Dagskrá Landakirkju yfir hátíðirnar

Í dag er aðfangadagur og hefst jóladagskrá Landakirkju með helgistund verður í kirkjugarðinum í dag klukkan 14.00. Hér að neðan má sjá dagskrá Landakirkju allt fram að þrettánda. Aðfangadagur: Helgistund verður í kirkjugarðinum samkvæmt venju og lítur út fyrir að það muni blása heldur byrlega í ár. Það er ávallt gaman að sjá hversu margir […]
Jólalögin sungin af hjartans list í Landakirkju

Það var mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar slógu saman með kirkjugestum í einni allsherjar söngveislu. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar. Það voru Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sem leiddu sönginn, ýmist einir og sér eða í einum allsherjar kór. Landakirkja var þétt setinn, prestur var séra Viðar Stefánsson og sameinuðust allir í […]
Sjáumst syngjandi í kirkjunni okkar

Það verður mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar mæta til leiks og bjóða kirkjugestum að syngja með í þekktum jólalögum og jólasálmum. Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennkór Vestmannaeyja leiða og styðja söng. Á Fésbókarsíðu Landakirkju segir: Hefur þig langað til að syngja jólalögin en tækifærin hafa verið að skornum skammti? – Hefur þig langað að njóta þess að syngja […]
Duftreitur tilbúinn til notkunar í Kirkjugarði Vestmannaeyja

Nýr duftreitur hefur verið tekinn í notkun í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Með því lýkur stækkunarferli garðsins sem staðið hefur yfir undanfarin ár, og markar þetta mikilvægt skref í umhverfisvænni og hagkvæmri nýtingu grafarsvæða. Kirkjugarður Vestmannaeyja hefur verið í stækkunarferli undanfarin ár og nú sér fyrir endann á því í bili. Í sumar var sáð í nýjan […]
Aglowfundur í kvöld, fyrsta október

Aglow samverur eru fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Núna í október er áhersla á að standa með og styðja konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. En þessi barátta snertir okkur á ýmsan hátt, beint eða óbeint, en eftir hverja nótt kemur dagur. Orðskviðir 4.18; Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi. Við höldum áfram, […]