana í kringum yngri landslið og handboltaskóla. Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fer fram í 26. skipti helgina 12. – 13. júní nk. en að þessu sinni er um að ræða drengi og stúlkur fædd 2008. ÍBV á eftirfarandi fulltrúa í hópnum: Stelpur: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Klara […]

Sigursælir Íslandsmeistarar

Stelpurnar í 5. flokk, eldra ár, í handbolta urðu Íslandsmeistarar í gær. Þær hafa átt ótrúlega flott tímabil í vetur og sigruðu alla leikina sína, þannig að það var aldrei spurning hvar titilinn myndi lenda, framtíðin er björt. Þjálfarar stelpnanna eru þau Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hákon Daði Styrmisson. Þór Vilhjálmsson formaður aðalstjórnar ÍBV tók […]

Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 10.000 m brautarhlaupi í Birmingham á Englandi. Hann hljóp á tímanum 28:36,80 mín. Hlynur bætti eigið Íslandsmet sitt frá 19. september í fyrra um 19 sek. Fyrra Íslandsmet Hlyns í greininni var 28:55,47 mín. Hann er eini Íslendingurinn sem hlaupið hefur 10.000 brautarhlaup undir 29 mínútum. (meira…)

Erla Rós Sigmarsdóttir til ÍBV

Erla Rós Sigmarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Erla Rós skrifað undir 1 árs samning út næsta keppnistímabil. Erlu Rós þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Eyjamönnum, en eins og allir vita lék hún upp alla yngri flokka með ÍBV og svo með meistaraflokki við góðan orðstír. “Hún er frábær markvörður og […]

Síðasti heimaleikur í deild

Strákarnir í handboltanum mæta Aftureldingu í dag í síðasta heimaleik deildarkeppninnar þetta tímabilið. Um er að ræða 21. og næst síðustu umferð í Olís deild karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV. (meira…)

Rúmlega 50 stuðningsmenn með norður

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram í dag kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag. Liðið flaug norður í morgun á samt rúmlega […]

Björn Viðar framlengir

Björn Viðar Björnsson hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Björn hefur leikið með liði ÍBV undanfarin 3 tímabil og hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt í liðinu. “Björn er frábær markvörður með mikla reynslu og hefur verið mjög dýrmætur fyrir ÍBV síðan hann gekk til liðs við okkur. Við erum […]

Hópferð með stelpunum norður

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram sunnudaginn 23.maí kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag. „Sala miða í hópferðina okkar til Akureyrar gengur […]

Stelpurnar mæta Val á Hásteinsvelli

Í kvöld fer fram á Hásteinsvelli leikur ÍBV og Vals. Valur er sem stendur í öðru sæti Pepsí Max deildarinnar með sjö stig en ÍBV er í fimmta sæti með þrjú stig bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Hásteinsvelli, leikurinn einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.